Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Útflutningsverðmæti sauðfjárafurða nam 3,1 milljarði
Fréttir 17. febrúar 2015

Útflutningsverðmæti sauðfjárafurða nam 3,1 milljarði

Höfundur: smh
Í tölum sem Hagstofa Íslands hefur birt kemur fram að sauðfjárafurðir voru fluttar úr landi á síðasta ári fyrir ríflega 3,1 milljarð króna. Um bráðabirgðatölur er að ræða.
 
Samkvæmt upplýsingum af vef Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) er það heldur minna en á árinu 2013, þegar verðmæti afurðanna nam 3,5 milljörðum króna.  Stærstur hluti afurðanna er kjöt og ýmsar kjötafurðir, eða 74,2 prósent. Gærur skiluðu 13,3 prósentum og ull 12,5 prósentum.  
 
Þá var magn afurða sömuleiðis minna eða 6.889 tonn í stað 7.861 árið 2013.  Vegna verðlækkana á mörkuðum með gærur dróst útflutningur á þeim saman um 1.000 tonn og verðmætið um tæpar 350 milljónir – og munar mest um þann samdrátt. Krónan styrktist líka á árinu og því minnka útflutningstekjurnar í samræmi við þá þróun.
 
Í upplýsingunum frá LS kemur enn fremur fram að 77 prósent afurðanna, miðað við verðmæti, hafi farið til Evrópu, þar af 42 prósent til aðildarlanda Evrópusambandsins (ESB) en 35 prósent til landa utan ESB; einkum Noregs, Rússlands og Færeyja.  Til Asíu fóru 15 prósent og átta prósent til N-Ameríku.  Noregur er sem fyrr verðmætasta útflutningslandið, en tekjur vegna útflutnings þangað námu um 600 milljónum króna. 
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...