Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Viðbúnaður vegna fuglaflensu
Fréttir 19. mars 2018

Viðbúnaður vegna fuglaflensu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eins og alltaf á þessum árstíma metur Matvælastofnun í samvinnu við sérfræðinga á Tilraunastöðinni á Keldum og í Háskóla Íslands, hvort hætta sé á að farfuglarnir okkar beri með sér fuglaflensusmit til landsins.

Á heimasíðu Mast segir að því miður sé staðan sú í Evrópu um þessar mundir að töluvert hefur verið um fuglaflensu, bæði í alifuglum og villtum fuglum. Það er því mikilvægt að fuglaeigendur gæti smitvarna og allir séu vakandi fyrir óeðlilegum dauða bæði villtra fugla og fugla í haldi.

Á undanförnum mánuðum hafa tilkynningar borist um fuglaflensugreiningar bæði í alifuglum og villtum fuglum í löndum þar sem margir af íslensku farfuglunum hafa vetursetu, svo sem í Hollandi, Englandi og Írlandi.

Ekki er talin þörf á að auka viðbúnað enn sem komið er en Matvælastofnun vill samt sem áður brýna fyrir fuglaeigendum að huga að smitvörnum og þá sér í lagi að koma í veg fyrir að villtir fuglar komist í fóður og drykkjarvatn alifugla.

Að svo stöddu er því lágmarks viðbúnaðarstig í gildi. Það felur meðal annars í sér að tilkynna skuli til Matvælastofnunar um dauða villta fugla ef orsök dauða er ekki augljós. Það má gera með því að senda ábendingu á vef stofnunarinnar eða með tölvupósti á netfangið mast@mast.is. Jafnframt skulu fuglaeigendur hafa samband við stofnunina verði þeir varir við aukin dauðsföll eða grunsamleg veikindi meðal fugla sinna.

Skylt efni: Mast | fuglaflensa

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...