Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna borðar lambakjöt
Mynd / BBL
Fréttir 31. janúar 2019

Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna borðar lambakjöt

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna sem koma til Íslands, eða 54%, hefur neytt íslensks lambakjöts á ferðum sínum um landið einu sinni eða oftar. Þá eru 64% þeirra jákvæðir eða fremur jákvæðir í garð lambakjöts en einungis 2% neikvæðir og 34% taka ekki afstöðu samkvæmt könnun Gallup. 

Icelandic lamb hefur á undanförnum árum verið að kynna merki sitt sem einkennir nú um 170 veitingastaði um allt land sem leggja áherslu á lambakjöt á sínum matseðli. Sífellt fleiri veitingastaðir hafa sýnt áhuga á að hafa þetta merki á áberandi stað til að leggja áherslu á að þar sé boðið upp á íslenskt lambakjöt. Einnig er vaxandi áhugi meðal verslana um að fá að nota merkið, einkum þeirra sem sérhæfa sig í sölu á kjöti. Var Kjötkompaníið fyrsta sérverslunin til að festa merkið upp á vegg hjá sér.   

Sífellt fleiri ferðamenn þekkja merki Icelandic lamb

Kannanir Gallup sem gerðar hafa verið frá 2017 sýna að erlendir ferðamenn eru stöðugt að vera meðvitaðri um þetta einkennismerki lambakjötsins hér á landi.  

Í könnun Gallup frá 2017 kemur fram að 27% erlendra ferðamanna þekktu til merkis Icelandic lamb í veitingahúsum og verslunum. Í könnun sem gerð var í maí 2018 sögðust 29% þekkja merkið og í könnun í nóvember 2018 voru 38% erlendra ferðamanna meðvituð um tilvist merkisins. 

54% hafa borðað lambakjöt

Rúmlega helm-ingur ferða-manna sem hingað koma neytir eða bragðar lambakjöt einu sinni eða oftar á ferð sinni um landið. Undanfarin tvö ár hefur þetta hlutfall haldist nokkuð stöðugt. 

Þegar ferðamenn voru spurðir um hvort þeir hafi borðað lambakjöt á veitingahúsum og/eða keypt það í verslunum í dvöl sinni hér á landi svöruðu 54% ferðamanna því játandi árið 2017. Þar af höfðu 40% fengið lambakjöt á veitingahúsum en 10% höfðu keypt það bæði í verslun og á veitingahúsi, en 4% einungis í verslun. 

Í maí 2018 svöruðu 49% sömu spurningu játandi. Þar af höfðu 36% keypt það á veitingahúsum en 13% bæði á veitingahúsum og í verslunum og 5% einungis í verslunum

Í október síðastliðnum voru þeir sem neytt höfðu íslensks lambakjöts 54%. Þar af 38% á veitingahúsum og 13% bæði á veitingahúsum og í verslunum og 3% höfðu neytt lambakjöts sem einungis var keypt í verslun.  

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.