Leitar eftir samstarfi við bændur og landeigendur
Fyrirtækið Hafrún hefur frá árinu 2013 unnið fjallagrös og selt meðal annars til íslenskra vín- og fæðubótarframleiðenda. Fyrirtækið hyggur nú á útrás í sölu hvannarlaufa og leitar samstarfs við bændur og landeigendur um aðgengi að nytjalöndum þeirra.




















