Skylt efni

Afurðaverð

Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67%
Fréttir 30. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67%

Sláturfélag Suðurlands (SS) hækkaði í síðustu viku afurðaverð til sauðfjárbænda. Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67 prósent miðað við áður útgefna verðskrá.

Hækkun á afurðaverði
Fréttir 20. ágúst 2024

Hækkun á afurðaverði

Nýlega hafa verið gefnar út verðskrár með afurðaverðs­hækkunum til bænda fyrir nautgripakjöt þar sem gert er ráð fyrir um sex prósenta meðaltalshækkun.

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent
Fréttir 15. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent

Landsmeðaltal á reiknuðu afurðaverði fyrir kíló dilkakjöts hækkar um 17 prósent á milli ára.

Afurðaverð fyrir dilkakjöt hækkar
Fréttir 24. júlí 2023

Afurðaverð fyrir dilkakjöt hækkar

Samkvæmt útreikningum Bændasamtaka Íslands er hækkun á dilkakjöti milli ára 17%.

Fyrstu afurðaverð haustsins komin fram
Af vettvangi Bændasamtakana 22. júní 2023

Fyrstu afurðaverð haustsins komin fram

Sauðfjárbændur hafa árlega kallað eftir því að afurðastöðvar gefi út verðskrá komandi hausts tímanlega.

Afurðaverð nautgripa að hækka
Fréttir 1. maí 2023

Afurðaverð nautgripa að hækka

Töluverðar verðhækkanir hafa átt sér stað undanfarna mánuði á afurðaverði til nautgripabænda. Hækkanir hafa numið allt að rúmum tuttugu prósentum.

Afurðaverð hækkar um 5%
Fréttir 12. janúar 2023

Afurðaverð hækkar um 5%

Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur ákveðið að greiða fimm prósenta afurðaverðshækkun ofan á allt afurðainnlegg síðasta árs.

Hækkun á lambakjöti í takt við afurðaverð
Fréttir 3. nóvember 2022

Hækkun á lambakjöti í takt við afurðaverð

Verð á matvælum hækkaði um 1,6% milli mánaða og eru áhrif á vísitöluna 0,22%, en þar munar mestu um lambakjöt sem hækkaði um 16,2%. Nú í haust hækkaði afurðaverð til bænda um 35,5% sem skýrir að hluta til þá hækkun sem fram kemur á lambakjöti í vísitölumælingunni.

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 8. september 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám slátur­leyfishafa, vegna afurðaverðs til sauðfjárbænda 2022, halda áfram að berast. Nýlega bárust uppfærslur frá Sláturfélagi Suðurlands, Kaupfélagi Skagfirðinga og Sláturhúsi KVH og þegar tekið er tillit til þeirra hefur meðalverð á landsvísu fyrir kíló af dilkum hækkað um 35,5 prósent frá síðustu slátur...

Hækkun upp á 35% að meðaltali
Fréttir 25. ágúst 2022

Hækkun upp á 35% að meðaltali

Sláturleyfishafar hafa nú allir gefið út uppfærðar verðskrár sínar fyrir sauðfjárslátrun haustsins.

Afurðaverð hækkar
Fréttir 25. ágúst 2022

Afurðaverð hækkar

Kjötafurðastöð KS og sláturhúsið á Hellu tilkynntu nýverið um breytingar á verðskrám sínum á nautakjöti.

Beðið eftir viðbrögðum
Fréttir 11. júlí 2022

Beðið eftir viðbrögðum

Sláturfélag Vopnfirðinga boðaði umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda í nýrri verðskrá sem þeir gáfu út í byrjun síðustu viku.

SS lækkar afurðaverð á öllum nautgripaflokkum nema ungkálfum
Fréttir 8. janúar 2021

SS lækkar afurðaverð á öllum nautgripaflokkum nema ungkálfum

Landssamband kúabænda (LK) gagnrýnir harðlega fyrirhugaðar verðbreytingar á afurðaverði hjá Sláturfélagi Suðurlands (SS). Samkvæmt nýútgefinni verðskrá lækka allir nautgripaflokkar nema ungkálfar um fimm prósent og gripir sem eru undir 200 kílóum lækka um þrú til fimm prósent umfram hina almennu lækkun.

