Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Línuritið sýnir niðurstöðu tilboðsmarkaðar þann 1. september 2016. Á myndinni er sýnd blá lína framboðs og rauð lína eftirspurnar. Jafnvægisverð sem fram kom á markaðinum reyndist krónur 240 kr./l. eins og áður segir.
Línuritið sýnir niðurstöðu tilboðsmarkaðar þann 1. september 2016. Á myndinni er sýnd blá lína framboðs og rauð lína eftirspurnar. Jafnvægisverð sem fram kom á markaðinum reyndist krónur 240 kr./l. eins og áður segir.
Fréttir 1. september 2016

Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur 1. september

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun bárust 76 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði með greiðslumark mjólkur þann 1. september 2016, sem nú er lokið. Markaðurinn að þessu sinni var með þeim stærstu frá upphafi markaðar fyrir greiðslumark mjólkur.

Kveðið er á tilboðsmarkað með greiðslumark mjólkur í reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum nr. 190/2011 með síðari breytingum. Aðeins var hægt að bjóða til sölu ónotað greiðslumark mjólkur á tilboðsmarkaðnum að þessu sinni.

Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. september 2016 hefur komið fram  jafnvægisverð á markaði  krónur 240 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Þetta er 30 króna hækkun á jafnvægisverði, eða 14,3%, frá síðasta tilboðsmarkaði sem haldinn var 1. apríl sl. en þá var jafnvægisverðið 210 kr. fyrir hvern lítra mjólkur.

• Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 38 (samanborið við 13 á markaði 1. apríl 2016).

• Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 38 (samanborið við 15 á markaði 1. apríl 2016).

• Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 1.877.244 lítrar (samanborið við 804.676 lítrar á markaði 1. apríl 2016).

• Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru 2.452.800 lítrar (samanborið við 1.485.000 lítrar sem óskað var eftir á markaði 1. apríl 2016).

• Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 1.624.408 lítrar að andvirði 389.857.920 kr. (samanborið við 724.676 lítrar á markaði 1. apríl 2016).

• Kauphlutfall viðskipta er 90,58% (á markaði 1. apríl 2016 var kauphlutfallið 92,91%).

Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 240,-  kr./l. eða lægra selja nú greiðslumark sitt. Matvælastofnun, búnaðarmálaskrifstofa, mun nú senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast á Bændatorginu.
 

Skylt efni: kvótamarkaður | Mast

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...