Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Færeyingar hrifnir af íslensku hrútakjöti
Fréttir 3. nóvember 2016

Færeyingar hrifnir af íslensku hrútakjöti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frændur okkar í Færeyjum eru hrifnir af íslensku hrútakjöti sem þeir þurrka og gera úr skerpukjöt. Á þessu ári verða fluttir 360 hrútaskrokkar til Færeyja en markaður er fyrir að minnsta kosti 800.

Petur Sørensen, starfsmaður Landshandling í Færeyjum, segir að undanfarin þrjú ár hafi fyrirtækið flutt inn hrútakjöt frá Íslandi til Færeyja. „Færeyingum líkar mjög vel við ógelt íslenskt hrútakjöt og það er mikið þurrkað til að búa til skerpukjöt og dýr matur í Færeyjum.“

Innflutningur á hrútakjöti til Færeyja hófst fyrir þremur árum og segir Petur að fyrsta árið hafi Landshandlingin flutt inn 60 skrokka en annað árið hafa þeir verið rúmlega 400. „Í ár verða þeir líklega 370 en við vildum fá að minnsta kosti 800 en því miður er ekki hægt að fá svo marga skrokka.
Kjötið sem við erum að flytja inn er af öllum hrútum, eins, tveggja og þriggja ára gamlir.“

Færeyingarnir borga 19,5 krónur danskar fyrir kílóið af kjötinu, sem eru um 326 krónur íslenskar.

Að sögn Peturs þurfa skrokkarnir að hanga í allt að sex mánuði til að ná réttum þurrki. Síðurnar þorna fyrst en lærið tekur lengstan tíma að þorna.

Petur segist vona að áframhald og aukning verði á innflutningi á íslenskum hrútum til Færeyja á næstu árum enda um góðan markað að ræða bæði fyrir hrúta- og lambakjöt.

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...