Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Færeyingar hrifnir af íslensku hrútakjöti
Fréttir 3. nóvember 2016

Færeyingar hrifnir af íslensku hrútakjöti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frændur okkar í Færeyjum eru hrifnir af íslensku hrútakjöti sem þeir þurrka og gera úr skerpukjöt. Á þessu ári verða fluttir 360 hrútaskrokkar til Færeyja en markaður er fyrir að minnsta kosti 800.

Petur Sørensen, starfsmaður Landshandling í Færeyjum, segir að undanfarin þrjú ár hafi fyrirtækið flutt inn hrútakjöt frá Íslandi til Færeyja. „Færeyingum líkar mjög vel við ógelt íslenskt hrútakjöt og það er mikið þurrkað til að búa til skerpukjöt og dýr matur í Færeyjum.“

Innflutningur á hrútakjöti til Færeyja hófst fyrir þremur árum og segir Petur að fyrsta árið hafi Landshandlingin flutt inn 60 skrokka en annað árið hafa þeir verið rúmlega 400. „Í ár verða þeir líklega 370 en við vildum fá að minnsta kosti 800 en því miður er ekki hægt að fá svo marga skrokka.
Kjötið sem við erum að flytja inn er af öllum hrútum, eins, tveggja og þriggja ára gamlir.“

Færeyingarnir borga 19,5 krónur danskar fyrir kílóið af kjötinu, sem eru um 326 krónur íslenskar.

Að sögn Peturs þurfa skrokkarnir að hanga í allt að sex mánuði til að ná réttum þurrki. Síðurnar þorna fyrst en lærið tekur lengstan tíma að þorna.

Petur segist vona að áframhald og aukning verði á innflutningi á íslenskum hrútum til Færeyja á næstu árum enda um góðan markað að ræða bæði fyrir hrúta- og lambakjöt.

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...