Leitar eftir samstarfi við bændur og landeigendur
Fyrirtækið Hafrún hefur frá árinu 2013 unnið fjallagrös og selt meðal annars til íslenskra vín- og fæðubótarframleiðenda. Fyrirtækið hyggur nú á útrás í sölu hvannarlaufa og leitar samstarfs við bændur og landeigendur um aðgengi að nytjalöndum þeirra.
Horft út fyrir landsteina í markaðssetningu
Kári Kárason rekur Hafrúnu, sem hann segist hafa tekið við af föður sínum árið 2004 en þá var það sjávarútvegsfyrirtæki. Hann segir að undanfarin þrjú ár hafi orðið sú breyting á starfseminni að meira sé horft úr fyrir landsteinana með markaðssetningu á íslensku jurtunum. „Í sumar hef ég verið á ferð um norður landið til að kanna og reyna að leggja mat á hve mikið sé hægt að tína.
Þá verður þetta um tilraun að ræða til útflutnings á íslenskum náttúrujurtum. Ég hef nú þegar flutt út nokkur hundruð kíló af hvannarlaufum og langar að athuga með samstarf við bændur og landeigendur um möguleika þess að selja fjallagrös á erlenda markaði.
Möluð fjallagrös
„Í dag er ég að selja þurrkuð hvannarlauf á kínamarkað en langar að athuga með útflutning á möluðum fjallagrösum. Á sama tíma erum við opnir fyrir öðrum möguleikum. ég tel að vinna þarf verkefnið hægt en örugglega, finna kaupendur fyrst og síðan finna samstarfsaðila til að týna jurtirnar, sem og að koma upp góðri aðstöðu fyrir mölun og pökkun,“ heldur Kári áfram.
Hafrún fékk styrk úr matvælasjóði til að kanna og kynna grasatínslu sem atvinnugrein, kanna heilnæmi varanna, meðal annars magn gerla og fleira.
Hvannarlauf á Kínamarkað
„Í dag er verkefnið einskorðað við hvönn og fjallagrös en í leiðinni leitað leiða til að útvíkka þetta verkefni og kann með möguleika á örðum jurtum og þá erum við að tala um þurrkaðar vörur og muldar.
Hvannarlaufin hafa verið að fara á kínamarkað en vitað er um áhuga á fjallagrösum í Evrópu, til dæmis til ópalgerðar,“ segir Kári.
Beðið er með frekara markaðsstarf þar til búið er að kanna betur grundvöllinn fyrir öflun á jurtunum. Samstarfið við bændur og landeigendur verður í raun um aðgengi að löndum, að sögn Kára, en vonandi líka um tínslu og hráefnisöflun.
Stefnt er að halda kynningarfundi í haust á Norðurlandi en áhugasamir geta haft samband við Kára í gegnum netfangið hafrunehf@gmail.com.