LS segja tækifæri til að hagræða í slátrun, vinnslu og markaðssetningu
Um helmingur starfsfólks í sláturtíð hjá Norðlenska kemur frá útlöndum
Fréttir 14. september 2020

Um helmingur starfsfólks í sláturtíð hjá Norðlenska kemur frá útlöndum

„Það er erfitt að skjóta á eina tölu varðandi kostnað en ljóst að hann er umtalsverður og einnig er óhagræði mikið. Þó ekkert í líkingu við það sem yrði ef upp kæmi hópsmit hjá okkur,“ segir Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri hjá Norðlenska, en upphaf sláturtíðar er með öðrum hætti en vant er hjá fyrirtækinu vegna aukinna sóttvarna í tengslum við k...

SAH Afurðir uppfærir afurðaverðskrá
Fréttir 10. september 2020

SAH Afurðir uppfærir afurðaverðskrá

Búið er að uppfæra afurðaverðskrá SAH Afurða fyrir sauðfjárslátrun haustið 2020, frá því hún var fyrst birt 3. september síðastliðinn. Samkvæmt reiknuðu meðalverði dilka er hækkunin nú orðin níu prósent frá uppgjöri slátrunarinnar 2019. Í fyrri útgáfu var hækkunin 6,7 prósent.

Sláturfélag Suðurlands uppfærir afurðaverðskrá
Fréttir 10. september 2020

Sláturfélag Suðurlands uppfærir afurðaverðskrá

Sláturfélag Suðurlands hefur gefið út nýja verðskrá yfir afurðaverð til sauðfjárbænda, en áður var gefin út verðskrá 4. september síðastliðinn. Samkvæmt nýju verðskránni hefur reiknað meðalverð fyrir dilka hækkað um 8,5 prósent frá sláturtíðinni 2019, en ekki um 6,7 prósent eins og fyrri útgáfa gerði ráð fyrir.

Sláturfélag Vopnfirðinga hækkar afurðaverð um 8,5 prósent
Fréttir 9. september 2020

Sláturfélag Vopnfirðinga hækkar afurðaverð um 8,5 prósent

Sláturfélag Vopnfirðinga hefur gefið út afurðaverð til sauðfjárbænda vegna sláturtíðarinnar haustið 2020. Reiknað meðalverð fyrir dilka er 507 krónur á kílóið og miðað við lokaverð úr síðastu sláturtíð telst það vera 8,5 prósenta hækkun.

KS/SKVH hækka afurðaverð til sauðfjárbænda um sex prósent
Fréttir 7. september 2020

KS/SKVH hækka afurðaverð til sauðfjárbænda um sex prósent

Kaupfélag Skagafirðinga og Sláturhús KVH hafa gefið út sameignlega verðskrá um afurðaverð til sauðfjárbænda vegna sauðfjárslátrunar haustið 2020. Reiknað meðalverð er 508 krónur fyrir hvert kíló af dilkum. Það er hækkun um sex prósent, sé miðað við lokaverð á síðasta ári.

Sláturfélag Suðurlands hækkar afurðarverð um 6,7 prósent
Fréttir 7. september 2020

Sláturfélag Suðurlands hækkar afurðarverð um 6,7 prósent

Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur gefið út verðskrá yfir afurðaverð til sauðfjárbænda vegna sauðfjárslátrunar haustið 2020. Reiknað meðalverð er 497 krónur á kíló dilka, en það er hækkun um 6,7 prósent frá lokaverði á síðasta ári.

SAH Afurðir hækka afurðaverð um 6,7 prósent og Fjallalamb um 5,7 prósent
Fréttir 4. september 2020

SAH Afurðir hækka afurðaverð um 6,7 prósent og Fjallalamb um 5,7 prósent

Afurðaverð til sauðfjárbænda vegna sauðfjárslátrunar haustið 2020 liggja nú fyrir frá SAH Afurðum á Blönduósi og Fjallalambi á Kópaskeri. SAH Afurðir hækka verð um 6,7 prósent, ef miðað er við verðskrá 2019 að viðbættum álagsgreiðslum. Fjallalamb hækkar verð um 5,7 prósent miðað við verðskrá og álagsgreiðslur 2019.

