Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Útflutningsverðmæti sauðfjárafurða nam 3,1 milljarði
Fréttir 17. febrúar 2015

Útflutningsverðmæti sauðfjárafurða nam 3,1 milljarði

Höfundur: smh
Í tölum sem Hagstofa Íslands hefur birt kemur fram að sauðfjárafurðir voru fluttar úr landi á síðasta ári fyrir ríflega 3,1 milljarð króna. Um bráðabirgðatölur er að ræða.
 
Samkvæmt upplýsingum af vef Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) er það heldur minna en á árinu 2013, þegar verðmæti afurðanna nam 3,5 milljörðum króna.  Stærstur hluti afurðanna er kjöt og ýmsar kjötafurðir, eða 74,2 prósent. Gærur skiluðu 13,3 prósentum og ull 12,5 prósentum.  
 
Þá var magn afurða sömuleiðis minna eða 6.889 tonn í stað 7.861 árið 2013.  Vegna verðlækkana á mörkuðum með gærur dróst útflutningur á þeim saman um 1.000 tonn og verðmætið um tæpar 350 milljónir – og munar mest um þann samdrátt. Krónan styrktist líka á árinu og því minnka útflutningstekjurnar í samræmi við þá þróun.
 
Í upplýsingunum frá LS kemur enn fremur fram að 77 prósent afurðanna, miðað við verðmæti, hafi farið til Evrópu, þar af 42 prósent til aðildarlanda Evrópusambandsins (ESB) en 35 prósent til landa utan ESB; einkum Noregs, Rússlands og Færeyja.  Til Asíu fóru 15 prósent og átta prósent til N-Ameríku.  Noregur er sem fyrr verðmætasta útflutningslandið, en tekjur vegna útflutnings þangað námu um 600 milljónum króna. 
Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...