Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ráðherra hættir við gjaldskrárhækkanir Matvælastofnunar
Mynd / Bbl
Fréttir 13. október 2020

Ráðherra hættir við gjaldskrárhækkanir Matvælastofnunar

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að hætta við að hækka gjaldskrár Matvælastofnunar á árinu 2020 vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins á íslenska matvælaframleiðendur.

„Í aðgerðaráætlun fyrir íslenska landbúnað og sjávarútveg til að mæta áhrifum heimsfaraldursins sem ráðherra kynnti í mars síðastliðnum var ákveðið að fresta gjaldskrárhækkunum MAST til 1. september 2020 og að staðan yrði þá endurmetin. Í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi hefur verið ákveðið að falla alfarið frá 2,5% gjaldskrárhækkunum á árinu 2020.

Ráðherra hefur einnig óskað eftir því við Matvælastofnun að unnin verði heildstæð kostnaðargreining til að undirbyggja nýja gjaldskrá sem áformað er að taki gildi um næstu áramót,“ segir í tilkynningu úr ráðuneytinu.

„Íslenskir matvælaframleiðendur hafa líkt og aðrar atvinnugreinar glímt við tekjusamdrátt á þessu ári, m.a. vegna fækkunar ferðamanna. Þessi ákvörðun er hluti af viðbrögðum ráðuneytisins til að styðja við íslenska matvælaframleiðendur við þær krefjandi aðstæður,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, af þessu tilefni.

Skylt efni: Matvælastofnun | Mast

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f