Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Útflutningsverðmæti sauðfjárafurða nam 3,1 milljarði
Fréttir 17. febrúar 2015

Útflutningsverðmæti sauðfjárafurða nam 3,1 milljarði

Höfundur: smh
Í tölum sem Hagstofa Íslands hefur birt kemur fram að sauðfjárafurðir voru fluttar úr landi á síðasta ári fyrir ríflega 3,1 milljarð króna. Um bráðabirgðatölur er að ræða.
 
Samkvæmt upplýsingum af vef Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) er það heldur minna en á árinu 2013, þegar verðmæti afurðanna nam 3,5 milljörðum króna.  Stærstur hluti afurðanna er kjöt og ýmsar kjötafurðir, eða 74,2 prósent. Gærur skiluðu 13,3 prósentum og ull 12,5 prósentum.  
 
Þá var magn afurða sömuleiðis minna eða 6.889 tonn í stað 7.861 árið 2013.  Vegna verðlækkana á mörkuðum með gærur dróst útflutningur á þeim saman um 1.000 tonn og verðmætið um tæpar 350 milljónir – og munar mest um þann samdrátt. Krónan styrktist líka á árinu og því minnka útflutningstekjurnar í samræmi við þá þróun.
 
Í upplýsingunum frá LS kemur enn fremur fram að 77 prósent afurðanna, miðað við verðmæti, hafi farið til Evrópu, þar af 42 prósent til aðildarlanda Evrópusambandsins (ESB) en 35 prósent til landa utan ESB; einkum Noregs, Rússlands og Færeyja.  Til Asíu fóru 15 prósent og átta prósent til N-Ameríku.  Noregur er sem fyrr verðmætasta útflutningslandið, en tekjur vegna útflutnings þangað námu um 600 milljónum króna. 
Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...