Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sauðfjárbændur bera stöðugt minna úr býtum fyrir afurðir sínar. Mynd / HKr.
Sauðfjárbændur bera stöðugt minna úr býtum fyrir afurðir sínar. Mynd / HKr.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. september 2018

Raunlækkun á afurðaverði fyrir lambakjöt er 38 % frá 2015

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sauðfjárbændur munu fá að meðaltali 387 kr. fyrir hvert kg af lambakjöt nú í haust. Hefur orðið töluverð raunlækkun frá 2015, en þá var verðið 210 krónum hærra fyrir hvert kg. Ef verðið hefði fylgt  almennri verðlagsþróun væri það nú 629 kr. Raunlækkun til bænda síðastliðin þrjú ár er því 38%.
 
Á sama tíma og raunlækkun til bænda hefur verið 38%, þá hefur raunlækkun í smásölu verið 12% samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands.
 
Verðið nú svipað og í fyrra
 
Verðið til bænda er nokkuð mis­munandi milli þeirra sex afurða­stöðva sem hér starfa, þótt meðaltalið sé 387 krónur á kg. Þó hefur verið lítil breyting að meðaltali nú frá sláturtíðinni 2017, eða sem nemur um 20 aurum á kg. Það þýðir samt sem áður í raun nokkra lækkun miðað við verðlagsvísitölu. 
 
Sláturfélag Suðurlands greiðir hæsta verðið fyrir lambakjöt við haustslátrun 2018, eða tæpar 423 krónur á kg. Þá greiðir SS næsthæsta verð fyrir kjöt af fullorðnu fé, eða tæplega 117 krónur á kg. Hæsta verð fyrir fullorðið fé er hjá Fjallalambi, eða tæplega 120 kr. á kg. Fjallalamb er aftur á móti að greiða rúmlega 381 kr. á kg fyrir lambakjötið, eða 42 krónum lægra verð en SS. 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...