Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá búgreinaþingi sauðfjárbænda á dögunum.
Frá búgreinaþingi sauðfjárbænda á dögunum.
Fréttir 11. apríl 2023

Mannekla Matvælastofnunar ástæða misræmis í eftirlitsheimsóknum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands á dögunum var samþykkt tillaga þar sem stjórn deildarinnar er hvött til að koma á auknu samtali við Matvælastofnun um dýravelferð og eftirlit með búfjárhaldi.

Í umræðum um tillöguna kom fram að reynsla bænda er mjög misjöfn eftir bæjum og landsvæðum hvað varðar tíðni þessara eftirlitsheimsókna búfjáreftirlitsmanna.

Í tillögunni kemur fram að það sé greininni mikilvægt að traust ríki milli bænda og neytenda um dýravelferð og aðbúnað búfjár. Skilvirkt eftirlit sé einn af þeim þáttum sem byggir undir það traust. Er því óskað eftir virku samtali stjórnar búgreinadeildarinnar við Matvælastofnun um ofangreinda þætti.

Fáir búfjáreftirlitsmenn

Soffía Sveinsdóttir, sviðsstjóri vettvangseftirlits hjá Matvælastofnun, tekur fagnandi þessari samþykkt sauðfjárbænda um virkt samtal. Hún segir skýringuna á mismunandi tíðni heimsókna til sauðfjárbænda liggja í manneklu stofnunarinnar. „Við vinnum eftir landsbundinni eftirlitsáætlun (LEMA) um tíðni heimsókna, sem byggir á áhættuflokkun okkar. Í tilfelli sauðfjárbænda er gert ráð fyrir heimsóknum þriðja hvert ár. Ef þetta stenst ekki – og heimsóknir eru stopulli – þá getur ástæðan verið mannekla hjá okkur.

Staðreyndin er sú að það er til að mynda aðeins einn búfjáreftirlitsmaður í Norðvestur umdæmi og einn og hálfur í Norðausturumdæmi. Þeir sinna reglubundnu eftirliti en eiga einnig að forgangsraða verkefnum samkvæmt LEMA. Eftirlit í kjölfar ábendinga um illa meðferð dýra og eftirfylgni krafna um úrbætur hafa forgang fram yfir reglubundið eftirlit. Í grófum dráttum má segja að hlutfall eftirlits með annan aðdraganda en reglubundið eftirlit er um 50 prósent af opinberu eftirliti. Á síðustu misserum hefur mikill tími farið í að sinna ábendingum og svo hafa komið upp viðamikil vörslusviptingamál.“

Stöðugildum fækkað

Að sögn Soffíu snýst þetta á endanum um það fjármagn sem stofnunin hefur úr að spila til þessara verkefna. „Um áramótin 2013–2014 færðist búfjáreftirlit frá sveitar- félögunum til Matvælastofnunar, 42 búfjáreftirlitsmenn, flestir í hlutastörfum, samtals 11-12 stöðugildi til Matvælastofnunar.

Við þann flutning fækkaði stöðugildum búfjáreftirlitsmanna um helming, niður í sex. Þetta bitnar á reglubundnu eftirliti,“ útskýrir Soffía. Hún segir að eftirlitsskyld sauðfjárbýli séu um 2.300 talsins. Því sé áætlað að búfjáreftirlits- menn fari í heimsóknir á 780 bæi
á þessu ári.

Skylt efni: Mast

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...