Sjávarafurðir skila rúmum 90% útflutningsverðmæta í Færeyjum
Þrátt fyrir aflasamdrátt hjá færeyskum skipum á síðasta ári má segja að árið hafi verið gjöfult. Í heild gaf færeyskur sjávarútvegur og fiskeldi tæpa 150 milljarða íslenskra króna í útflutningstekjur. Mikilvægasta tegundin, eldislax, skilaði um 67 milljörðum íslenskum sem er um 46% af verðmæti útfluttra sjávarafurða.