Skylt efni

lambakjöt

Steikt lamba rib-eye
Matarkrókurinn 14. september 2023

Steikt lamba rib-eye

Haustið er komið og með því göngur og réttir í sveitum landsins og meðfylgjandi sauðfjársláturtíð. Þess vegna má hvetja lesendur til að sækja sér ferskt lamb nú á næstu vikum og njóta á meðan lambakjötið fæst ferskt.

Hægeldaður lambabógur
Matarkrókurinn 6. júní 2023

Hægeldaður lambabógur

Þegar þetta er ritað lekur slyddan niður rúðuna og fátt minnir á vor, sumar og grillmat sem sam- kvæmt almanakinu ætti að vera umfjöllunarefnið núna í lok maí.

Komi þeir sem koma vilja!
Af vettvangi Bændasamtakana 28. apríl 2023

Komi þeir sem koma vilja!

Þá er vorið komið og sumarið á næsta leiti, hefðbundnar sviptingar í veðurfari og flest eins og við eigum að venjast sem stundum sauðfjárrækt. Fram undan er skemmtilegasti tími ársins, sauðburðurinn. Annasamur tími þar sem oft geta skipst á skin og skúrir.

Hækkun á lambakjöti í takt við afurðaverð
Fréttir 3. nóvember 2022

Hækkun á lambakjöti í takt við afurðaverð

Verð á matvælum hækkaði um 1,6% milli mánaða og eru áhrif á vísitöluna 0,22%, en þar munar mestu um lambakjöt sem hækkaði um 16,2%. Nú í haust hækkaði afurðaverð til bænda um 35,5% sem skýrir að hluta til þá hækkun sem fram kemur á lambakjöti í vísitölumælingunni.

Soðið kjöt
Matarkrókurinn 27. október 2022

Soðið kjöt

Með fyrstu haustlægðunum fylgir löngun í heitan kjarnmikinn kósíkost. Klassíska valið hér á landi er auðvitað hin íslenska kjötsúpa en soðið kjöt, borið fram með hrísgrjónum eða kartöflum og rófum er draumamatur að hausti.

Lambakjötsvörur upprunamerktar
Fréttir 10. júní 2022

Lambakjötsvörur upprunamerktar

Kjarnafæði Norðlenska hefur nú, fyrst kjötafurðastöðva, markaðssett lambakjötsvörur með upprunamerki markaðsstofunnar Icelandic Lamb, „Íslenskt lambakjöt“.

Fylltur lambahryggur og púðusykurskaka
Matarkrókurinn 22. apríl 2022

Fylltur lambahryggur og púðusykurskaka

Það er alltaf tilvalið að gera góða lambasteik, annaðhvort fylltan hrygg eða pönnusteiktan hryggvöðva.

Um fimm þúsund kjötsúpuskammtar runnu ljúflega ofan í landsmenn
Fréttir 27. október 2021

Um fimm þúsund kjötsúpuskammtar runnu ljúflega ofan í landsmenn

Óhætt er að segja að líf og fjör hafi verið síðastliðinn laugardag á Skólavörðustíg þegar fyrsta vetrardegi var fagnað og veitinga- og verslunarmenn ásamt bændum buðu upp á sjö kjötsúpustöðvar um allan stíginn þar sem hver og einn hafði sína útgáfu af þjóðarrétti Íslendinga.

Lambakótelettur og ristað blómkál
Matarkrókurinn 1. október 2021

Lambakótelettur og ristað blómkál

Nú er sláturtíð og ef fólk á ber í frysti er hægt að gera veislu með hjálp frá náttúrunni og tilvalið að setja lambakjöt á matseðillinn.

Grillað lamb og grænmeti
Matarkrókurinn 28. júlí 2021

Grillað lamb og grænmeti

Fjölskyldugrill og góðir gestir verða ánægðir með mjúkan og safaríkan lambahrygg með fullt af grænmeti.

Pulled lamb frá Pure Arctic á markaðinn
Líf&Starf 26. mars 2021

Pulled lamb frá Pure Arctic á markaðinn

Hagkaup, Krónan og Fjarðarkaup hafa tekið í sölu nýja og spennandi vöru úr íslensku lambakjöti sem fyrirtækið Pure Arctic hefur þróað. Um er að ræða  rifið lamb (e. pulled lamb) úr lambabógum sem eru hægeldaðir og kryddaðir. Varan er tilbúin til neyslu í handhægum 350 g pakkningum og þarf einungis að hita kjötið upp.

