Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sauðfjárbændur bera stöðugt minna úr býtum fyrir afurðir sínar. Mynd / HKr.
Sauðfjárbændur bera stöðugt minna úr býtum fyrir afurðir sínar. Mynd / HKr.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. september 2018

Raunlækkun á afurðaverði fyrir lambakjöt er 38 % frá 2015

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sauðfjárbændur munu fá að meðaltali 387 kr. fyrir hvert kg af lambakjöt nú í haust. Hefur orðið töluverð raunlækkun frá 2015, en þá var verðið 210 krónum hærra fyrir hvert kg. Ef verðið hefði fylgt  almennri verðlagsþróun væri það nú 629 kr. Raunlækkun til bænda síðastliðin þrjú ár er því 38%.
 
Á sama tíma og raunlækkun til bænda hefur verið 38%, þá hefur raunlækkun í smásölu verið 12% samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands.
 
Verðið nú svipað og í fyrra
 
Verðið til bænda er nokkuð mis­munandi milli þeirra sex afurða­stöðva sem hér starfa, þótt meðaltalið sé 387 krónur á kg. Þó hefur verið lítil breyting að meðaltali nú frá sláturtíðinni 2017, eða sem nemur um 20 aurum á kg. Það þýðir samt sem áður í raun nokkra lækkun miðað við verðlagsvísitölu. 
 
Sláturfélag Suðurlands greiðir hæsta verðið fyrir lambakjöt við haustslátrun 2018, eða tæpar 423 krónur á kg. Þá greiðir SS næsthæsta verð fyrir kjöt af fullorðnu fé, eða tæplega 117 krónur á kg. Hæsta verð fyrir fullorðið fé er hjá Fjallalambi, eða tæplega 120 kr. á kg. Fjallalamb er aftur á móti að greiða rúmlega 381 kr. á kg fyrir lambakjötið, eða 42 krónum lægra verð en SS. 
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...