Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Íslenskar agúrkur á matarborð Dana
Fréttir 22. mars 2018

Íslenskar agúrkur á matarborð Dana

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sölufélag garðyrkjumanna sendi í upphafi vikunnar fyrstu sölusendingu sína af grænmeti til Danmerkur. Um er að ræða tvö bretti af agúrkum sem verða seldar af netversluninni Nemlig.com.

Gunnlaugur Karlsson, fram­kvæmdastjóri Sölufélags garð­yrkjumanna, segir að til hafi staðið að sendingin færi fyrr en að henni hafi verið frestað vegna skorts á innlendum agúrkum.

„Það fór frá okkur tilrauna­sending fyrir ekki svo löngu og Danirnir voru gríðarlega ánægðir með hana. Í framhaldi af því sendum tvö bretti til viðbótar í byrjun vikunnar.“

Kröfuharðir neytendur

„Móttakandi sendingarinnar í Danmörku er netverslun sem heitir nemlig.com sem selur allt milli himins og jarðar og þar á meðal matvæli. Hún er að mínu mati ein glæsilegasta vefverslun á Norðurlöndunum í dag.

Neytendur í Danmörku eru mjög kröfuharðir og týpískur viðskiptamannahópur nemlig.com pantar matinn yfir rauðvínsglasi á kvöldin og fær hann sendan heim og fer aldrei í matvöruverslun.

Viðræður við Irma enn í gangi

Guðlaugur segir að Sölufélag garðyrkjumanna hafi um tíma átt í viðræðum við dönsku verslunarkeðjuna Irma um útflutning á grænmeti og að þær viðræður séu enn í gangi.

„Í dag stranda viðræðurnar við Irma á því að þar vilja menn fá íslenska lífræna vottun á framleiðsluna. Vandamálið er að hér á landi gilda ekki sömu reglur um lífræna vottun og í Skandinavíu. Í Skandinavíu er heimilt að rækta plöntur í rennum í eins metra hæð eins og við gerum og þar telst það lífræn ræktun. Hér er ekki heimilt að votta slíka ræktun sem lífræna þrátt fyrir að moldin, næringarefnin og allt annað sé lífrænt ræktað.

Þessu þarf að breyta og það verða stjórnvöld að gera. Ef þau gera það ekki er ólíklegt að við séum að fara að flytja út agúrkur héðan sem lífrænt vottaðar.”

Engin varnarefni í íslenskum agúrkum

„Vefverslunin nemlig.com gerir kröfu um að varan innihaldi ekki varnarefni og það er ekkert vandamál fyrir okkur að uppfylla þá kröfu. Það er þegar búið að staðfesta að hún geri það ekki af óháðri rannsóknastofu. Við merkjum vöruna sérstaklega sem lausa við öll varnarefni.“

Áhugi fyrir annarskonar matvörum

„Danirnir hafa sýnt áhuga að fá frá okkur fleiri tegundir af grænmeti og jafnvel aðrar annarskonar matvörur eins og kjöt og fisk. Viðræður um það eru í gangi nú þegar. Ég á ekki von á öðru en að þessi viðskipti eigi eftir að vinda utan á sig og að salan eigi eftir að aukast með tímanum,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...