Tölvuteiknuð mynd sem sýnir hvernig fjárhúsin gætu litið út.
Tölvuteiknuð mynd sem sýnir hvernig fjárhúsin gætu litið út.
Mynd / Aðsend
Fréttir 8. desember 2025

Hugmyndir um hringlaga fjárhús

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Gunnar Gunnlaugsson, húsasmíðameistari frá Höfn í Hornafirði, hefur undanfarið unnið að þróun hringlaga fjárhúss þar sem markmiðið er að auðvelda vinnu bænda.

Hann segist vilja endurskilgreina byggingarlag fjárhúsa með áherslu á hagkvæmni byggingar og reksturs. „Húsin eru 500 fermetrar og byggð á hringlaga formi,“ segir Gunnar. Í húsunum er rými fyrir 450 ær á taði. „Þakið, sem er súlulaust, ber sig sjálft með stálbitum og er 25 fermetrar í þvermál.“ Aðspurður hver hagurinn sé í að hafa húsin hringlaga segir Gunnar: „Miðað við gólfflöt eru fæstir veggfermetrar þegar byggt er í hring.“

Samkvæmt hans útreikningum sé byggingarkostnaðurinn í kringum 100 milljónir með virðisaukaskatti fyrir fullbúin hús. Inni í þeirri tölu séu allar innréttingar og tækjabúnaður, eins og loftræsting, hlaupaköttur, brynning og lýsing.

Sjálft húsið sé ekki nema 60 prósent af kostnaðinum. Byggingartíminn sé í kringum mánuð þar sem veggirnir séu steyptir og samansett þakið híft ofan á. Allar innréttingar eigi að vera úr stáli og þakið klætt yleiningum.

Hugmyndir Gunnars ganga út frá að í húsunum verði hlaupaköttur á bita sem snýst um ás í miðju húsanna. Hann eigi að nýtast til að gefa rúllur í færanlegar gjafagrindur og létta undir öðrum verkum. Í miðjunni eigi að vera vinnurými sem er sex metrar í þvermál og 2,5 metra breiður gangur þvert í gegnum húsin. Með útveggjunum sé gert ráð fyrir fjárgangi og meðfram krónum verði hægt að koma upp allt að fimmtíu burðarstíum.

Skylt efni: Hringlaga fjárhús

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

Hugmyndir um hringlaga fjárhús
Fréttir 8. desember 2025

Hugmyndir um hringlaga fjárhús

Gunnar Gunnlaugsson, húsasmíðameistari frá Höfn í Hornafirði, hefur undanfarið u...

Verndar landbúnaðararfleifð heimsins
Fréttir 8. desember 2025

Verndar landbúnaðararfleifð heimsins

FAO hefur um árabil unnið að verkefninu Globally Important Agricultural Heritage...

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.