Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ráðherra hættir við gjaldskrárhækkanir Matvælastofnunar
Mynd / Bbl
Fréttir 13. október 2020

Ráðherra hættir við gjaldskrárhækkanir Matvælastofnunar

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að hætta við að hækka gjaldskrár Matvælastofnunar á árinu 2020 vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins á íslenska matvælaframleiðendur.

„Í aðgerðaráætlun fyrir íslenska landbúnað og sjávarútveg til að mæta áhrifum heimsfaraldursins sem ráðherra kynnti í mars síðastliðnum var ákveðið að fresta gjaldskrárhækkunum MAST til 1. september 2020 og að staðan yrði þá endurmetin. Í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi hefur verið ákveðið að falla alfarið frá 2,5% gjaldskrárhækkunum á árinu 2020.

Ráðherra hefur einnig óskað eftir því við Matvælastofnun að unnin verði heildstæð kostnaðargreining til að undirbyggja nýja gjaldskrá sem áformað er að taki gildi um næstu áramót,“ segir í tilkynningu úr ráðuneytinu.

„Íslenskir matvælaframleiðendur hafa líkt og aðrar atvinnugreinar glímt við tekjusamdrátt á þessu ári, m.a. vegna fækkunar ferðamanna. Þessi ákvörðun er hluti af viðbrögðum ráðuneytisins til að styðja við íslenska matvælaframleiðendur við þær krefjandi aðstæður,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, af þessu tilefni.

Skylt efni: Matvælastofnun | Mast

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...