Kerti eru mismunandi að gæðum og stundum erfitt að átta sig á því hvort þau séu skaðlaus nema umhverfisvottanir séu á vörunum.
Kerti eru mismunandi að gæðum og stundum erfitt að átta sig á því hvort þau séu skaðlaus nema umhverfisvottanir séu á vörunum.
Mynd / s,h
Á faglegum nótum 12. desember 2025

Vanda skal valið á kertum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Kerti eru mikilvægur hluti hátíðar ljóss og friðar, sem senn fer í hönd. En eins og með aðrar vörur þarf að vanda valið á þeim og gæta að því að þau hafi umhverfisvottanir á bak við sig að sögn Stefáns Gíslasonar umhverfisstjórnunarfræðings.

Stefán ráðleggur að hér á Íslandi séu kerti ekki keypt nema þau séu Svansmerkt, en það er opinbera umhverfismerki Norðurlandanna. Á Íslandi er Umhverfis- og orkustofnun umsjónaraðili Svansvottunarinnar og vinnur náið með skrifstofum Svansins á öllum Norðurlöndunum.

Ýmis hráefni bönnuð

„Svansmerktu kertin hafa ákveðna yfirburði yfir önnur kerti af því að þau ósa ekki, sóta ekki, renna ekki niður og bogna ekki. En meira máli skiptir þó að þau eru gerð úr endurnýjanlegu hráefni, eins og steraríni, en ekki paraffíni, sem er olíuafurð. Reykurinn er því ekki nærri eins skaðlegur fyrir öndunarfærin,“ segir Stefán.

Spurður um hvaða önnur hráefni en olíuafurðir séu óheimil til kertaframleiðslu undir Svansvottuninni, segir Stefán að alfarið sé til dæmis bannað að nota pálmaolíu og sojaolíu.

„Kröfur Svansins taka ekki beinlínis á aðstæðum verkafólks við framleiðslu, að öðru leyti en því að gerð er krafa um að þær aðstæður séu í fullu samræmi við löggjöf viðkomandi lands, auk þess sem gerð er krafa um fullan rekjanleika allra hráefna og um ítarlegar upplýsingar um framleiðandann og alla undirverktaka.

Bannað er að nota hráefni af svæðum með óljósu eignarhaldi, svo og hráefni frá friðuðum svæðum og svæðum þar sem friðun er í undirbúningi.“

Ekkert öruggt nema með vottun

Stefán gerir ráð fyrir að hér á Íslandi séu framleidd vönduð kerti. „En það er erfitt að fullyrða um það nema óháð vottun sé til staðar. Eitthvað er um að seld séu kerti úr endurunnu paraffíni, en paraffín er alltaf olíuafurð þó að það sé endurunnið.

Ég held að fólk vilji varla kveikja í olíu inni hjá sér, þó að það hafi reyndar verið gert í ríkum mæli í mínu ungdæmi þar sem olíulampar voru helstu ljósgjafarnir. Reykurinn var auðvitað óhollur, en nú höfum við val sem fólk hafði ekki þá. Ég veit líka um kerti sem framleidd eru úr tólg. Slík kerti gætu fræðilega séð fengið vottun Svansins, en þau þurfa þá að standast kröfur um „sótindex“, efni í kveik, íblöndunarefni, umbúðir og margt fleira,“ segir Stefán.

Hann telur ilmefni í kertum alltaf slæman kost, sérstaklega út frá heilsufarslegu sjónarmiði. „Ilmefni eru gjarnan ofnæmisvaldar og geta í sumum tilfellum valdið öðrum heilsufarsvanda. Þess vegna eru ilmolíur og önnur ilmefni bönnuð í framleiðslu á Svansmerktum kertum.

Ég held að val á kertum skipti miklu meira máli fyrir heilsuna en flest fólk gerir sér grein fyrir. Rannsóknir hafa líka sýnt hærri tíðni öndunarfærasjúkdóma meðal fólks sem vinnu sinnar vegna eða af öðrum ástæðum ver löngum tíma innanhúss þar sem olíukerti eru brennd.“

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...