Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Íslenskt lambakjöt á faraldsfæti
Fréttir 9. mars 2015

Íslenskt lambakjöt á faraldsfæti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsvert kynningarstarf hefur verið unnið á íslensku lambakjöti erlendis undanfarnar vikur og mánuði.  Lambakjöt er aftur komið á markað á Spáni og mörg stór tækifæri sem bíða í Kína.

Síðastliðið haust voru 300 tonn af lambakjöti og 40 tonn af ærkjöti flutt til Spánar en markaður þar fyrir íslenskt kjöt hefur verið í ládeyðu frá árinu 2012. Lambakjötið er selt undir merkjum Iceland Lamb og fæst meðal annars í verslunum Carrefour.

Icecorpo var með í bás á Prodexpo-vörusýningunni sem  haldin var í Moskvu 9.–14. febrúar síðastliðinn þar sem lögð var áhersla á að kynna íslenskt lambakjöt ásamt fleiri íslenskum vörum.

Auk þessa var staðið fyrir mikilli kynningu í íslenska sendiráðinu í Moskvu þar sem yfir 60 manns komu og gæddu sér á íslenskum mat sem kokkurinn Friðrik Sigurðsson sá um að matreiða.

Ágúst Andrésson hjá Kaupfélagi Skagfirðinga segir að þrátt fyrir erfiða tíma í Rússlandi gangi vel að markaðssetja og kynna íslenskar afurðir þar og að Rússar taki þeim ákaflega vel.

Um svipað leyti, 10. febrúar,  fór fram kynning á íslenskum afurðum í Hong Kong. Kynningin var haldin  á Manhattan Grill & Bar og lögð áhersla á dýrari hluta lambsins, auk bleikju, svínakjöts og humarsúpu. 

Ágúst segir að stefnt sé að því að senda út fyrstu sendinguna af þessum vörum til Hong Kong með vorinu og fylgja þeim eftir  með frekari kynningum.

„Ísland getur flutt sínar landbúnaðarafurðir inn á Hong Kong-markað og eru spennandi tækifæri fyrir verðmeiri vörur inn á þann markað. Hvað Kína varðar  eru ókláruð vottorð þannig að fríverslunarsamningur komist að fullu í gagnið og þar bíða okkur mörg og stór tækifæri,“ segir Ágúst.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...