Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ólíklegt að skortur verði á eggjum fyrir jól
Fréttir 29. nóvember 2016

Ólíklegt að skortur verði á eggjum fyrir jól

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stærstu verslanakeðjur landsins og fleiri verslanir hafa tekið egg frá Brúneggjum úr sölu eftir umfjöllun Kastljóss fyrr í vikunni. Þar sem markaðshlutdeild Brúneggja er nokkuð stór hefur komið upp kvittur um hugsanlegan skort á eggjum fyrir jólin.

Samkvæmt því sem kom fram í Kastljósi hafa Brúnegg verið með um 20% markaðshlutdeild á eggjamarkaði þrátt fyrir að fyrirtækið hafi selt egg á 40% hærra verði en aðrir framleiðendur. Það var gert í skjóli þess að eggin voru merkt sem vistvæn. Samkvæmt upplýsingum Bændablaðsins mun markaðshlutdeild fyrirtækisins nær því að vera tæp 15%.

Í framhaldi af því að stærstu verslanakeðjur landsins og fleiri verslanir hafa hætt að selja egg frá Brúneggjum í framhaldi af umfjöllun Kastljóss hafa heyrst raddir sem telja að skortur verði á eggjum á næstunni.

Framleiðendur munu anna eftirspurn

Þorsteinn Sigmundsson, eggjaframleiðandi á Elliðahvammi og formaður Félags eggjaframleiðanda, telur litlar líkur á að framleiðendur nái ekki að anna eftirspurn eftir eggjum fyrir jólin þrátt fyrir að egg frá Brúneggjum séu tekin af markaði. „Eggjaframleiðendur hafa keyrt framleiðslu sína á fullu frá því í vor til að framleiða egg fyrir erlenda ferðamenn og ekki enn farnir að draga hana saman þannig að ég held að þetta eigi að sleppa.

Sala á eggjum er mest frá og með júní til september og svo um jólin þannig að fólk þarf ekkert að óttast skort eða fara að hamstra eggjum.“

Ítrekaðar athugasemdir MAST

Í umfjöllun Kastljóss um illa meðferð Brúneggja á varphænum kom fram að Matvælastofnun gerði ítrekaðar athugasemdir við aðbúnað dýranna og að fyrirtækið hafi brugðist seint og illa við athugasemdum stofnunarinnar um að bæta aðbúnað.

Í umfjöllun Kastljós kom einnig fram að Brúnegg hafa merkt framleiðslu sína sem vistvæna framleiðslu í mörg ár án þess að hafa til þess vottun og þannig blekkt neytendur til fjölda ára.

Hætta að selja egg frá Brúneggjum

Bæði þessi atriði hafa vakið upp gríðarlega hörð viðbrögð neytenda. Verslanir Krónunnar, Bónus, Hagkaupa og Melabúðin, hafa allar lýst því yfir að þær séu hættar að selja egg frá Brúneggjum eftir umfjöllun Kastljóss.

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...