Hefur Íslendingum láðst að meta verðleika eigin þjóðarauðs?
Lesendarýni 8. febrúar 2021

Hefur Íslendingum láðst að meta verðleika eigin þjóðarauðs?

Það kom kannski sumum á óvart þegar áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi jókst hratt eftir gos í Eyjafjallajökli. Hingað komu ferðamenn í leit að náttúruperlum og einstakri upplifun, upplifunum sem okkur Íslendingum þykja ekki merkilegar.

Þakkargjörðar-lambabógur eldaður í beinni
Fréttir 26. nóvember 2020

Þakkargjörðar-lambabógur eldaður í beinni

Í dag klukkan 15 verður bein útsending á vegum Íslensks lambakjöts á Facebook-síðu Icelandic lamb, þar sem Snædís Xyza Jónsdóttir landsliðskokkur og matreiðslumeistari fær til sín fjölskylduvin sinn og stórsöngvarann Matta Matt. Saman ætla þau að matreiða þakkargjörðar-lambabóg.

Þangsoð og japanskt lambakarrí
Líf og starf 23. október 2019

Þangsoð og japanskt lambakarrí

Á dögunum stóð Hótel- og matvæla­­skólinn í Kópavogi fyrir nýstárlegum viðburði í sam­vinnu við sendiráð Japans á Íslandi, þegar nemendur á sérstöku nám­skeiði við skólann voru kynntir fyrir nokkrum grundvallarþáttum í japanskri matargerð – með sérstaka áherslu á lambakjöt sem hráefni.

Birgðir dilkakjöts hafa sjaldan verið minni og horfur á skorti á hryggjum
Fréttir 15. apríl 2019

Birgðir dilkakjöts hafa sjaldan verið minni og horfur á skorti á hryggjum

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, lýsti því á aðalfundi Samtaka sauðfjárbænda á dögunum að batnandi staða á kjötmarkaði, m.a. með auknum sölumöguleikum á Þýskalandsmarkaði, gæti farið að skila bændum hærra afurðaverði í haust. Blikur væru þó á lofti vegna heimildar til innflutnings á fersku og ófrosnu kjöti.

Icelandic Lamb heiðrar 18 veitingastaði sem skara fram úr
Fréttir 5. apríl 2019

Icelandic Lamb heiðrar 18 veitingastaði sem skara fram úr

Í hádeginu í dag veitti markaðsstofan Icelandic Lamb 18 veitingastöðum Award of Excellence-viðurkenningar sínar. Þetta er í þriðja sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar og koma þær í hlut þeirra veitingastaða sem þykja hafa skarað fram úr í framreiðslu á íslensku lambakjöti og áherslu á lambakjöt á matseðli og markaðssetningu.

Vísbendingar um að ræktunarstarfið hafi leitt til minni meyrni
Fréttir 29. mars 2019

Vísbendingar um að ræktunarstarfið hafi leitt til minni meyrni

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar á dögunum flutti Guðjón Þorkelsson frá Matís erindi þar sem hann kynnti niðurstöður verkefnis um samanburð á gæðum lambahryggvöðva úr lömbum, annars vegar frá handverks­sláturhúsi og hins vegar frá iðnaðarsláturhúsi. Niðurstöðurnar gefa ástæðu til að ætla að ræktunarstarf í sauðfjárrækt síðustu þrjá ára­tugina hafi le...

Bæklingur sem stuðlar að betri lambakjötsafurðum
Fréttir 18. mars 2019

Bæklingur sem stuðlar að betri lambakjötsafurðum

Á opnum fagfundi sauðfjárræktarinnar í Bændahöllinni þann 1. mars kynntu þeir Eyþór Einarsson, ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, og Óli Þór Hilmarsson frá Matís, nýjan fræðslubækling um meðferð sláturlamba og lambakjöts.

Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna borðar lambakjöt
Fréttir 31. janúar 2019

Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna borðar lambakjöt

Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna sem koma til Íslands, eða 54%, hefur neytt íslensks lambakjöts á ferðum sínum um landið einu sinni eða oftar. Þá eru 64% þeirra jákvæðir eða fremur jákvæðir í garð lambakjöts en einungis 2% neikvæðir og 34% taka ekki afstöðu samkvæmt könnun Gallup.

