Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Starfsfólk Búnaðarstofu Matvælastofnunar á fundi um innleiðingu á nýjum búvörusamningum. Talið frá vinstri; Bjarki Pjetursson, Guðrún S. Sigurjónsdóttir, Jón Baldur Lorange framkvæmdastjóri, Ómar Jónsson og Ásdís Kristinsdóttir.
Starfsfólk Búnaðarstofu Matvælastofnunar á fundi um innleiðingu á nýjum búvörusamningum. Talið frá vinstri; Bjarki Pjetursson, Guðrún S. Sigurjónsdóttir, Jón Baldur Lorange framkvæmdastjóri, Ómar Jónsson og Ásdís Kristinsdóttir.
Fréttir 17. nóvember 2016

Margt breytist með nýjum búvörusamningum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Álag á starfsfólk Búnaðarstofu Matvælastofnunar er mikið þessa dagana. Stærsti kvótamarkaður mjólkur í sögunni er nýlokið, sem jafnframt var sá síðasti, og síðan er vinna komin á fullt við innleiðingu á nýjum búvörusamningum sem taka gildi frá og með næstu áramótum.

Alþingi tók sinn tíma í að samþykkja lagabreytingar í tengslum við búvörusamningana og rammasamning ríkis og bænda eins og kunnugt er og náðist það ekki fyrr en í september sl. og fyrr var ekki hægt að hefja innleiðingu þeirra hjá Matvælastofnun.

Reglugerðir vegna búvörusamninga

Vinna við smíði á reglugerðum vegna samninganna er langt komin í atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytinu samkvæmt heimildum Bændablaðsins. Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar, er í þriggja manna vinnuhópi sem ráðuneytið skipaði vegna reglugerðarsmíðinnar.

Bændablaðið ræddi við hann um innleiðingu á búvörusamningunum en Matvælastofnun er falið veigamikið stjórnsýslu­hlutverk við umsýslu á stuðnings­greiðslum til bænda. Það verður á verksviði Búnaðarstofu MAST. Jón Baldur segir að nánari útfærslur á þeim fjölmörgu ákvæðum sem nýir búvörusamningar fela í sér komi fram í reglugerðum sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er með í smíðum.

Skilyrði sett fyrir stuðningi við landbúnaðinn

Aðspurður um nýjungar í samningunum bendir Jón Baldur á að skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum í sauðfjár- og nautgriparækt sé þátttaka í afurðaskýrsluhaldi og fullnægjandi skil, að búrekstur sé stundaður á lögbýli og að starfsemi falli undir atvinnugreinanúmer 01 og 02 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands. Í reglugerð verði nánari skilgreining á afurðaskýrsluhaldi, sem séu í samræmi við núverandi kröfur um afurðaskýrsluhald sem bændur þekkja.

Framleiðendur skulu vera með afurðaskýrsluhald sitt skráð í þau  skýrsluhaldskerfi sem eru til staðar í dag, þ.e.a.s. Fjárvísi í sauðfjárrækt, HUPPU í nautgriparækt og Heiðrúnu í geitfjárrækt. Þeir bændur sem eru í nautakjötsframleiðslu eingöngu þurfa einnig að standa skil á afurðaskýrsluhaldi í HUPPU, sem rétt er að vekja athygli á sérstaklega. Jafnframt er skilyrði um fullnægjandi skil á hjarðbók og heilsuskráningu, og rétt framkvæmd á merkingum sauðfjár, í samræmi við reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012 með síðari breytingum. Að síðustu er skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum að umráðamenn skili inn haustskýrslu í Bústofni skv. 10. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald. Þá geti hjón og einstaklingar í óvígðri sambúð, sem standa saman að búrekstri, óskað eftir því við Matvælastofnun að stuðningsgreiðslum sé skipt jafnt á milli þeirra.

Fyrirkomulag stuðningsgreiðslna breytist um áramót

Fyrirkomulag stuðningsgreiðslna, t.d. í sauðfjárrækt, breytist um áramót í samræmi við búvörusamningana. Búnaðarstofa Matvælastofnunar mun gera ársáætlun í febrúar um heildargreiðslur allra framleiðenda, sem eiga rétt á stuðningsgreiðslum og miðast áætlunin við framleiðslu fyrra árs, fjölda vetrarfóðraða kinda á haustskýrslu í Bústofni, skráð greiðslumark í ærgildum í upphafi ársins og fjárlög ársins. Hjá nýliðum verður eðlilega beitt annarri útfærslu. Síðan mun heildarstuðningsgreiðslu ársins vera skipt jafnt niður innan ársins. Ársuppgjör verður síðan gert í febrúar árið eftir í samræmi við framleiðslu ársins og annarra breytinga á forsendum ársáætlunarinnar. Þegar uppgjör liggur fyrir kemur í ljós hvort stuðningsgreiðslur hafa verið of- eða vanáætlaðar til framleiðenda.

Í ársáætlun fyrir sauðfjár­bændur vegna ársins 2017 eru inni beingreiðslur, gæðastýringar­greiðslur, beingreiðslur í ull og loks víðtækari svæðisbundinn stuðningur en þekktist í fyrri búvörusamningum.

Nýjar stuðningsgreiðslur

Þá koma inn nýjar stuðnings­greiðslur svo sem styrkir vegna nautakjötsframleiðslu, aðlögunarstyrkir vegna lífrænnar framleiðslu, landgreiðslur, nýliðunarstyrkir þvert á búgreinar, stuðningur við geitfjárrækt, gripagreiðslur í sauðfjárrækt (1. janúar 2020), býlisstuðningur (2018), heimild til að bæta tjón vegna ágangs álfta og gæsa og loks fjárfestingarstuðningur. Að síðustu má nefna að umbreytingar eru gerðar á greiðslumarkskerfinu í mjólk og sauðfé sem hefur verið vel kynnt og þar sem m.a. innlausnarkerfi ríkisins tekur við um næstu áramót, þar sem Búnaðarstofa Matvælastofnunar mun annast innlausn.

Jón Baldur leggur áherslu á að hér sé ekki um tæmandi upptalningu að ræða á ákvæðum í nýjum búvörusamningi og hvetur bændur til að rifja upp samningana og síðan að kynna sér drögin að reglugerðunum í umsagnarferlinu þegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur þær fram innan skamms tíma.

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.