Norðlenska hækkar afurðaverð fyrir dilkakjöt um 6,4 prósent
Fréttir 3. september 2020

Norðlenska hækkar afurðaverð fyrir dilkakjöt um 6,4 prósent

Norðlenska er fyrsti sláturleyfishafinn til að birta afurðaverð til sauðfjárbænda vegna sauðfjárslátrunar haustið 2020. Reiknað meðalverð fyrir dilka verður 490 krónur á kílóið, sem er 10,6 prósenta hækkun frá verðskránni á síðasta ári. Sé hins vegar tekið mið af lokaverði síðasta árs sem reyndist vera 461 króna á kílóið, að álagsgreiðslum meðtöldu...

Sauðfjárbændur skora á sláturleyfishafa að birta afurðaverð
Fréttir 2. september 2020

Sauðfjárbændur skora á sláturleyfishafa að birta afurðaverð

Landssamtök sauðfjárbænda (LS) skora á sláturleyfishafa að birta afurðaverð fyrir sauðfjárframleiðslu haustsins 2020 þegar í stað. Áskorunin er birt á vef samtakanna. 

Raunlækkun á afurðaverði fyrir lambakjöt er 38 % frá 2015
Fréttir 6. september 2018

Raunlækkun á afurðaverði fyrir lambakjöt er 38 % frá 2015

Sauðfjárbændur munu fá að meðaltali 387 kr. fyrir hvert kg af lambakjöt nú í haust. Hefur orðið töluverð raunlækkun frá 2015, en þá var verðið 210 krónum hærra fyrir hvert kg. Ef verðið hefði fylgt almennri verðlagsþróun væri það nú 629 kr. Raunlækkun til bænda síðastliðin þrjú ár er því 38%.

Afkoman slök og óvissan of mikil
Fréttir 20. júlí 2018

Afkoman slök og óvissan of mikil

Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kjötafurðastöð KS, segir þá stöðu sem uppi er í sauðfjárræktinni gera að verkum að ekki sé sérstaklega áhugavert fyrir afurðastöðvar að bæta við sig nýjum innleggjendum, „einfaldlega vegna þess að afkoman hefur verið slök og óvissan of mikil,“ segir hann.

„Horfum fram á ískyggilega stöðu“
Fréttir 20. júlí 2018

„Horfum fram á ískyggilega stöðu“

„Við höfum verulegar og vaxandi áhyggjur af ástandinu. Við byggjum allt okkar á landbúnaði, hér er ekkert þéttbýli en stór hluti íbúanna byggir afkomu sína á sauðfjárbúskap,“ segir Jón Gíslason á Stóra-Búrfelli og oddviti Húnavatnshrepps.

Bændur segja tillögur stjórnvalda í rétta átt
Fréttir 4. september 2017

Bændur segja tillögur stjórnvalda í rétta átt

Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna tillagna sjórnvalda um úrræði til að mæta vanda sauðfjárbænda, sem birtust í morgun. Þar kemur fram að ekki sé talið að tillögurnar leysi vandann að fullu, þó þær séu í rétta átt.

Tillögur stjórnvalda vegna erfiðleika í sauðfjárrækt
Fréttir 4. september 2017

Tillögur stjórnvalda vegna erfiðleika í sauðfjárrækt

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið birti í morgun tillögur stjórnvalda vegna þeirra erfiðleika sem sauðfjárbændur standa frammi fyrir. Meginmarkmið þeirra er að draga úr framleiðslu um 20 prósent og mæta kjaraskerðingu bænda með sérstökum greiðslum.

„Stjórnvöld geta ekki setið hjá aðgerðalaus“
Fréttir 3. ágúst 2017

„Stjórnvöld geta ekki setið hjá aðgerðalaus“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir vanda sauðfjárræktarinnar tvíþættan og deginum ljósara að stjórnvöld geti ekki setið aðgerðalaus. Minnka verður framleiðsluna og hugsanlega taka upp kvótakerfi í sauðfjárrækt.

