Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Norskir sauðfjárbændur gáfu löndum sínum að smakka lambakjöt fyrir utan 42 verslanir í sérstöku grill­átaki. Mynd / úr einkasafni.
Norskir sauðfjárbændur gáfu löndum sínum að smakka lambakjöt fyrir utan 42 verslanir í sérstöku grill­átaki. Mynd / úr einkasafni.
Fréttir 4. ágúst 2017

Herferðir auka lambakjötssöluna í Noregi

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Afurðastöðin Nortura í Noregi hef­ur aukið sölu lambakjöts um 33 prósent það sem af er þessu ári. Herferðir fyrir páskana og í sumar ásamt auknu vöruúrvali í verslunum hefur leitt af sér þennan mikla vöxt.

Sauðfjárbændur um allt landið tóku virkan þátt með því að gefa smakk á lambakjöti fyrir utan 42 verslanir í sérstöku grill­átaki.

33% söluaukning

Nýjar tölur frá Nortura sýna að fél­agið hefur selt 832 tonnum meira af lambakjöti samanborið við sama tíma í fyrra sem er 33 prósenta aukning. Fyrirtækið hefur einnig stað­­ið fyrir átaki til að selja meira af öðru kindakjöti og hefur sala á því aukist um 65 prósent frá sama tímabili í fyrra. Í lok júní hafði selst 6.290 tonn af lamba- og kindakjöti í Noregi sem er 165 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Tölur sýna að í hverri viku á þriggja vikna tímabili voru tekin um 100 tonn aukalega út af lager í sölu en þrátt fyrir þetta eru enn hátt í þúsund tonna umframbirgðir til af lamba- og kindakjöti.

Herferðirnar sem Nortura hefur ráðist í eru tvennskonar og hafa snú­ist um að auka sölu á lambakjöti en einnig að auka vitund fólks um hlutverk sauðkindarinnar. Þar að auki eiga her­ferð­irnar að stuðla að því að gera lamba­kjöt að heilsársvöru.

Bændur fóru í verslanir

Fyrsti liður í herferðinni leiddi til auk­innar sölu á grillpylsum en þá stóðu sauðfjárbændur fyrir utan 42 verslanir og buðu upp á smakk sem leiddi til þess að allt seldist upp inni í verslununum þar sem smakkið var í boði þrátt fyrir að grillveður hafi verið af ýmsum toga í sumar í landinu. Samhliða grillátakinu voru útstillingar í verslunum lagfærðar sem bar árangur. Nortura gerði samning í upphafi árs við þrjár stærstu matvörukeðjurnar til að auka sölu á lambakjöti því ef ekkert hefði verið aðhafst gætu um 4.600 tonn af kjöti legið óhreyfð í frystigeymslum í lok árs.

Allir þessir þættir hafa skilað auk­inni sölu en þrátt fyrir það hafa sauðfjárbændur þurft að borga sinn hluta af átakinu því þeir fá um 65 íslenskum krónum lægra fyrir kílóið en á sama tíma í fyrra. Á þann hátt, það er að segja með að veita lægri styrki og afslætti til bænda, er slíkt aukaátak fjármagnað í Noregi.

Skylt efni: lambakjöt | Noregur | markaðsmál

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...