Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eftirlit með áburði 2017
Fréttir 5. febrúar 2018

Eftirlit með áburði 2017

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun tók 50 áburðarsýni af 50 áburðartegundum á árinu 2017. Við efnamælingar stofnunarinnar kom í ljós að tvær áburðartegundir voru með of lítið magn næringarefna miðað við merkingar.

Ein áburðartegund mældist með kadmíum yfir leyfðum mörkum. Óheimilt er að dreifa þessum tegundum til notenda þar til sýnt hefur verið fram á að þær uppfylli kröfur um efnainnihald. Matvælastofnun hefur birt skýrslu yfir áburðareftirlit á árinu 2017.

Á árinu 2017 fluttu 26 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 328 tegundir. Alls voru flutt inn 56.207 tonn af áburði og jarðvegsbætandi efnum. Innlendir framleiðendur eru 14 á skrá, það eru fyrirtæki sem framleiða áburð eða jarðvegsbætandi efni á landinu. Áburðarfyrirtæki sem voru með skráða starfsemi á árinu eru því 41.

Innflytjendur áburðar, magn í kg, magn næringarefnanna köfnunarefnis (N), fosfórs (P) og kalí (K) sem flutt var inn árið 2017.

 

Sýnataka og vöruskoðun var gerð hjá 5 innflutningsfyrirtækjum og voru alls 50 áburðarsýni af 50 áburðartegundum tekin á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar.

Við efnamælingar kom í ljós að 2 áburðartegundir voru með efnainnihaldi undir vikmörkum samkvæmt ákvæðum reglugerða. Ein var með of lítinn fosfór, og 1 með of lítinn brennistein. Ein áburðartegund mældist með kadmíum (Cd) yfir leyfðum mörkum. Þessar 3 tegundir hafa verið teknar af skrá Matvælastofnunar. Allar niðurstöður miðast við uppgefin gildi við skráningu og samkvæmt merkingum á umbúðum. Óheimilt er að dreifa þessum tegundum til notenda þar til sýnt hefur verið fram á að þær uppfylli kröfur um efnainnihald.

Kadmíum (Cd) var mælt í öllum áburðartegundum sem innihalda fosfór. Efnið var oftast undir mælanlegum mörkum og alltaf, nema í einu tilfelli undir leyfðu hámarki sem er 50 mg/kg P.


Fáar athugasemdir voru gerðar við merkingar, en helstu gallar voru vegna misræmis milli skráninga og merkinga einnig voru merkingar máðar í nokkrum tilfellum. Þá voru gerðar athugasemdir ef merkingar voru ekki á íslensku.
 

Skylt efni: Mast | áburður | Áburðareftirlit

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...