Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps á fundi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps á fundi.
Mynd / aðsend
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við upplýsingatæknifyrirtækið APRÓ.

Verkefnið felur í sér innleiðingu sérsniðinnar gervigreindarlausnar sem ætlað er að styðja við daglega starfsemi, efla skilvirkni og bæta þjónustu við íbúa.

Gervigreindarlausnin er hýst í öruggu umhverfi þar sem sveitarfélagið heldur fullu eignarhaldi á gögnum sínum. Starfsfólk fær fræðslu og leiðbeiningar um ábyrga og markvissa notkun gervigreindar. Samhliða þessu hefur sveitarfélagið samþykkt stefnu um notkun gervigreindar og upplýsingaöryggi fyrir sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshrepp.

„Ég fagna mjög þessu samstarfi og tel mikilvægt að sveitarfélögin setji sér stefnu um notkun gervigreindarinnar um leið og þau skapi starfsfólki góð skilyrði til að vinna með gervigreindina í öruggu umhverfi því hún er komin til að vera,“ segir Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, sveitarstjóri Grímsnesog Grafningshrepps, í fréttatilkynningu.

Hún bætir við að ákvörðunin um að taka þátt í verkefninu sé liður í markvissri stefnu sveitarfélagsins um að nýta tækni til að bæta þjónustu og styðja við starfsfólk. „Með því að prófa þessa lausn í öruggu umhverfi getum við bæði aukið skilvirkni og fengið betri yfirsýn yfir hvernig gervigreind getur orðið raunverulegt hjálpartæki í daglegu starfi sveitarfélagsins,“ segir Fjóla.

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

Hugmyndir um hringlaga fjárhús
Fréttir 8. desember 2025

Hugmyndir um hringlaga fjárhús

Gunnar Gunnlaugsson, húsasmíðameistari frá Höfn í Hornafirði, hefur undanfarið u...

Verndar landbúnaðararfleifð heimsins
Fréttir 8. desember 2025

Verndar landbúnaðararfleifð heimsins

FAO hefur um árabil unnið að verkefninu Globally Important Agricultural Heritage...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f