Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt vegna framkvæmda 2018
Fréttir 5. júní 2018

Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt vegna framkvæmda 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur lokið yfirferð umsókna um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt vegna framkvæmda á árinu 2018. Alls bárust 67 umsóknir, en sótt var um rafrænt á þjónustugátt Matvælastofnunar.

Af þeim voru 65 umsóknir samþykktar, en 2 umsóknum var hafnað. Heildarkostnaður við fjárfestingar sauðfjárbænda vegna framkvæmda á árinu 2018 er samkvæmt samþykktum umsóknum um 448 milljónir króna. Matvælastofnun hefur til úthlutunar samkvæmt fjárlögum ársins 49.559.633 kr.

Styrkhlutfall reiknast rúmlega 11% af heildarfjárfestingakostnaði, en skerða þurfti framlög hlutfallslega á allar samþykktar umsóknir í samræmi við 27. gr. reglugerðarinnar þar sem fjármunir hrökkva ekki til að greiða hámarksstyrkhlutfall sem er 20%. Í ár reiknast hæsti styrkur 4.955.963 kr. og lægsti styrkur 58.089 kr.

Um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt er fjallað í V. kafla reglugerðar um stuðning í sauðfjárrækt. Fjárfestingastuðningur er veittur vegna framkvæmda sem stuðla að bættum aðbúnaði sauðfjár og hagkvæmari búskaparháttum. Stuðningurinn er veittur vegna nýframkvæmda og/eða endurbóta á eldri byggingum og er að koma fyrst til úthlutunar á þessu ári eftir innleiðingu nýrra búvörusamninga.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...