Ráðherra vill leggja áherslu á aukna sjálfbærni og arðsamari sauðfjárrækt
Fréttir 27. desember 2018

Ráðherra vill leggja áherslu á aukna sjálfbærni og arðsamari sauðfjárrækt

Í lokaþætti Lambs og þjóðar er rætt við þá Unnstein Snorra Snorrason, framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Markaður fyrir lambakjöt er alls ekki mettaður
Fréttir 17. desember 2018

Markaður fyrir lambakjöt er alls ekki mettaður

„Markaðurinn er alls ekki mettaður“, segir Jón Örn Stefánsson eigandi Kjötkompaní sem telur fullt pláss í viðbót fyrir aukna sölu á lambakjöti á íslenskum markaði. Þetta kemur fram í fjórða þætti „Lambs og þjóðar“ sem er kominn á vefinn.

Höfum náð góðum árangri á Íslandi
Fréttir 6. desember 2018

Höfum náð góðum árangri á Íslandi

Fyrir skemmstu tók Hafliði Halldórsson við stöðu framkvæmdastjóra hjá markaðsstofunni Icelandic Lamb af Svavari Halldórssyni. Markaðsstofan vinnur að því að auka virði sauðfjárafurða, meðal annars með markaðssetningu á erlendum mörkuðum og til erlendra ferðamanna á Íslandi.

Hafliði Halldórsson nýr framkvæmdastjóri Icelandic Lamb
Fréttir 15. nóvember 2018

Hafliði Halldórsson nýr framkvæmdastjóri Icelandic Lamb

Hafliði Halldórsson er nýr framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic Lamb og tekur við af Svavari Halldórssyni.

Sérverkað lambakjöt fyrir kokkana í Hörpu
Fréttir 25. október 2018

Sérverkað lambakjöt fyrir kokkana í Hörpu

Kokkarnir í Hörpu með Bjarna Gunnar Kristinsson í fararbroddi vilja auka virði lambakjötsins sem kröfuharðir gestir þeirra fá á sinn disk. Með það að markmiði hafa kokkarnir hafið samstarf við Kjötsmiðjuna um sérverkun á lambahryggjum með fulla meyrnun að markmiði.

Raunlækkun á afurðaverði fyrir lambakjöt er 38 % frá 2015
Fréttir 6. september 2018

Raunlækkun á afurðaverði fyrir lambakjöt er 38 % frá 2015

Sauðfjárbændur munu fá að meðaltali 387 kr. fyrir hvert kg af lambakjöt nú í haust. Hefur orðið töluverð raunlækkun frá 2015, en þá var verðið 210 krónum hærra fyrir hvert kg. Ef verðið hefði fylgt almennri verðlagsþróun væri það nú 629 kr. Raunlækkun til bænda síðastliðin þrjú ár er því 38%.

Veitingastaðurinn Fjárhúsið sérhæfir sig í lambakjöti
Fréttir 24. apríl 2018

Veitingastaðurinn Fjárhúsið sérhæfir sig í lambakjöti

Í Húsi Sjávarklasans á Granda­garðinum er nú unnið að uppsetningu á litlum veitingastað sem heitir Fjárhúsið og mun helga sig sölu á fljótelduðum lambakjötsréttum – í svokölluðum street food-stíl. Að auki er ætlunin að bjóða upp á tvíreykt hangikjöt af forystusauðum.

Um 54% erlendra ferðamanna hafa borðað íslenskt lambakjöt einu sinni eða oftar
Fréttir 22. janúar 2018

Um 54% erlendra ferðamanna hafa borðað íslenskt lambakjöt einu sinni eða oftar

Samkvæmt nýrri Gallup-könnun hefur meirihluti erlendra ferðamanna, eða 54%, borðað lambakjöt á meðan dvöl þeirra stóð.

Vilja auka lambakjötsneyslu og tryggja byggð í sauðfjárræktarhéruðum
Fréttir 13. nóvember 2017

Vilja auka lambakjötsneyslu og tryggja byggð í sauðfjárræktarhéruðum

Á Írlandi, í Frakklandi og í Bretlandi er hafin þriggja ára herferð til að fá ungt fólk á aldrinum 25 til 30 ára til að borða lambakjöt. Samtals verður veitt 10 milljónum evra, eða sem svarar um 1,2 milljörðum íslenskra króna, í verkefnið að því er segir í frétt Global Meat.

Lamba-jerky í bígerð
Fréttir 24. október 2017

Lamba-jerky í bígerð

Undanfarin misseri hefur Friðrik Guðjónsson, undir vörumerkinu Feed the Viking, þróað vöru úr innanlærisvöðva lambakjötsins – svokallað „Lamb Jerky“.

