Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ráðherra vill leggja áherslu á aukna sjálfbærni og arðsamari sauðfjárrækt
Mynd / Beit ehf.
Fréttir 27. desember 2018

Ráðherra vill leggja áherslu á aukna sjálfbærni og arðsamari sauðfjárrækt

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Í lokaþætti Lambs og þjóðar er rætt við þá Unnstein Snorra Snorrason, framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stöðu sauðfjárræktarinnar og framtíð greinarinnar.

„Það er alveg rétt að afkoman í sauðfjárræktinni hefur verið döpur en ég hef fulla trú á því að sauðfjárrækt á Íslandi eigi sér bjarta framtíð og það séu miklir möguleikar í henni“ segir Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann bindur vonir við að í endurskoðuðum sauðfjársamningi verði verkfæri og úrlausnir sem muni bæta stöðu sauðfjárbænda. Kristján segir að markmiðið sé að taka á þeim grunnvanda sem sauðfjárræktin glími við. Hann leggur áherslu á að sjálfbærni greinarinnar, meiri arðsemi og meiri verðmæti út úr því sem framleitt er, séu framtíðarmöguleikar sauðfjárræktarinnar. „Þetta er sú músík sem ég held bæði að það góða fólk sem í greininni starfar, og stjórnvöld sem vilja vinna með því, vilji sjá verða að veruleika,“ segir Kristján Þór í þættinum.


Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.

„Staðan hjá okkur í dag er svipuð hvað varðar afurðaverð en verðfallið sem var í fyrra hefur ekki gengið til baka. Hins vegar eru jákvæðari ytri áhrif í greininni, birgðastaða er betri en var og gengið er að hjálpa okkur aðeins í útflutningnum. En það þarf meira til svo við komumst á þann stað sem við þurfum að vera á,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Hann segir að skilningur á slæmri stöðu sauðfjárræktarinnar sé meiri í dag en þegar verðfallið var á sínum tíma.

Efla þarf vöruþróun og markaðssetningu enn frekar

Í lokaþættinum eru tekin saman sjónarmið ýmissa sem hafa komið fram í fyrri þáttum. Í niðurlagi segir þulur að við séum með úrvalsvöru í höndunum og fullt af hugmyndum til að breyta stöðunni. Hins vegar hafi markaðssetning og sala á lambakjöti ekki fylgt samfélagsbreytingum og tíðaranda nógu vel, t.d. breyttu neyslumynstri og yngri neytendum sem gera aðrar kröfur en eldri kynslóðir. Þarna þurfi að veita viðspyrnu með því að auka vöruþróun og efla markaðssetningu.

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...