Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ráðherra hættir við gjaldskrárhækkanir Matvælastofnunar
Mynd / Bbl
Fréttir 13. október 2020

Ráðherra hættir við gjaldskrárhækkanir Matvælastofnunar

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að hætta við að hækka gjaldskrár Matvælastofnunar á árinu 2020 vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins á íslenska matvælaframleiðendur.

„Í aðgerðaráætlun fyrir íslenska landbúnað og sjávarútveg til að mæta áhrifum heimsfaraldursins sem ráðherra kynnti í mars síðastliðnum var ákveðið að fresta gjaldskrárhækkunum MAST til 1. september 2020 og að staðan yrði þá endurmetin. Í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi hefur verið ákveðið að falla alfarið frá 2,5% gjaldskrárhækkunum á árinu 2020.

Ráðherra hefur einnig óskað eftir því við Matvælastofnun að unnin verði heildstæð kostnaðargreining til að undirbyggja nýja gjaldskrá sem áformað er að taki gildi um næstu áramót,“ segir í tilkynningu úr ráðuneytinu.

„Íslenskir matvælaframleiðendur hafa líkt og aðrar atvinnugreinar glímt við tekjusamdrátt á þessu ári, m.a. vegna fækkunar ferðamanna. Þessi ákvörðun er hluti af viðbrögðum ráðuneytisins til að styðja við íslenska matvælaframleiðendur við þær krefjandi aðstæður,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, af þessu tilefni.

Skylt efni: Matvælastofnun | Mast

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.