Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Línuritið sýnir niðurstöðu tilboðsmarkaðar þann 1. september 2016. Á myndinni er sýnd blá lína framboðs og rauð lína eftirspurnar. Jafnvægisverð sem fram kom á markaðinum reyndist krónur 240 kr./l. eins og áður segir.
Línuritið sýnir niðurstöðu tilboðsmarkaðar þann 1. september 2016. Á myndinni er sýnd blá lína framboðs og rauð lína eftirspurnar. Jafnvægisverð sem fram kom á markaðinum reyndist krónur 240 kr./l. eins og áður segir.
Fréttir 1. september 2016

Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur 1. september

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun bárust 76 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði með greiðslumark mjólkur þann 1. september 2016, sem nú er lokið. Markaðurinn að þessu sinni var með þeim stærstu frá upphafi markaðar fyrir greiðslumark mjólkur.

Kveðið er á tilboðsmarkað með greiðslumark mjólkur í reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum nr. 190/2011 með síðari breytingum. Aðeins var hægt að bjóða til sölu ónotað greiðslumark mjólkur á tilboðsmarkaðnum að þessu sinni.

Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. september 2016 hefur komið fram  jafnvægisverð á markaði  krónur 240 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Þetta er 30 króna hækkun á jafnvægisverði, eða 14,3%, frá síðasta tilboðsmarkaði sem haldinn var 1. apríl sl. en þá var jafnvægisverðið 210 kr. fyrir hvern lítra mjólkur.

• Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 38 (samanborið við 13 á markaði 1. apríl 2016).

• Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 38 (samanborið við 15 á markaði 1. apríl 2016).

• Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 1.877.244 lítrar (samanborið við 804.676 lítrar á markaði 1. apríl 2016).

• Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru 2.452.800 lítrar (samanborið við 1.485.000 lítrar sem óskað var eftir á markaði 1. apríl 2016).

• Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 1.624.408 lítrar að andvirði 389.857.920 kr. (samanborið við 724.676 lítrar á markaði 1. apríl 2016).

• Kauphlutfall viðskipta er 90,58% (á markaði 1. apríl 2016 var kauphlutfallið 92,91%).

Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 240,-  kr./l. eða lægra selja nú greiðslumark sitt. Matvælastofnun, búnaðarmálaskrifstofa, mun nú senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast á Bændatorginu.
 

Skylt efni: kvótamarkaður | Mast

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...