Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Útflutningsverðmæti sauðfjárafurða nam 3,1 milljarði
Fréttir 17. febrúar 2015

Útflutningsverðmæti sauðfjárafurða nam 3,1 milljarði

Höfundur: smh
Í tölum sem Hagstofa Íslands hefur birt kemur fram að sauðfjárafurðir voru fluttar úr landi á síðasta ári fyrir ríflega 3,1 milljarð króna. Um bráðabirgðatölur er að ræða.
 
Samkvæmt upplýsingum af vef Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) er það heldur minna en á árinu 2013, þegar verðmæti afurðanna nam 3,5 milljörðum króna.  Stærstur hluti afurðanna er kjöt og ýmsar kjötafurðir, eða 74,2 prósent. Gærur skiluðu 13,3 prósentum og ull 12,5 prósentum.  
 
Þá var magn afurða sömuleiðis minna eða 6.889 tonn í stað 7.861 árið 2013.  Vegna verðlækkana á mörkuðum með gærur dróst útflutningur á þeim saman um 1.000 tonn og verðmætið um tæpar 350 milljónir – og munar mest um þann samdrátt. Krónan styrktist líka á árinu og því minnka útflutningstekjurnar í samræmi við þá þróun.
 
Í upplýsingunum frá LS kemur enn fremur fram að 77 prósent afurðanna, miðað við verðmæti, hafi farið til Evrópu, þar af 42 prósent til aðildarlanda Evrópusambandsins (ESB) en 35 prósent til landa utan ESB; einkum Noregs, Rússlands og Færeyja.  Til Asíu fóru 15 prósent og átta prósent til N-Ameríku.  Noregur er sem fyrr verðmætasta útflutningslandið, en tekjur vegna útflutnings þangað námu um 600 milljónum króna. 
Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 8. febrúar 2023

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt tölum Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. ...

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sa...

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...