Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sauðfjárbændur bera stöðugt minna úr býtum fyrir afurðir sínar. Mynd / HKr.
Sauðfjárbændur bera stöðugt minna úr býtum fyrir afurðir sínar. Mynd / HKr.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. september 2018

Raunlækkun á afurðaverði fyrir lambakjöt er 38 % frá 2015

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sauðfjárbændur munu fá að meðaltali 387 kr. fyrir hvert kg af lambakjöt nú í haust. Hefur orðið töluverð raunlækkun frá 2015, en þá var verðið 210 krónum hærra fyrir hvert kg. Ef verðið hefði fylgt  almennri verðlagsþróun væri það nú 629 kr. Raunlækkun til bænda síðastliðin þrjú ár er því 38%.
 
Á sama tíma og raunlækkun til bænda hefur verið 38%, þá hefur raunlækkun í smásölu verið 12% samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands.
 
Verðið nú svipað og í fyrra
 
Verðið til bænda er nokkuð mis­munandi milli þeirra sex afurða­stöðva sem hér starfa, þótt meðaltalið sé 387 krónur á kg. Þó hefur verið lítil breyting að meðaltali nú frá sláturtíðinni 2017, eða sem nemur um 20 aurum á kg. Það þýðir samt sem áður í raun nokkra lækkun miðað við verðlagsvísitölu. 
 
Sláturfélag Suðurlands greiðir hæsta verðið fyrir lambakjöt við haustslátrun 2018, eða tæpar 423 krónur á kg. Þá greiðir SS næsthæsta verð fyrir kjöt af fullorðnu fé, eða tæplega 117 krónur á kg. Hæsta verð fyrir fullorðið fé er hjá Fjallalambi, eða tæplega 120 kr. á kg. Fjallalamb er aftur á móti að greiða rúmlega 381 kr. á kg fyrir lambakjötið, eða 42 krónum lægra verð en SS. 
Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...