Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sýklalyfjaónæmi mikið samkvæmt nýrri skýrslu
Fréttir 23. febrúar 2017

Sýklalyfjaónæmi mikið samkvæmt nýrri skýrslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) og Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) gáfu út nýja skýrslu um sýklalyfjaónæmi í bakteríum sem finnast í mönnum, dýrum og matvælum.

Í skýrslunni kemur fram að sýklalyfjaónæmar bakteríur sýni áfram ónæmi fyrir algengum sýklalyfjum og undirstrika að lýðheilsu og dýraheilbrigði stafar hætta af sýklalyfjaónæmi.

Áætlað er að sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería valdi um 25 þúsund dauðsföllum í Evrópu á ári hverju.

Á heimasíðu Matvælastofnunnar segir í frétt í tengslum við útgáfu skýrslunnar að athygli veki að sýklalyfjaónæmi er mjög mismunandi eftir löndum og svæðum innan Evrópu. Almennt er ónæmi algengara í suður- og austurhluta Evrópu miðað við norður- og vesturhluta Evrópu.

Á Íslandi er ónæmi hjá mönnum og dýrum almennt lægra en í öðrum Evrópulöndum. Hingað til hefur sýklalyfjaónæmi ekki verið skoðað í matvælum hér á landi, innlendum sem og innfluttum, og því lítið vitað um tíðni ónæmra baktería í þeim.

Velferðarráðuneytið setti á laggirnar starfshóp á árinu 2016 í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Starfshópurinn fékk það hlutverk að koma með tillögur að aðgerðum til að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis á Íslandi og er von á niðurstöðunum á næstu vikum.

Matvælastofnun heldur málþing um sýklalyfjaónæmi örvera í mönnum, dýrum og matvælum mánudaginn 15. maí í tengslum við heimsókn forstjóra EFSA til Íslands þar sem m.a. verða kynntar niðurstöður mælinga á sýklalyfjaónæmi í Evrópu. Málþingið verður auglýst síðar en nánari upplýsingar um skýrsluna og sýklalyfjaónæmi má nálgast hér að neðan.


Fréttatilkynning EFSA

Skýrsla Evrópusambandsins um sýklalyfjaónæmi baktería í mönnum, dýrum og matvælum árið 2015

Upplýsingagátt EFSA og ECDC um sýklalyfjaónæmi í Evrópu

Kennslumyndband um notkun upplýsingagáttar EFSA og ECDC um sýklalyfjaónæmi í Evrópu

Skýrsla um sölu sýklalyfja í Evrópu - frétt Matvælastofnunar frá 20.10.16

Lyfjaþol í Evrópu 2014 - frétt Matvælastofnunar frá 29.02.16

Sýklalyfjaþol baktería sem geta borist milli manna og dýra - frétt Matvælastofnunar frá 18.02.16

Norrænn fundur um sýklalyfjaþol - frétt Matvælastofnunar frá 17.11.14


 

Skylt efni: sýklalyfjaónæmi | Mast

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...