Forsteypueiningarnar á leið til landsins frá Noregi.
Forsteypueiningarnar á leið til landsins frá Noregi.
Mynd / aðsend
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar einingar, sem settar eru saman á byggingarstað frá Moeleven-verksmiðjunni í Noregi til Íslands.

Um er ræða starfsmannaíbúðir, skrifstofuhúsnæði og fullbúið mötuneyti fyrir starfsmenn, sem munu vinna við uppbyggingu Eldisgarða Samherja Reykjanesi.

Einingarnar komu með skipi til landsins en fyrirtækið Modulbyggingar á Selfossi er umboðsaðili Moelven á Íslandi. „Við höfum byggt fjölda hótela á Íslandi ásamt starfsmannahúsum og aðstöðuhúsum fyrir starfsmenn. Má þar nefna Hótel Lóu, Hótel Kríu og Hótel Laxá. Við sjáum um hönnun, framkvæmd og verkefnastjórnun verkefna frá A til Ö og getum skilað húsunum fullbúnum hvar, sem er á landinu,“ segir Eiríkur Vignir Pálsson, einn af eigendum fyrirtækisins, en Vilhjálmur Sigurðsson og Kjartan Sigurbjörnsson eiga fyrirtækið með honum.

„Fram undan hjá okkur er bygging þessarar starfsmannaaðstöðu hjá Eldisgörðum Samherja en auk þess eru fleiri verkefni í undirbúningi fyrir næsta ár. Verksmiðja Moelven er traust og rótgróið norskt fyrirtæki og er komin góð reynsla á framleiðslu þeirra á Íslandi, allt frá svokölluðum viðlagasjóðshúsum, sem voru byggð fyrir Vestmannaeyinga í kjölfar eldgossins í Heimaey, og til þeirra hótela sem er búið að vera að byggja upp á síðkastið,“ bætir Eiríkur Vignir við.

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

Hugmyndir um hringlaga fjárhús
Fréttir 8. desember 2025

Hugmyndir um hringlaga fjárhús

Gunnar Gunnlaugsson, húsasmíðameistari frá Höfn í Hornafirði, hefur undanfarið u...

Verndar landbúnaðararfleifð heimsins
Fréttir 8. desember 2025

Verndar landbúnaðararfleifð heimsins

FAO hefur um árabil unnið að verkefninu Globally Important Agricultural Heritage...