Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Myndin sýnir þróun á afkomu sauðfjárbænda 2014-2023. Byggt á rekstrar- gögnum frá RML að teknu tilliti til eðlilegra launagreiðslna. Árið 2023 er gert ráð fyrir 5% hækkun á framleiðslukostnaði dilkakjöts, sem er afar varfærin nálgun.
Myndin sýnir þróun á afkomu sauðfjárbænda 2014-2023. Byggt á rekstrar- gögnum frá RML að teknu tilliti til eðlilegra launagreiðslna. Árið 2023 er gert ráð fyrir 5% hækkun á framleiðslukostnaði dilkakjöts, sem er afar varfærin nálgun.
Mynd / Bændasamtök Íslands
Af vettvangi Bændasamtakana 22. júní 2023

Fyrstu afurðaverð haustsins komin fram

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands.

Sauðfjárbændur hafa árlega kallað eftir því að afurðastöðvar gefi út verðskrá komandi hausts tímanlega.

Trausti Hjálmarsson.

Nú er staðan sú að tvær afurðastöðvar hafa gefið út verðskrá.

Kjarnafæði Norðlenska gaf út 28. apríl að lágmarksverð fyrir dilkakjöt haustið 2023 muni hækka um 5% umfram verðlagsþróun frá síðustu sláturtíð, sem er um 15% hækkun á afurðaverði frá síðastliðnu ári. Sláturfélag Suðurlands gaf út þann 6. júní að hækkun yrði á verðskrá fyrir dilkakjöt um 18% frá fyrra ári og fullorðið um 12%.

Afurðaverð hækkar en afkoman stendur í stað

Þrátt fyrir þessar verðhækkanir vantar enn þá verulega upp á að afkoma sauðfjárbænda sé ásættanleg.

Verðhækkanir síðustu ára hafa gert lítið annað en að leiðrétta afurðaverð eftir verðhrunið 2016 og 2017 og halda í við verðlagsþróun.

Á síðasta ári komu stjórnvöld til móts við stöðu bænda með auknum stuðningsgreiðslum. Það var mikilvæg aðgerð sem skilaði sér í bættri afkomu. Verðhækkanir á helstu aðföngum á síðasta ári hafa að litlu leyti gengið til baka. Sumir kostnaðarliðir hafa hækkað verulega, svo sem fjármagnskostnaður. Komi ekki til meiri hækkun á afurðaverði mun afkoma bænda, að öllum líkindum, versna milli ára. Á sama tíma eru aðrar stéttir í landinu að semja um verulegar launahækkanir.

Sauðfjárbændur gera kröfu um bætta afkomu þannig að þeir geti greitt sér laun í samræmi við sambærileg störf.

Vel gengur í útflutningi

Árið 2022 voru flutt út um 3.100 tonn af kindakjöti fyrir um 2.700 milljónir. Meðal einingaverð var því 865 kr/kg.

Árið 2017, þegar hrun varð á verði á erlendum mörkuðum, var meðal einingaverð útflutnings 536 kr/kg. Það sem af er þessu ári hafa verið flutt út um 643 tonn á einingaverðinu 1.085 kr/kg. Gera má ráð fyrir því að meðal einingaverð lækki nokkuð þegar líður á árið. Þar sem hlutföll milli tollflokka fyrstu mánuði ársins eru ekki í samræmi við heildarútflutning hvers árs, þar sem ódýrari hlutar kindakjöts eru fluttir út að haustinu.

Það er hins vegar ljóst að það er orðinn algjör viðsnúningur í afkomu af útflutningi kindakjöts sem styður við kröfu bænda um bætta afkomu.

Myndin sýnir verðþróun fyrir útflutning á frosnu dilkakjöti í heilum og hálfum skrokkum. Í apríl árið 2018 var 12 mánaða meðalverð 563 kr/kg. Verðið stendur núna í um 905 kr/kg sem er nær 60% hækkun. Heimild: Hagstofa Íslands

Sendum sauðfjárbændum skýr skilaboð

Frá árinu 2016 hefur framleiðsla á dilkakjöti dregist saman um 20%.

Árið 2016 var heildarframleiðsla um 9.300 tonn en fór niður í 7.400 tonn haustið 2022. Gera má ráð fyrir því að framleiðsla á komandi hausti verði um 7.200 tonn.

Það er mikilvægt að ekki verði meiri samdráttur í framleiðslu.

Því þurfa afurðastöðvar að senda bændum skýr skilaboð með viðunandi afurðaverði á komandi hausti.

Stjórnvöld verða líka að standa undir sinni ábyrgð enda ber þeim, samkvæmt búvörulögum, að tryggja að „kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta“.

Skógrækt og skemmtun
Lesendarýni 4. september 2024

Skógrækt og skemmtun

Þegar líður að hausti breytist yfirbragð skóganna í stórkostlega haustlitasinfón...

Hernaði skógræktar gegn náttúru landsins verður að linna
Lesendarýni 3. september 2024

Hernaði skógræktar gegn náttúru landsins verður að linna

Almenningur hefur að undanförnu fylgst agndofa með í fjölmiðlum hvernig fyrirtæk...

Vandar þú valið við fatakaup?
Lesendarýni 2. september 2024

Vandar þú valið við fatakaup?

Háhraða tískuiðnaðurinn (e. ultra fast fashion) tekur allt sem er slæmt við hrað...

Líforkuver á Dysnesi
Lesendarýni 23. ágúst 2024

Líforkuver á Dysnesi

Í síðustu viku opnaði ég nýjan vef Líforku. Opnun vefsvæðisins er hluti samstarf...

Íslandsmeistaramót í hrútadómum
Lesendarýni 16. ágúst 2024

Íslandsmeistaramót í hrútadómum

Starfsemin á Sauðfjársetrinu á Ströndum hefur gengið mjög vel í sumar og aðsókn ...

Áhrifaþættir matvælaverðs á Íslandi
Lesendarýni 16. ágúst 2024

Áhrifaþættir matvælaverðs á Íslandi

Í umræðum um matvælaverð hérlendis má oft sjá borið saman verð matarkörfu hérlen...

Fámenn þjóð í stóru landi
Lesendarýni 9. ágúst 2024

Fámenn þjóð í stóru landi

Í nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands má sjá að 365.256 (95%) Íslendingar búa í b...

Nýr alþjóða millilandaflugvöllur á Íslandi
Lesendarýni 7. ágúst 2024

Nýr alþjóða millilandaflugvöllur á Íslandi

Staðið hefur yfir með hléum hrina eldgosa samfara jarðhræringum á Reykjanesskaga...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun