Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Lambeyrarkvísl í Borgarfirði.
Lambeyrarkvísl í Borgarfirði.
Mynd / Alþingi
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tímamótaáætlun er að ræða þa sem hún er sú fyrsta sem Alþingi samþykkir eftir að uppfærð lög um náttúruvernd tóku gildi árið 2015.

Það var Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sem lagði framkvæmdaáætlunina fram. Í henni er áætlun um að sex svæði sem eru talin mikilvæg með tilliti til líffræðilegrar fjölbreytni Íslands verði sett í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fjórum árum.

Húsey og Eyjasel á Úthéraði.
Áfram unnið að friðlýsingum svæða í áætlunum

Svæðin sem um ræðir eru Goðdalur í Bjarnarfirði, Hengladalir í Ölfusi, Húsey og Eyjasel á Úthéraði, Lauffellsmýrar í Skaftárhreppi, Lambeyrarkvísl og Oddauppsprettur í Borgarfirði og loks Reykjanes og Þorlákshver við Brúará.

Í þingsályktunartillögunni þar sem framkvæmdaáætlunina er að finna, segir að áfram verði unnið að friðlýsingu svæða sem eru á náttúruverndaráætlunum fyrir árin 2004–2008 og 2009–2013 en hafi ekki verið friðlýst eða unnið að náttúruvernd á svæðunum með öðrum hætti eins og lög um náttúruvernd heimila.

Góð samvinna við landeigendur

Í tilkynningu úr umhverfis-, orkuog loftslagsráðuneytinu segir að svæðin hafi öll hátt verndargildi. „Þar er til dæmis að finna fágæta jarðhitalæki, víðáttumiklar mýrar sem gegna hlutverki í baráttunni við loftslagsbreytingar, staðbundnar fisktegundir, og einnig leita fuglategundir á válista þar athvarfs.“

Í tilkynningunni er haft eftir Jóhanni Páli að það sé fagnaðarefni að fyrsta framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár hafi nú verið samþykkt. „Um leið vinnum við hörðum höndum að því að friðlýsa með lögmætum og bindandi hætti þau svæði sem hafa ratað í verndarflokk rammaáætlunar, um leið vinnum við að því að fjölga stjórnunar- og verndaráætlunum fyrir friðlýst svæði. Við erum að taka til í náttúruverndarmálunum og við gerum það í góðri samvinnu við landeigendur og sveitarfélög um allt land,” segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Skylt efni: náttúruminjaskrá

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...