Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt vegna framkvæmda 2018
Fréttir 5. júní 2018

Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt vegna framkvæmda 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur lokið yfirferð umsókna um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt vegna framkvæmda á árinu 2018. Alls bárust 67 umsóknir, en sótt var um rafrænt á þjónustugátt Matvælastofnunar.

Af þeim voru 65 umsóknir samþykktar, en 2 umsóknum var hafnað. Heildarkostnaður við fjárfestingar sauðfjárbænda vegna framkvæmda á árinu 2018 er samkvæmt samþykktum umsóknum um 448 milljónir króna. Matvælastofnun hefur til úthlutunar samkvæmt fjárlögum ársins 49.559.633 kr.

Styrkhlutfall reiknast rúmlega 11% af heildarfjárfestingakostnaði, en skerða þurfti framlög hlutfallslega á allar samþykktar umsóknir í samræmi við 27. gr. reglugerðarinnar þar sem fjármunir hrökkva ekki til að greiða hámarksstyrkhlutfall sem er 20%. Í ár reiknast hæsti styrkur 4.955.963 kr. og lægsti styrkur 58.089 kr.

Um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt er fjallað í V. kafla reglugerðar um stuðning í sauðfjárrækt. Fjárfestingastuðningur er veittur vegna framkvæmda sem stuðla að bættum aðbúnaði sauðfjár og hagkvæmari búskaparháttum. Stuðningurinn er veittur vegna nýframkvæmda og/eða endurbóta á eldri byggingum og er að koma fyrst til úthlutunar á þessu ári eftir innleiðingu nýrra búvörusamninga.

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 8. febrúar 2023

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt tölum Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. ...

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sa...

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...