Ekkert ákveðið um afurðaverð til sauðfjárbænda
Fréttir 3. ágúst 2017

Ekkert ákveðið um afurðaverð til sauðfjárbænda

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að stjórn SS hafi ekki tekið ákvörðun um afurðaverð til bænda. Hann segir að eins og staðan sé í dag sé útlagt tap með hverju kílói hjá afurðastöðvunum.

Fátt annað í spilunum en að verð gefi eftir
Fréttir 3. ágúst 2017

Fátt annað í spilunum en að verð gefi eftir

Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdastjóri Norðlenska segir að enn hafi ekki verið teknar ákvarðanir um verð fyrir sauðfjárafurðir hjá fyrirtækinu í haust. Sín tilfinning, byggð á stöðu bæði á innlendum og erlendum mörkuðum, sé þó sú að það muni gefa eftir frá því sem var í fyrrahaust, en þá lækkaði verð umtalsvert frá árinu á undan.

Einungis verði greitt fyrir dilka til innanlandssölu
Fréttir 11. maí 2017

Einungis verði greitt fyrir dilka til innanlandssölu

„Við vonum að málin skýrist á næstu dögum og í framhaldinu verður þá vonandi hægt að gefa út hvernig fyrirkomulagi verði háttað í næstu sláturtíð,“ segir Ágúst Andrésson, framkvæmdastjóri Kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki.

SS greiðir bændum 2,5% ofan á innlegg ársins 2016
Fréttir 28. febrúar 2017

SS greiðir bændum 2,5% ofan á innlegg ársins 2016

Um mánaðarmótin greiðir SS bændum sem lögðu inn hjá félaginu á síðasta ári 2,5% viðbótarinnlegg á afurðaverð síðast liðins árs.

Greiðsla fyrir mjólk umfram greiðslumark en innvigtunargjald hækkar
Fréttir 28. október 2016

Greiðsla fyrir mjólk umfram greiðslumark en innvigtunargjald hækkar

Stjórn Auðhumlu svf. ákvað á fundi sínum 27. október 2016 að fyrirkomulag á greiðslum fyrir umframmjólk 2017 verði óbreytt frá því sem nú er. Innvigtunargjald hækkar um 15 krónur.

Afurðaverð SS
Fréttir 5. september 2016

Afurðaverð SS

Meðalverð dilkakjöts samkvæmt verðskrá SS lækkar um 5% frá haustinu 2015 og meðalverð kjöts af fullorðnu lækkar um 25%.

Vill að atvinnuveganefnd ræði lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda
Fréttir 30. ágúst 2016

Vill að atvinnuveganefnd ræði lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda

Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur óskað eftir því að nefndin ræði lækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda en afurðastöðvar hafa boðað lækkun til bænda sem nemur um 10 af hundraði.

Norðlenska lækkar dilkaverð um 10% og 38% fyrir fullorðið fé
Bændur fá fullt afurðaverð út 2016
Fréttir 28. desember 2015

Bændur fá fullt afurðaverð út 2016

Mjólkurframleiðendur munu fá fullt afurðaverð frá MS út árið 2016 þrátt fyrir að mjólkurframleiðsla í landinu sé umfram markaðsþarfir. Sem stendur er tap á útflutningi mjólkurafurða en leitað er nýrra og hagstæðari markaða og ýmsar blikur á loft hvað það varðar.

Verð hefur lækkað á nánast öllum mörkuðum
Fréttir 20. ágúst 2015

Verð hefur lækkað á nánast öllum mörkuðum

Ágúst Andrésson forstöðumaður kjöt­afurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga segir staðreyndir máls­ins séu þær að nánast allir markaðir fyrir sauðfjárafurðir hafi gefið eftir hvað verð varðar.

Afurðaverð svipað og á síðasta ári
Fréttir 19. ágúst 2015

Afurðaverð svipað og á síðasta ári

Samkvæmt nýrri verðskrá vegna sauðfjárslátrunar hjá KS, Slátur­húss­ins á Hvammstanga, sláturfélaga Suðurlands og Norðlenska er grunnverð fyrir afurðaflokk R3 svip­að og á síðasta ári en greitt verður álag fyrstu sláturvikurnar.