Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Unnar eggjaafurðir fluttar til landsins frá Hollandi
Fréttir 10. ágúst 2017

Unnar eggjaafurðir fluttar til landsins frá Hollandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í síðustu viku bárust upplýsingar frá Evrópu um að sníklalyfið fipronil hafi greinst í eggjum í Hollandi.  Dreifing eggja  frá ákveðnum eggjaframleiðendum var stöðvuð í kjölfarið. 

Í tilkynningu á vef Matvælastofnunnar segir að heil egg  á markaði  hérlendis séu af íslenskum uppruna. Unnar eggjaafurðir, t.d. gerilsneyddar eggjarauður, eggjahvítur og eggjaduft eru fluttar til landsins og samkvæmt athugun Matvælastofnunar eru þær upprunnar í Bretlandi, Danmörku, Hollandi og Þýskalandi.
Ekki hafa borist tilkynningar frá Evrópska viðvörunarkerfinu (RASFF) um að menguðum eggjaafurðum hafi verið dreift til landsins. Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur eru nú að kanna uppruna þeirra eggja sem notuð voru í eggjaafurðir sem fluttar hafa verið til landsins frá framangreindum EES-ríkjum og munu ef ástæða er til stöðva dreifingu þeirra. 

Ein sending af eggjarauðudufti frá Hollandi var að berast til landsins og hefur framleiðandi vörunnar upplýst að hráefni í hana komi ekki frá þeim eggjaframleiðendum sem hafi notað sníklalyfið fipronil. Áður en til dreifingar kemur mun Matvælastofnun afla frekari upplýsinga um uppruna og gæði hráefna í þeim tilgangi að tryggja öryggi afurða.

Fipronil er lyf sem er m.a. notað til meðhöndlunar gegn sníkjudýrum  á gæludýrum. Ekki er heimilt að nota lyfið á dýr sem sem gefa af sér afurðir til manneldis. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun er efnið flutt inn í  óverulegu magni til meðhöndlunar á gæludýrum. Matvælastofnun er ekki kunnugt um að umrædd sníkjudýr, rauðir hænsnamítlar, séu að valda vandræðum hjá eggjaframleiðendum hér á landi, en hins vegar hafa þau fundist á hænum í eigu einstaklinga.

Aðskotaefnaáætlun landbúnaðarafurða hjá Matvælastofnun tekur m.a. mið af sýnatökum og prófunum á afurðum með hliðsjón af magni innfluttra lyfja og því hefur greining á efninu fipronil ekki verið hluti af  henni. Hámarksgildi fipronils í eggjum er 0,005 mg/kg. Einkenni eitrunar geta verið ógleði, magaverkir, svimi, uppköst og flogaköst. Til langs tíma getur efnið valdið lifrar- og nýrnaskaða.

Erlendar stofnanir hafa framkvæmt áhættumat vegna þessa máls og hér fyrir neðan eru tenglar í áhættumat og umfjöllun BfR, sem er áhættumatstofnun Þýskalands, auk umfjöllunar sænsku og dönsku matvælastofnunarinnar um málið.  

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...