Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Óheimilt er að vængstýfa skrautfugla
Fréttir 4. maí 2018

Óheimilt er að vængstýfa skrautfugla

Höfundur: Vilmundur hansen

Matvælastofnun vekur athygli á að skv. reglum um velferð gæludýra er óheimilt að vængstýfa skrautfugla nema í sérstökum undantekningartilvikum. Með vængstýfingu er átt við klippingu á vængfjöðrum þannig að fuglinn verði ófleygur.


Í 30. gr. reglugerðar um velferð gæludýra segir: „Búrfuglum skal almennt gefinn kostur á að fljúga. Aðeins má vængstýfa þá fugla sem ekki er hægt að halda öðruvísi og þá aðeins af aðila sem hefur reynslu og þekkingu á slíku, að mati Matvælastofnunar. Aðra fugla má þó vængstýfa tímabundið ef þörf er á í upphafi þjálfunar og tamningar. Vernda skal vængstýfða fugla fyrir óvinveittum dýrum.“

Þetta ákvæði byggir á markmiði laga um velferð dýra um að dýr geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt. Því er ætlað að stöðva þróun í átt að almennri vængstýfingu skrautfugla sem haldnir eru sem gæludýr. Ljóst er að enn eru stundaðar vængstýfingar sem brjóta í bága við þessar reglur.

Rétt er að minna á að Matvælastofnun hefur heimild til beitingar stjórnvaldssekta vegna brota á lögum um velferð dýra.

Skylt efni: Mast | skrautfuglar

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f