Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mast vill sýni
Fréttir 12. október 2017

Mast vill sýni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Drepist kind heima á bæ, finnist dauð eða er lógað vegna vanþrifa, sjúkdóms eða slyss, óskar Matvælastofnun eftir því að sauðfjáreigendur hafi samband við héraðsdýralækni sinn sem mun sjá til þess að sýnin séu tekin eða leiðbeinir við að senda hausa beint á Keldur. Sýnatökurnar og sendingarkostnaður verður í öllu falli sauðfjáreigendum að kostnaðarlausu.

Matvælastofnun hefur það hlutverk að hafa eftirlit með riðuveiki í sauðfé. Meiri líkur eru taldar á að finna riðu í sýnum úr fé sem hefur drepist eða verið lógað heima á búum en í sýnum teknum í sláturhúsum. Þau hafa því meira gildi fyrir leit að riðutilfellum og auka þar með líkur á að útrýming riðuveiki takist.

Því leggur stofnunin áherslu á söfnun þessara mikilvægu sýna og óskar í því tilliti eftir samstarfi við sauðfjáreigendur.

Skylt efni: Mast | Sauðfé

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f