Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Óli Björn Kárason.
Óli Björn Kárason.
Fréttir 3. ágúst 2017

„Stjórnvöld geta ekki setið hjá aðgerðalaus“

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir vanda sauðfjárræktarinnar tvíþættan og deginum ljósara að stjórnvöld geti ekki setið aðgerðalaus. Minnka verður framleiðsluna og hugsanlega taka upp kvótakerfi í sauðfjárrækt.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem situr í atvinnuveganefnd, sagði í samtali við Bændablaðið að fulltrúar í nefndinni hefðu rætt vanda sauðfjárræktarinnar sín á milli og að þeir hefðu áhyggju af stöðunni.

„Það er deginum ljósara að stjórnvöld geta ekki setið hjá að­gerðalaus. Spurningin er því með hvaða hætti á að leysa vandann.“

Tvíþættur vandi

„Persónulega lít ég að vanda sauðfjárbænda sem tvíþættan. Annarsvegar er tímabundinn vandi sem við er að glíma núna sem er minnkandi sala vegna gríðarlegrar verðlækkunar á kjöti í Evrópu vegna innflutningsbanns Rússa á matvæli frá Evrópu.

Við verðum líka að skoða skipulag sauðfjárræktarinnar til lengri tíma Það er alveg ljóst að það verður að draga úr sauðfjárframleiðslu í landinu án þess að ég átti mig á hversu mikill sá samdráttur þarf að vera en mér sýnist að hann sé verulegur.

Til þess að svo verði verða sauð­fjár­bændur annað hvort að bregða búi eða draga úr framleiðslu en ég tel líka augljóst að það verði að tryggja að þeir sem hafa lífsviðurværi að stærstum hluta af sauðfjárrækt geti gert það áfram.

Ætli lendingin verði ekki sú að taka upp kvótakerfi í sauðfjárrækt eins og er í mjólkurframleiðslu.“

Þingmenn hafa rætt vandann við bændur og fulltrúa afurðastöðva

Óli Björn segir að Atvinnuveganefnd hafi ekki hist formlega í sumar og því ekki rætt vanda sauðfjárbænda formlega. „Við höfum að sjálfsögðu rætt málið okkar á milli og svo höfum við sem þingmenn heimsótt bæði bændur og fulltrúa afurðastöðvanna í sumar og rætt vandann við þá.“

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...