Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ólíklegt að skortur verði á eggjum fyrir jól
Fréttir 29. nóvember 2016

Ólíklegt að skortur verði á eggjum fyrir jól

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stærstu verslanakeðjur landsins og fleiri verslanir hafa tekið egg frá Brúneggjum úr sölu eftir umfjöllun Kastljóss fyrr í vikunni. Þar sem markaðshlutdeild Brúneggja er nokkuð stór hefur komið upp kvittur um hugsanlegan skort á eggjum fyrir jólin.

Samkvæmt því sem kom fram í Kastljósi hafa Brúnegg verið með um 20% markaðshlutdeild á eggjamarkaði þrátt fyrir að fyrirtækið hafi selt egg á 40% hærra verði en aðrir framleiðendur. Það var gert í skjóli þess að eggin voru merkt sem vistvæn. Samkvæmt upplýsingum Bændablaðsins mun markaðshlutdeild fyrirtækisins nær því að vera tæp 15%.

Í framhaldi af því að stærstu verslanakeðjur landsins og fleiri verslanir hafa hætt að selja egg frá Brúneggjum í framhaldi af umfjöllun Kastljóss hafa heyrst raddir sem telja að skortur verði á eggjum á næstunni.

Framleiðendur munu anna eftirspurn

Þorsteinn Sigmundsson, eggjaframleiðandi á Elliðahvammi og formaður Félags eggjaframleiðanda, telur litlar líkur á að framleiðendur nái ekki að anna eftirspurn eftir eggjum fyrir jólin þrátt fyrir að egg frá Brúneggjum séu tekin af markaði. „Eggjaframleiðendur hafa keyrt framleiðslu sína á fullu frá því í vor til að framleiða egg fyrir erlenda ferðamenn og ekki enn farnir að draga hana saman þannig að ég held að þetta eigi að sleppa.

Sala á eggjum er mest frá og með júní til september og svo um jólin þannig að fólk þarf ekkert að óttast skort eða fara að hamstra eggjum.“

Ítrekaðar athugasemdir MAST

Í umfjöllun Kastljóss um illa meðferð Brúneggja á varphænum kom fram að Matvælastofnun gerði ítrekaðar athugasemdir við aðbúnað dýranna og að fyrirtækið hafi brugðist seint og illa við athugasemdum stofnunarinnar um að bæta aðbúnað.

Í umfjöllun Kastljós kom einnig fram að Brúnegg hafa merkt framleiðslu sína sem vistvæna framleiðslu í mörg ár án þess að hafa til þess vottun og þannig blekkt neytendur til fjölda ára.

Hætta að selja egg frá Brúneggjum

Bæði þessi atriði hafa vakið upp gríðarlega hörð viðbrögð neytenda. Verslanir Krónunnar, Bónus, Hagkaupa og Melabúðin, hafa allar lýst því yfir að þær séu hættar að selja egg frá Brúneggjum eftir umfjöllun Kastljóss.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...