Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ágúst Andrésson.
Ágúst Andrésson.
Fréttir 3. ágúst 2017

Mikil verðlækkun til bænda í kortunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lækkun á upphafsverði til bænda hjá Kaupfélagi Skagfirðinga (KS) og Sláturhúsi kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) í haust verður 35% miðað við gjaldskrá í fyrra. Sama verð verður greitt fyrir slátrun í ágúst og í sláturtíðinni í fyrra og álag hluta september. Stefnt er að aukinni slátrun í ágúst.

Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga, segir að í ár verði greitt upphafsverð fyrir slátrun í sláturtíð, sem að meðaltali verður 65% af því verði sem greitt var í síðustu sláturtíð.

Lækkun nú bætist við verðlækkun í fyrra

Í fyrra lækkaði verð til bænda um 9,4% fyrir lambakjöt og rúmlega 33,4% verðlækkun var á öðru kindakjöti. Sem dæmi var meðalverð til bænda í fyrra fyrir dilkakjöt 543 krónur og ærkjöt 116 krónur.

„Álag verður greitt fyrstu þrjár vikurnar í september og fyrir slátrun í ágúst verður greitt sama verð og greitt var í sláturtíð, september og október, á síðasta ári.“

Ágúst segir að verðlisti verði birtur á heimasíðum afurðastöðvanna fljótlega og að viðbót á upphafsverð fari eftir árangri í afsetningu.

Viðbrögð ráðherra vonbrigði

Að sögn Ágústs var ætlunin að gefa út til bænda verðstefnu og greiðslufyrirkomulag snemma í vor, þar sem stefndi í talsverðar breytingar.

„Af því varð hins vegar ekki þar sem ráðherra landbúnaðarmála, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, bað um það, eftir að hafa verið upplýst um stöðuna, að beðið væri með birtingu á verði, á meðan hið opinbera mæti stöðuna betur í samráði við forystu bænda og fyndi leiðir til betri lausna fyrir greinina. Það eru því gríðarleg vonbrigði að ráðherra skuli ekki sýna neinn vilja í verki til að koma til móts við þann bráða vanda sem steðjar að sauðfjárbændum og afurðastöðvum sem vinna fyrir greinina,“ segir hann.

Samkeppniseftirlitið neitar

Markaðsráð kindakjöts óskaði eftir því við Samkeppniseftirlitið í byrjun júní að sláturleyfishafar fengju heimild til að vinna saman að útflutningi kindakjöts. Ágúst Andrésson situr í ráðinu fyrir hönd sláturleyfishafa.

Þann 1. ágúst barst bréf til Markaðsráðs kindakjöts frá Samkeppniseftirlitinu þar sem segir að Markaðsráðið hafi ekki sýnt fram á að lagaskilyrði fyrir undanþágu frá samkeppnislögum séu uppfyllt.
„Fyrir þá sem héldu að mögu­leiki væri á því að Samkeppnis­eftirlitið væri tilbúið til að greiða götu bænda og afurðastöðva, með undanþágu frá samkeppnislögum, til þess að geta haft náið samstarf um útflutning, var svarið mikil vonbrigði.

Aðrir höfðu einfaldlega aldrei trú á því að Samkeppniseftirlitið myndi veita slíka undanþágu, þrátt fyrir að ráðherra landbúnaðarmála hafi beðið Markaðsráð kindakjöts um að fara þess á leit við Samkeppniseftirlitið eftir að óskað var eftir því að tekin yrði upp að nýju útflutningsskylda með lagasetningu, eins og var fram til 2008,“ segir Ágúst.

Ágúst segir að bændur og afurðastöðvar standi frammi fyrir miklum vanda. „Það þarf að draga verulega úr framleiðslu með mikilli fækkun í haust sem leiðir af sér tímabundið aukið kjötmagn á markaði. Það er nauðsynlegt að hið opinbera sýni málinu skilning og aðstoði við að koma jafnvægi á greinina.“

Greiðslufyrirkomulag

Þegar Ágúst er spurður hvernig Kaup­félag Skagfirðinga hyggist gera upp við bændur segir hann að greitt verði fyrir slátrun hvers mánaðar mánuði síðar.

„Fyrir ágúst verður greitt í  byrjun október, fyrir septemberslátrun í byrjun nóvember og fyrir októberslátrun í byrjun desember. Hann segir einnig að greiðslufyrirkomulagið taki mið af forsendum afurðalánafyrirgreiðslu sem fyrirtækið mun fá.“

Birgðir sláturleyfishafa

Fram hefur komið að birgðir af lambakjöti í landinu eru á milli 600 og 1000 tonn umfram það sem æskilegt er. Ágúst vill ekki gefa upp hversu miklar birgðir afurðastöðvanna á Sauðárkróki og Hvammstanga eru. „Þetta eru upplýsingar sem ég held að hver sláturleyfishafi vilji hafa fyrir sig en heildarbirgðastaða eru opinberar upplýsingar og líklegt er að í upphafi sláturtíðar verði birgðir af lambakjöti talsvert meiri en á sama tíma í fyrra. Ég get þó sagt að birgðir afurðastöðvanna á Sauðárkróki og Hvammstanga eru svipaðar og á sama tíma í fyrra.“

Embluverðlaununum frestað fram í júní
Fréttir 26. janúar 2022

Embluverðlaununum frestað fram í júní

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur verkefnastjórn norrænu matvælaverðlaunanna E...

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændu...

Tritrichomonas greindist í ketti
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í s...

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis
Fréttir 26. janúar 2022

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis

Matvælastofnun hefur veitt Fjallalax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Hallkel...

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur
Fréttir 26. janúar 2022

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur

Í mars 2021 var sett heims­met með stórri fagurgrænni DEUTZE-FAHR TTV Warrior tö...

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli ...

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...