Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Útflutningsverðmæti sauðfjárafurða nam 3,1 milljarði
Fréttir 17. febrúar 2015

Útflutningsverðmæti sauðfjárafurða nam 3,1 milljarði

Höfundur: smh
Í tölum sem Hagstofa Íslands hefur birt kemur fram að sauðfjárafurðir voru fluttar úr landi á síðasta ári fyrir ríflega 3,1 milljarð króna. Um bráðabirgðatölur er að ræða.
 
Samkvæmt upplýsingum af vef Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) er það heldur minna en á árinu 2013, þegar verðmæti afurðanna nam 3,5 milljörðum króna.  Stærstur hluti afurðanna er kjöt og ýmsar kjötafurðir, eða 74,2 prósent. Gærur skiluðu 13,3 prósentum og ull 12,5 prósentum.  
 
Þá var magn afurða sömuleiðis minna eða 6.889 tonn í stað 7.861 árið 2013.  Vegna verðlækkana á mörkuðum með gærur dróst útflutningur á þeim saman um 1.000 tonn og verðmætið um tæpar 350 milljónir – og munar mest um þann samdrátt. Krónan styrktist líka á árinu og því minnka útflutningstekjurnar í samræmi við þá þróun.
 
Í upplýsingunum frá LS kemur enn fremur fram að 77 prósent afurðanna, miðað við verðmæti, hafi farið til Evrópu, þar af 42 prósent til aðildarlanda Evrópusambandsins (ESB) en 35 prósent til landa utan ESB; einkum Noregs, Rússlands og Færeyja.  Til Asíu fóru 15 prósent og átta prósent til N-Ameríku.  Noregur er sem fyrr verðmætasta útflutningslandið, en tekjur vegna útflutnings þangað námu um 600 milljónum króna. 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...