Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kröfur vegna heyútflutnings til Noregs
Fréttir 3. ágúst 2018

Kröfur vegna heyútflutnings til Noregs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vegna mikilla þurrka í Noregi síðustu vikur er víða skortur á heyi og hafa Norðmenn því leitað til annarra landa, m.a. til Íslands vegna innflutnings á heyi. Slíkum innflutningi getur þó fylgt áhætta þar sem smitefni geta borist á milli dýra með þessum hætti.

Matvælastofnun hefur átt í viðræðum við systurstofnun sína í Noregi, Mattilsynet, til þess að fá úr því skorið hvaða kröfur íslenskir heyframleiðendur þurfa að uppfylla til að geta flutt hey til Noregs.

Í frétt á heimasíðu Mast segir að heimilt sé að flytja hey til Noregs frá svæðum þar sem ekki eru í gildi höft vegna smitandi dýrasjúkdóma.

Eftirtalin svæði uppfylla ekki skilyrði til útflutnings:
Vegna riðu:
• Vatnsneshólf
• Húna- og Skagahólf
• Dalvíkurbyggð norðan Hámundarstaða í Tröllaskagahólfi
• Skjálfandahólf að undanskildum Skútustaðahreppi, Engidal og Lundarbrekku og bæir þar fyrir sunnan
• Suðurfjarðahólf
• Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf
• Biskupstungnahólf
• Ölfus, Hveragerði og Árborg og Grafningur í Grímsnes og Grafningshreppi í Landnámshólfi


Upplýsingasíða Matvælastofnunar um varnarhólf


Vegna garnaveiki:

Bæir þar sem garnaveiki hefur greinst á undanförnum 10 árum

Þeir sem hyggjast flytja hey til Noregs skulu senda beiðni um heilbrigðisvottorð til Matvælastofnunar á netfangið utflutningur@mast.is. Matvælastofnun mun í kjölfarið senda þeim nánari leiðbeiningar og vottorðseyðublað til útfyllingar.

Á vef Mattilsynet kemur fram að það er innflytjandinn (í Noregi) sem er ábyrgur fyrir því að heyið feli ekki í sér áhættu fyrir dýr, menn eða plöntur; að það sé ræktað við aðstæður sem samræmast kröfum Evrópusambandslöggjafarinnar og að það mengist ekki við vinnslu, flutning og geymslu. Innflytjandinn skal taka tillit til áhættugreiningar norsku dýraheilbrigðisstofnunarinnar (Veterinærinstituttet).

Auk þess bendir Mattilsynet á að hey sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði feli í sér lágmarks smithættu:
• Hey frá svæðum þar sem lítið er um jórturdýr
• Hey frá svæðum þar sem húsdýraáburður var ekki notaður á framleiðsluárinu
• Hey frá svæðum þar sem sýnt hefur verið fram á að smitsjúkdómar sem tekið var tillit til í norsku áhættugreiningunni eru mjög óalgengir eða fyrirfinnast ekki
• Hey frá býlum þar sem gras er ekki slegið snöggt
• Hey sem ekki er mengað jarðvegi
• Vothey

Innflytjandinn í Noregi skal vera skráður hjá Mattilsynet sem fóðurinnflytjandi og skal skrá innflutninginn í Traces (kerfi sem heldur utan um innflutning dýra, dýraafurða og aukaafurða til Evrópu).

Hey sem flutt er frá Íslandi til Noregs skal flutt beint á skilgreindar landamærastöðvar í Noregi þar sem innflutningseftirlit fer fram. Um er að ræða eftirfarandi hafnir: Osló, Borg, Egersund, Måløy og Ålesund.

Heilbrigðisvottorð útgefið af Matvælastofnun skal fylgja hverri sendingu af heyi. Mögulega gæti verið óskað frekari gagna svo sem yfirlýsingu framleiðanda um að húsdýraáburður hafi ekki verið notaður á framleiðsluárinu.


Ítarefni
Upplýsingar á vef Mattilsynet
Listi Matvælastofnunar yfir garnaveikibæi
Upplýsingasíða Matvælastofnunar um varnarhólf
Listi Matvælastofnunar yfir riðubæi (riðuveiki 1998-2018)

 

Skylt efni: Mast | útflutning | hey | Noregur

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...

Áburðareftirlit Mast árið 2021
Fréttir 18. janúar 2022

Áburðareftirlit Mast árið 2021

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 368 tegu...