Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Tölvuteiknuð mynd sem sýnir hvernig fjárhúsin gætu litið út.
Tölvuteiknuð mynd sem sýnir hvernig fjárhúsin gætu litið út.
Mynd / Aðsend
Fréttir 8. desember 2025

Hugmyndir um hringlaga fjárhús

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Gunnar Gunnlaugsson, húsasmíðameistari frá Höfn í Hornafirði, hefur undanfarið unnið að þróun hringlaga fjárhúss þar sem markmiðið er að auðvelda vinnu bænda.

Hann segist vilja endurskilgreina byggingarlag fjárhúsa með áherslu á hagkvæmni byggingar og reksturs. „Húsin eru 500 fermetrar og byggð á hringlaga formi,“ segir Gunnar. Í húsunum er rými fyrir 450 ær á taði. „Þakið, sem er súlulaust, ber sig sjálft með stálbitum og er 25 fermetrar í þvermál.“ Aðspurður hver hagurinn sé í að hafa húsin hringlaga segir Gunnar: „Miðað við gólfflöt eru fæstir veggfermetrar þegar byggt er í hring.“

Samkvæmt hans útreikningum sé byggingarkostnaðurinn í kringum 100 milljónir með virðisaukaskatti fyrir fullbúin hús. Inni í þeirri tölu séu allar innréttingar og tækjabúnaður, eins og loftræsting, hlaupaköttur, brynning og lýsing.

Sjálft húsið sé ekki nema 60 prósent af kostnaðinum. Byggingartíminn sé í kringum mánuð þar sem veggirnir séu steyptir og samansett þakið híft ofan á. Allar innréttingar eigi að vera úr stáli og þakið klætt yleiningum.

Hugmyndir Gunnars ganga út frá að í húsunum verði hlaupaköttur á bita sem snýst um ás í miðju húsanna. Hann eigi að nýtast til að gefa rúllur í færanlegar gjafagrindur og létta undir öðrum verkum. Í miðjunni eigi að vera vinnurými sem er sex metrar í þvermál og 2,5 metra breiður gangur þvert í gegnum húsin. Með útveggjunum sé gert ráð fyrir fjárgangi og meðfram krónum verði hægt að koma upp allt að fimmtíu burðarstíum.

Skylt efni: Hringlaga fjárhús

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...