Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Færeyingar hrifnir af íslensku hrútakjöti
Fréttir 3. nóvember 2016

Færeyingar hrifnir af íslensku hrútakjöti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frændur okkar í Færeyjum eru hrifnir af íslensku hrútakjöti sem þeir þurrka og gera úr skerpukjöt. Á þessu ári verða fluttir 360 hrútaskrokkar til Færeyja en markaður er fyrir að minnsta kosti 800.

Petur Sørensen, starfsmaður Landshandling í Færeyjum, segir að undanfarin þrjú ár hafi fyrirtækið flutt inn hrútakjöt frá Íslandi til Færeyja. „Færeyingum líkar mjög vel við ógelt íslenskt hrútakjöt og það er mikið þurrkað til að búa til skerpukjöt og dýr matur í Færeyjum.“

Innflutningur á hrútakjöti til Færeyja hófst fyrir þremur árum og segir Petur að fyrsta árið hafi Landshandlingin flutt inn 60 skrokka en annað árið hafa þeir verið rúmlega 400. „Í ár verða þeir líklega 370 en við vildum fá að minnsta kosti 800 en því miður er ekki hægt að fá svo marga skrokka.
Kjötið sem við erum að flytja inn er af öllum hrútum, eins, tveggja og þriggja ára gamlir.“

Færeyingarnir borga 19,5 krónur danskar fyrir kílóið af kjötinu, sem eru um 326 krónur íslenskar.

Að sögn Peturs þurfa skrokkarnir að hanga í allt að sex mánuði til að ná réttum þurrki. Síðurnar þorna fyrst en lærið tekur lengstan tíma að þorna.

Petur segist vona að áframhald og aukning verði á innflutningi á íslenskum hrútum til Færeyja á næstu árum enda um góðan markað að ræða bæði fyrir hrúta- og lambakjöt.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...