Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Óheimilt er að vængstýfa skrautfugla
Fréttir 4. maí 2018

Óheimilt er að vængstýfa skrautfugla

Höfundur: Vilmundur hansen

Matvælastofnun vekur athygli á að skv. reglum um velferð gæludýra er óheimilt að vængstýfa skrautfugla nema í sérstökum undantekningartilvikum. Með vængstýfingu er átt við klippingu á vængfjöðrum þannig að fuglinn verði ófleygur.


Í 30. gr. reglugerðar um velferð gæludýra segir: „Búrfuglum skal almennt gefinn kostur á að fljúga. Aðeins má vængstýfa þá fugla sem ekki er hægt að halda öðruvísi og þá aðeins af aðila sem hefur reynslu og þekkingu á slíku, að mati Matvælastofnunar. Aðra fugla má þó vængstýfa tímabundið ef þörf er á í upphafi þjálfunar og tamningar. Vernda skal vængstýfða fugla fyrir óvinveittum dýrum.“

Þetta ákvæði byggir á markmiði laga um velferð dýra um að dýr geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt. Því er ætlað að stöðva þróun í átt að almennri vængstýfingu skrautfugla sem haldnir eru sem gæludýr. Ljóst er að enn eru stundaðar vængstýfingar sem brjóta í bága við þessar reglur.

Rétt er að minna á að Matvælastofnun hefur heimild til beitingar stjórnvaldssekta vegna brota á lögum um velferð dýra.

Skylt efni: Mast | skrautfuglar

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...