Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Íslenskt lambakjöt á faraldsfæti
Fréttir 9. mars 2015

Íslenskt lambakjöt á faraldsfæti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsvert kynningarstarf hefur verið unnið á íslensku lambakjöti erlendis undanfarnar vikur og mánuði.  Lambakjöt er aftur komið á markað á Spáni og mörg stór tækifæri sem bíða í Kína.

Síðastliðið haust voru 300 tonn af lambakjöti og 40 tonn af ærkjöti flutt til Spánar en markaður þar fyrir íslenskt kjöt hefur verið í ládeyðu frá árinu 2012. Lambakjötið er selt undir merkjum Iceland Lamb og fæst meðal annars í verslunum Carrefour.

Icecorpo var með í bás á Prodexpo-vörusýningunni sem  haldin var í Moskvu 9.–14. febrúar síðastliðinn þar sem lögð var áhersla á að kynna íslenskt lambakjöt ásamt fleiri íslenskum vörum.

Auk þessa var staðið fyrir mikilli kynningu í íslenska sendiráðinu í Moskvu þar sem yfir 60 manns komu og gæddu sér á íslenskum mat sem kokkurinn Friðrik Sigurðsson sá um að matreiða.

Ágúst Andrésson hjá Kaupfélagi Skagfirðinga segir að þrátt fyrir erfiða tíma í Rússlandi gangi vel að markaðssetja og kynna íslenskar afurðir þar og að Rússar taki þeim ákaflega vel.

Um svipað leyti, 10. febrúar,  fór fram kynning á íslenskum afurðum í Hong Kong. Kynningin var haldin  á Manhattan Grill & Bar og lögð áhersla á dýrari hluta lambsins, auk bleikju, svínakjöts og humarsúpu. 

Ágúst segir að stefnt sé að því að senda út fyrstu sendinguna af þessum vörum til Hong Kong með vorinu og fylgja þeim eftir  með frekari kynningum.

„Ísland getur flutt sínar landbúnaðarafurðir inn á Hong Kong-markað og eru spennandi tækifæri fyrir verðmeiri vörur inn á þann markað. Hvað Kína varðar  eru ókláruð vottorð þannig að fríverslunarsamningur komist að fullu í gagnið og þar bíða okkur mörg og stór tækifæri,“ segir Ágúst.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...