Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ráðherra hættir við gjaldskrárhækkanir Matvælastofnunar
Mynd / Bbl
Fréttir 13. október 2020

Ráðherra hættir við gjaldskrárhækkanir Matvælastofnunar

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að hætta við að hækka gjaldskrár Matvælastofnunar á árinu 2020 vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins á íslenska matvælaframleiðendur.

„Í aðgerðaráætlun fyrir íslenska landbúnað og sjávarútveg til að mæta áhrifum heimsfaraldursins sem ráðherra kynnti í mars síðastliðnum var ákveðið að fresta gjaldskrárhækkunum MAST til 1. september 2020 og að staðan yrði þá endurmetin. Í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi hefur verið ákveðið að falla alfarið frá 2,5% gjaldskrárhækkunum á árinu 2020.

Ráðherra hefur einnig óskað eftir því við Matvælastofnun að unnin verði heildstæð kostnaðargreining til að undirbyggja nýja gjaldskrá sem áformað er að taki gildi um næstu áramót,“ segir í tilkynningu úr ráðuneytinu.

„Íslenskir matvælaframleiðendur hafa líkt og aðrar atvinnugreinar glímt við tekjusamdrátt á þessu ári, m.a. vegna fækkunar ferðamanna. Þessi ákvörðun er hluti af viðbrögðum ráðuneytisins til að styðja við íslenska matvælaframleiðendur við þær krefjandi aðstæður,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, af þessu tilefni.

Skylt efni: Matvælastofnun | Mast

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...