Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skógarafurðir ehf. hafa náð samningum við danskan heildsala um útflutning á þeirra afurðum. Hér má sjá íslenskt lerki sem er klárt fyrir erlendan markað.
Skógarafurðir ehf. hafa náð samningum við danskan heildsala um útflutning á þeirra afurðum. Hér má sjá íslenskt lerki sem er klárt fyrir erlendan markað.
Mynd / Aðsend
Fréttir 21. október 2022

Útflutningur á timbri innan seilingar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Erlendir aðilar eru farnir að leita til íslenskra fyrirtækja sem framleiða timburafurðir.

Mikil pressa er á Evrópumarkaði og verðhækkanir það miklar að innlendir aðilar geta farið í útflutning á íslenskri framleiðslu og ná betur að keppa við innfluttar afurðir á innanlandsmarkaði. Um er að ræða annars vegar eldiviðarkubba úr timbri ræktuðu í Fljótsdal og hins vegar endurunnið timbur í formi spónaköggla frá Reyðarfirði og Hafnarfirði.

Verðhækkanir erlendis skapa tækifæri

Verð og framboð á timburafurðum í Evrópu hefur hækkað gífurlega á undanförnum misserum. Verðhækkanirnar byrjuðu í heimsfaraldrinum þegar fjöldi fólks fór í framkvæmdir á heimilum sínum. Þegar lokað var á viðskipti við stærstu útflutningsaðilana á Evrópumarkaði, Rússland og Hvíta-Rússland, varð enn meiri hækkun.

Nú síðast hefur gasskortur keyrt verðið í hæstu hæðir þar sem Evrópubúar nýta timbur í auknum mæli til kyndingar. Út af þessum gífurlegu hækkunum geta íslenskir aðilar keppt við erlenda, þrátt fyrir langar flutningsleiðir.

Íslensk framleiðsla frá grunni

Bjarki Jónsson hjá Skógarafurðum ehf. í Fljótsdal segir fyrirtækið sitt vera komið í samband við danskan heildsala sem vill kaupa af þeim allt að 400 rúmmetra af eldiviði í vetur. Allt er þetta lerki sem fjórir til sex starfsmenn fyrirtækisins framleiða frá grunni. Varan er klofin, þurrkuð og sett í stórsekki sem rúma einn rúmmetra hver, eða 300–360 kílógrömm. Fyrsta sendingin er áætluð með Smyril Line frá Seyðisfirði til Danmerkur í næsta mánuði.

„Við erum að pína okkur svolítið niður í verði til að geta þetta, en þetta eru heilu flutningavagnarnir sem fara í einni lotu,“ segir Bjarki. Þrátt fyrri að íslenskir neytendur borgi hærra verð fyrir sömu vöru, þá sé þetta svo mikið magn sem fer í einu að viðskiptin borga sig.

Samkvæmt Bjarka hefur eldiviðarverð í Danmörku fimmfaldast frá upphafi stríðsins og allt stefnir í frekari hækkanir. Undirbúningur er hafinn að því að setja upp sérstaka vél sem meðhöndlar afskurði frá þeirra helstu starfsemi, sem er framleiðsla á utanhússklæðningum, innanhússpanel og gólfefnum. Þar með gætu þeir búið til annars flokks eldivið sem væri hægt að selja á enn lægra verði.

Endurvinnsla á timbri

Einar Birgir Kristjánsson hjá Tandrabrettum á Eskifirði, sem framleiðir undir vörumerkinu Ilmur, segist hafa orðið var við þrýsting erlendis frá. Fyrirtækið hans hefur lagt áherslu á framleiðslu spónaköggla úr endurunnu timbri og grisjunarviði. Um þessar mundir liggur framleiðslan hjá þeim niðri þar sem verið er að stækka verksmiðjuna. Hann vill því ekki fullyrða neitt um stöðu mála fyrr en framleiðslan fer aftur í gang, en áhuginn erlendis frá á spónakögglum til orkuframleiðslu er sannarlega til staðar.

Þorvaldur Gíslason hjá Furu í Hafnarfirði segir að salan hjá þeim á spæni og spónakögglum hafi aukist um leið og stríðið hófst í Úkraínu og markaður með rússneskt timbur lokaðist. Þar á bæ er stunduð endurvinnsla á vörubrettum og er afurðin undirburður sem hestamenn og bændur nýta sér. Nú þegar orkukreppa ríður yfir Evrópu hafa komið fyrirspurnir frá Danmörku þar sem áhugi er á að kaupa spónakögglana sem eldivið. Enn sem komið er vill Þorvaldur einblína á að sinna innlendum markaði, enda hefur salan aukist umtalsvert eftir að innfluttur undirburður hækkaði í verði.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...