Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt vegna framkvæmda 2018
Fréttir 5. júní 2018

Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt vegna framkvæmda 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur lokið yfirferð umsókna um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt vegna framkvæmda á árinu 2018. Alls bárust 67 umsóknir, en sótt var um rafrænt á þjónustugátt Matvælastofnunar.

Af þeim voru 65 umsóknir samþykktar, en 2 umsóknum var hafnað. Heildarkostnaður við fjárfestingar sauðfjárbænda vegna framkvæmda á árinu 2018 er samkvæmt samþykktum umsóknum um 448 milljónir króna. Matvælastofnun hefur til úthlutunar samkvæmt fjárlögum ársins 49.559.633 kr.

Styrkhlutfall reiknast rúmlega 11% af heildarfjárfestingakostnaði, en skerða þurfti framlög hlutfallslega á allar samþykktar umsóknir í samræmi við 27. gr. reglugerðarinnar þar sem fjármunir hrökkva ekki til að greiða hámarksstyrkhlutfall sem er 20%. Í ár reiknast hæsti styrkur 4.955.963 kr. og lægsti styrkur 58.089 kr.

Um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt er fjallað í V. kafla reglugerðar um stuðning í sauðfjárrækt. Fjárfestingastuðningur er veittur vegna framkvæmda sem stuðla að bættum aðbúnaði sauðfjár og hagkvæmari búskaparháttum. Stuðningurinn er veittur vegna nýframkvæmda og/eða endurbóta á eldri byggingum og er að koma fyrst til úthlutunar á þessu ári eftir innleiðingu nýrra búvörusamninga.

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...