Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Íslenskt lambakjöt á faraldsfæti
Fréttir 9. mars 2015

Íslenskt lambakjöt á faraldsfæti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsvert kynningarstarf hefur verið unnið á íslensku lambakjöti erlendis undanfarnar vikur og mánuði.  Lambakjöt er aftur komið á markað á Spáni og mörg stór tækifæri sem bíða í Kína.

Síðastliðið haust voru 300 tonn af lambakjöti og 40 tonn af ærkjöti flutt til Spánar en markaður þar fyrir íslenskt kjöt hefur verið í ládeyðu frá árinu 2012. Lambakjötið er selt undir merkjum Iceland Lamb og fæst meðal annars í verslunum Carrefour.

Icecorpo var með í bás á Prodexpo-vörusýningunni sem  haldin var í Moskvu 9.–14. febrúar síðastliðinn þar sem lögð var áhersla á að kynna íslenskt lambakjöt ásamt fleiri íslenskum vörum.

Auk þessa var staðið fyrir mikilli kynningu í íslenska sendiráðinu í Moskvu þar sem yfir 60 manns komu og gæddu sér á íslenskum mat sem kokkurinn Friðrik Sigurðsson sá um að matreiða.

Ágúst Andrésson hjá Kaupfélagi Skagfirðinga segir að þrátt fyrir erfiða tíma í Rússlandi gangi vel að markaðssetja og kynna íslenskar afurðir þar og að Rússar taki þeim ákaflega vel.

Um svipað leyti, 10. febrúar,  fór fram kynning á íslenskum afurðum í Hong Kong. Kynningin var haldin  á Manhattan Grill & Bar og lögð áhersla á dýrari hluta lambsins, auk bleikju, svínakjöts og humarsúpu. 

Ágúst segir að stefnt sé að því að senda út fyrstu sendinguna af þessum vörum til Hong Kong með vorinu og fylgja þeim eftir  með frekari kynningum.

„Ísland getur flutt sínar landbúnaðarafurðir inn á Hong Kong-markað og eru spennandi tækifæri fyrir verðmeiri vörur inn á þann markað. Hvað Kína varðar  eru ókláruð vottorð þannig að fríverslunarsamningur komist að fullu í gagnið og þar bíða okkur mörg og stór tækifæri,“ segir Ágúst.

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...