Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps á fundi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps á fundi.
Mynd / aðsend
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við upplýsingatæknifyrirtækið APRÓ.

Verkefnið felur í sér innleiðingu sérsniðinnar gervigreindarlausnar sem ætlað er að styðja við daglega starfsemi, efla skilvirkni og bæta þjónustu við íbúa.

Gervigreindarlausnin er hýst í öruggu umhverfi þar sem sveitarfélagið heldur fullu eignarhaldi á gögnum sínum. Starfsfólk fær fræðslu og leiðbeiningar um ábyrga og markvissa notkun gervigreindar. Samhliða þessu hefur sveitarfélagið samþykkt stefnu um notkun gervigreindar og upplýsingaöryggi fyrir sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshrepp.

„Ég fagna mjög þessu samstarfi og tel mikilvægt að sveitarfélögin setji sér stefnu um notkun gervigreindarinnar um leið og þau skapi starfsfólki góð skilyrði til að vinna með gervigreindina í öruggu umhverfi því hún er komin til að vera,“ segir Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, sveitarstjóri Grímsnesog Grafningshrepps, í fréttatilkynningu.

Hún bætir við að ákvörðunin um að taka þátt í verkefninu sé liður í markvissri stefnu sveitarfélagsins um að nýta tækni til að bæta þjónustu og styðja við starfsfólk. „Með því að prófa þessa lausn í öruggu umhverfi getum við bæði aukið skilvirkni og fengið betri yfirsýn yfir hvernig gervigreind getur orðið raunverulegt hjálpartæki í daglegu starfi sveitarfélagsins,“ segir Fjóla.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...