Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Starfsfólk Búnaðarstofu Matvælastofnunar á fundi um innleiðingu á nýjum búvörusamningum. Talið frá vinstri; Bjarki Pjetursson, Guðrún S. Sigurjónsdóttir, Jón Baldur Lorange framkvæmdastjóri, Ómar Jónsson og Ásdís Kristinsdóttir.
Starfsfólk Búnaðarstofu Matvælastofnunar á fundi um innleiðingu á nýjum búvörusamningum. Talið frá vinstri; Bjarki Pjetursson, Guðrún S. Sigurjónsdóttir, Jón Baldur Lorange framkvæmdastjóri, Ómar Jónsson og Ásdís Kristinsdóttir.
Fréttir 17. nóvember 2016

Margt breytist með nýjum búvörusamningum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Álag á starfsfólk Búnaðarstofu Matvælastofnunar er mikið þessa dagana. Stærsti kvótamarkaður mjólkur í sögunni er nýlokið, sem jafnframt var sá síðasti, og síðan er vinna komin á fullt við innleiðingu á nýjum búvörusamningum sem taka gildi frá og með næstu áramótum.

Alþingi tók sinn tíma í að samþykkja lagabreytingar í tengslum við búvörusamningana og rammasamning ríkis og bænda eins og kunnugt er og náðist það ekki fyrr en í september sl. og fyrr var ekki hægt að hefja innleiðingu þeirra hjá Matvælastofnun.

Reglugerðir vegna búvörusamninga

Vinna við smíði á reglugerðum vegna samninganna er langt komin í atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytinu samkvæmt heimildum Bændablaðsins. Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar, er í þriggja manna vinnuhópi sem ráðuneytið skipaði vegna reglugerðarsmíðinnar.

Bændablaðið ræddi við hann um innleiðingu á búvörusamningunum en Matvælastofnun er falið veigamikið stjórnsýslu­hlutverk við umsýslu á stuðnings­greiðslum til bænda. Það verður á verksviði Búnaðarstofu MAST. Jón Baldur segir að nánari útfærslur á þeim fjölmörgu ákvæðum sem nýir búvörusamningar fela í sér komi fram í reglugerðum sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er með í smíðum.

Skilyrði sett fyrir stuðningi við landbúnaðinn

Aðspurður um nýjungar í samningunum bendir Jón Baldur á að skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum í sauðfjár- og nautgriparækt sé þátttaka í afurðaskýrsluhaldi og fullnægjandi skil, að búrekstur sé stundaður á lögbýli og að starfsemi falli undir atvinnugreinanúmer 01 og 02 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands. Í reglugerð verði nánari skilgreining á afurðaskýrsluhaldi, sem séu í samræmi við núverandi kröfur um afurðaskýrsluhald sem bændur þekkja.

Framleiðendur skulu vera með afurðaskýrsluhald sitt skráð í þau  skýrsluhaldskerfi sem eru til staðar í dag, þ.e.a.s. Fjárvísi í sauðfjárrækt, HUPPU í nautgriparækt og Heiðrúnu í geitfjárrækt. Þeir bændur sem eru í nautakjötsframleiðslu eingöngu þurfa einnig að standa skil á afurðaskýrsluhaldi í HUPPU, sem rétt er að vekja athygli á sérstaklega. Jafnframt er skilyrði um fullnægjandi skil á hjarðbók og heilsuskráningu, og rétt framkvæmd á merkingum sauðfjár, í samræmi við reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012 með síðari breytingum. Að síðustu er skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum að umráðamenn skili inn haustskýrslu í Bústofni skv. 10. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald. Þá geti hjón og einstaklingar í óvígðri sambúð, sem standa saman að búrekstri, óskað eftir því við Matvælastofnun að stuðningsgreiðslum sé skipt jafnt á milli þeirra.

Fyrirkomulag stuðningsgreiðslna breytist um áramót

Fyrirkomulag stuðningsgreiðslna, t.d. í sauðfjárrækt, breytist um áramót í samræmi við búvörusamningana. Búnaðarstofa Matvælastofnunar mun gera ársáætlun í febrúar um heildargreiðslur allra framleiðenda, sem eiga rétt á stuðningsgreiðslum og miðast áætlunin við framleiðslu fyrra árs, fjölda vetrarfóðraða kinda á haustskýrslu í Bústofni, skráð greiðslumark í ærgildum í upphafi ársins og fjárlög ársins. Hjá nýliðum verður eðlilega beitt annarri útfærslu. Síðan mun heildarstuðningsgreiðslu ársins vera skipt jafnt niður innan ársins. Ársuppgjör verður síðan gert í febrúar árið eftir í samræmi við framleiðslu ársins og annarra breytinga á forsendum ársáætlunarinnar. Þegar uppgjör liggur fyrir kemur í ljós hvort stuðningsgreiðslur hafa verið of- eða vanáætlaðar til framleiðenda.

Í ársáætlun fyrir sauðfjár­bændur vegna ársins 2017 eru inni beingreiðslur, gæðastýringar­greiðslur, beingreiðslur í ull og loks víðtækari svæðisbundinn stuðningur en þekktist í fyrri búvörusamningum.

Nýjar stuðningsgreiðslur

Þá koma inn nýjar stuðnings­greiðslur svo sem styrkir vegna nautakjötsframleiðslu, aðlögunarstyrkir vegna lífrænnar framleiðslu, landgreiðslur, nýliðunarstyrkir þvert á búgreinar, stuðningur við geitfjárrækt, gripagreiðslur í sauðfjárrækt (1. janúar 2020), býlisstuðningur (2018), heimild til að bæta tjón vegna ágangs álfta og gæsa og loks fjárfestingarstuðningur. Að síðustu má nefna að umbreytingar eru gerðar á greiðslumarkskerfinu í mjólk og sauðfé sem hefur verið vel kynnt og þar sem m.a. innlausnarkerfi ríkisins tekur við um næstu áramót, þar sem Búnaðarstofa Matvælastofnunar mun annast innlausn.

Jón Baldur leggur áherslu á að hér sé ekki um tæmandi upptalningu að ræða á ákvæðum í nýjum búvörusamningi og hvetur bændur til að rifja upp samningana og síðan að kynna sér drögin að reglugerðunum í umsagnarferlinu þegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur þær fram innan skamms tíma.

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...