Ragna Björg Ársælsdóttir, rekstrarstjóri Gefnar og Ásgeir Ívarsson, stofnandi Gefnar.
Ragna Björg Ársælsdóttir, rekstrarstjóri Gefnar og Ásgeir Ívarsson, stofnandi Gefnar.
Mynd / aðsendar
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreinsivörum undir vörumerkinu Grænni og hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á að vörurnar bæru viðurkennda og áreiðanlega umhverfisvottun.

Um sérstaka framleiðslu er að ræða þar sem unnið er úr fituúrgangi sem fellur til við matvælaframleiðslu.

Um þetta var meðal annars fjallað á vef Svansins, norræna umhverfismerkisins, í tengslum við Svansdaga 2025 sem voru haldnir á dögunum. Markmið þeirra er að auðvelda fólki að finna vörur og þjónustu vottaðar af merkinu.

Umhverfis- og orkustofnun er umsjónaraðili Svansins á Íslandi. Starfsfólk stofnunarinnar sér um að aðstoða fyrirtæki í gegnum vottunarferlið, fara í úttektarheimsóknir, útgáfu leyfa auk þess að vinna að markaðssetningu og fræðslu um umhverfismerki.

Hefðbundin hreinsiefni banvæn við inntöku

Í umfjölluninni á vef Svansins segir að það sé miður að enn sé algengt að hefðbundin hreinsiefni fyrir ökutæki og vélar innihaldi efni sem séu banvæn við inntöku og geti haft skaðleg áhrif á lífríki ef þau berast í vatn eða jarðveg. Með því að velja Svansvottað sé hægt að draga verulega úr slíkum áhrifum þar sem vottunin geri miklar kröfur á niðurbrjótanleika efna og leggur bann við notkun efna sem eru talin krabbameinsvaldandi eða hafa eituráhrif á æxlunarkerfin.

Þar segir einnig að fyrirtækið Gefn hafi snemma í vöruþróunarferlinu ákveðið að sækja um Svansvottun fyrir allar vörurnar sem þróaðar yrðu. Um áhrifarík og örugg hreinsiefni sé að ræða sem séu mild fyrir umhverfið og heilsu manna, en jafnframt styðja við markmið Íslands um virkt hringrásarhagkerfi og aukna sjálfbærni.

Löng saga og áhugaverð

Ragna Björg Ársælsdóttir, rekstrarstjóri Gefnar, segir að fyrirtækið starfi við græna efnafræði, þar sem unnið sé að því að hanna tækni til að nýta úrgang annarra efnaframleiðenda og auk þess koltvísýring úr umhverfinu til að gera önnur efni sem hægt er að nýta áfram í hringrásarhagkerfinu. Grænni sé fyrsta afurðin sem litið hafi dagsins ljós en mörg ný hreinsiefni séu í þróun.

„Þetta er töluvert löng saga og áhugaverð og nær alveg aftur til þess tíma þegar Ásgeir Ívarsson, sem er stofnandi Gefnar, var að vinna hjá Mjöll-Frigg,“ segir Ragna Björg spurð um forsögu fyrirtækisins. „Þar vann hann til margra ára og lærði þar allt um yfirborðsvirk hreinsefni, en hann er hvoru tveggja efnaverkfræðingur og efnafræðingur að mennt. Hann fór svo þaðan og var einn af yfirverkfræðingunum sem hannaði og byggði CRI framleiðsluna úti í Svartsengi og síðan þá hefur hann helgað sig nýsköpun í efnafræði. Reynsla hans og þekking leiðir okkur að uppgötvun efnaferlanna sem vörurnar okkar byggja á.“

Hægt að nota annan fituúrgang

Ragna Björg segir að möguleikar séu á að nýta ýmsan annan fituúrgang við framleiðsluna, en enn um sinn sé bara notuð matarolía. „Nú um stundir er verið að þróa enn flóknara efnaferli og tækni sem umbreytir annars konar úrgangi en fitu í græn efni og hefur frumgerð tækninnar nýlega verið tekin til prófunar. Það var okkur algert forgangsatriði að fá Svansvottun fyrir þessi hreinsiefni svo hægt sé að staðfesta og treysta að þessi umhverfisvottuðu efni séu jafnvirk og áhrifarík og samkeppnisvörurnar sem eru ekki umhverfisvottaðar. Þær eru mjög sterkar og virka vel á tjöru og olíu og eru til þess fallnar að skipta út óumhverfisvænni hreinsiefnum sem eru mjög skaðlegar umhverfi og heilsu manna – og eru gjarnan unnar að einhverju leyti úr jarðefnaeldsneyti.“

Ragna Björg bætir við að talsverður skortur sé á umhverfisvænum vörum sem eru nægilega kröftug til að standast samkeppni við aðrar vörur. Stefnt sé á að auka framleiðsluna talsvert í framtíðinni með útflutning í huga.

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

Hugmyndir um hringlaga fjárhús
Fréttir 8. desember 2025

Hugmyndir um hringlaga fjárhús

Gunnar Gunnlaugsson, húsasmíðameistari frá Höfn í Hornafirði, hefur undanfarið u...

Verndar landbúnaðararfleifð heimsins
Fréttir 8. desember 2025

Verndar landbúnaðararfleifð heimsins

FAO hefur um árabil unnið að verkefninu Globally Important Agricultural Heritage...

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.