Verðþróun lambakjöts á stríðstímum
Vorið er á næsta leiti og sauðburður rétt handan við hornið. Sauðfjárbændur eru margir hverjir uggandi yfir sinni afkomu, hvert verður endanlegt skilaverð á dilkakjöti til bænda haustið 2022? Við vitum sem er að rekstur sauðfjárbúa hefur á síðastliðnum árum verið afar erfiður. En hvernig sjáum við afkomu okkar þróast á þeim óvissutímum sem nú eru?