Nanna Rögnvaldardóttir leggur til atlögu við lambakjötsfjallið
Líf&Starf 18. október 2017

Nanna Rögnvaldardóttir leggur til atlögu við lambakjötsfjallið

Nanna Rögnvaldardóttir er áhugafólki um matreiðslu að góðu kunn, en hún er höfundur margra matreiðslubóka og svo skrifar hún af mikilli ástríðu um mat á bloggi sínu, nannarognvaldar.com. Nýliðinn septembermánuð – og rúmlega það – lagði hún nánast eingöngu undir uppskriftir sem innihalda hráefni úr lamba- og kindakjöti.

Íslenskt lambakjöt í fyrsta sinn markaðssett til erlenda ferðamanna í matvöruverslunum
Fréttir 13. september 2017

Íslenskt lambakjöt í fyrsta sinn markaðssett til erlenda ferðamanna í matvöruverslunum

Í kjölfar mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna á Íslandi hefur þörfin fyrir aðgengilegri framsetningu á íslensku lambakjöti í verslunum verið aðkallandi. Í samvinnu við Krónuna, Kjarval og Norðlenska hefur Icelandic lamb ...

Helmingur kjöts getur farið til spillis vegna rangs skurðar
Fréttir 12. september 2017

Helmingur kjöts getur farið til spillis vegna rangs skurðar

Japanskur kjötskurðarmeistari sem hefur sérhæft sig í skurði á lambakjöti segir að eins og Íslendingar skeri lambakjöt geti allt að 50% þess farið til spillis í Japan. Hann segir íslenskt lambakjöt mjög gott en dýrt en mikill kostur að það sé lyktarlaust.

Tímabundin veisla fyrir neytendur og reikningurinn sendur á bændur
Skoðun 31. ágúst 2017

Tímabundin veisla fyrir neytendur og reikningurinn sendur á bændur

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Ísland,s birti eftirfarandi á Facebook-síðu sinni vegna þeirrar stöðu sem komin er upp varðandi markaðsmál lambakjöts.

Herferðir auka lambakjötssöluna í Noregi
Fréttir 4. ágúst 2017

Herferðir auka lambakjötssöluna í Noregi

Afurðastöðin Nortura í Noregi hef­ur aukið sölu lambakjöts um 33 prósent það sem af er þessu ári. Herferðir fyrir páskana og í sumar ásamt auknu vöruúrvali í verslunum hefur leitt af sér þennan mikla vöxt.

Mikil verðlækkun til bænda í kortunum
Fréttir 3. ágúst 2017

Mikil verðlækkun til bænda í kortunum

Lækkun á upphafsverði til bænda hjá Kaupfélagi Skagfirðinga (KS) og Sláturhúsi kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) í haust verður 35% miðað við gjaldskrá í fyrra. Sama verð verður greitt fyrir slátrun í ágúst og í sláturtíðinni í fyrra og álag hluta september. Stefnt er að aukinni slátrun í ágúst.

Hvers vegna selst ekki meira af lambakjöti?
Lesendarýni 26. júní 2017

Hvers vegna selst ekki meira af lambakjöti?

Það hefur greinilega brugðist markaðssetning á lambakjöti undanfarin ár. Ef skoðað er aftur í tímann hefur fátt verið gert til að auka sölu, mest kveður að því að Íslendingar uppgötvuðu grillið.

Sauðfjárbændur veita veitingastöðum viðurkenningu
Fréttir 26. apríl 2017

Sauðfjárbændur veita veitingastöðum viðurkenningu

Föstudaginn 31. mars veittu íslenskir sauðfjárbændur viðurkenningar þeim samstarfsveitingahúsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenska lambakjötið fyrir erlendum ferðamönnum.

Japanir vilja kaupa 1.000 tonn af lambakjöti á ári á góðu verði
Fréttir 9. mars 2017

Japanir vilja kaupa 1.000 tonn af lambakjöti á ári á góðu verði

Icelandic Lamb, dótturfyrirtæki Markaðsráðs kindakjöts, tók nýverið þátt í mikilli matarvörusýningu í Tókýó í Japan – Food Table 2017.

Marglyttulamb á markað
Fréttir 1. júlí 2015

Marglyttulamb á markað

Líkur eru á að erfðabreytt lamb með próteini úr marglyttu hafi verið sent í sláturhús frá rannsóknastofu í París ásamt óerfðabreyttum lömbum og endað á diski neytenda.

Íslenskt lambakjöt á faraldsfæti
Fréttir 9. mars 2015

Íslenskt lambakjöt á faraldsfæti

Talsvert kynningarstarf hefur verið unnið á íslensku lambakjöti erlendis undanfarnar vikur og mánuði. Lambakjöt er aftur komið á markað á Spáni og mörg stór tækifæri sem bíða í Kína.