Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Alls voru 1.592 hross flutt út á árinu 2023 samkvæmt tölum WorldFengs, upprunaættbók íslenska hestsins. Útfluttu hrossin eru meira en helmingi færri en árið 2021 en útflutningstekjurnar þó mun hærri samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Alls voru 1.592 hross flutt út á árinu 2023 samkvæmt tölum WorldFengs, upprunaættbók íslenska hestsins. Útfluttu hrossin eru meira en helmingi færri en árið 2021 en útflutningstekjurnar þó mun hærri samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Mynd / Íslandsstofa
Fréttir 18. janúar 2024

Færri hross en hærra verð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Meðalverð á útfluttu hrossi var um milljón krónur á árinu 2023 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Uppgefin verð hafa hækkað töluvert milli ára.

Alls voru 1.592 hross flutt út á árinu 2023 samkvæmt tölum WorldFengs, upprunaættbók íslenska hestsins. Er þetta um 24% samdráttur í útflutningi hrossa frá árinu 2022 þegar 2.085 hross voru flutt út, en minna en helmingur af útflutningi metársins 2021 þegar 3.341 hross var flutt frá landinu.

Samkvæmt tölum WorldFengs voru 702 hryssur, 616 geldingar og 274 stóðhestar flutt út á árinu 2023. Alls voru 119 hrossanna með fyrstu verðlaun í kynbótadómi. Hæst dæmda útflutta hrossið var stóðhesturinn Þór frá Stóra-Hofi en hann er með 8,84 í aðaleinkunn. Hann er fæddur 2013 undan Arion frá Eystra-Fróðholti og heiðursverðlaunahryssunni Örk frá Stóra-Hofi. Hann lét að sér kveða á Landsmóti hestamanna árið 2022 og hlaut brons í töltkeppni mótsins.

Hátt dæmd hross útflutt

Verðlaunahryssan Katla frá Hemlu II var hæst dæmda hryssan til að yfirgefa Ísland á árinu 2023, en hún hefur verið í eigu Önju Egger-Meier frá Sviss síðan árið 2019. Katla var hæst dæmda kynbótahross ársins 2021 og tók þátt í kynbótadómum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins árið 2023.

Af öðrum hátt dæmdum útfluttum hrossum má nefna Sölku frá Efri- Brú (ae. 8,76), Spaða frá Stuðlum (ae. 8,73), Organista frá Horni I (aw. 8,72), Lýdíu frá Eystri-Hól (ae. 8,67), Hersi frá Húsavík (ae. 8,62) og Hrönn frá Fákshólum (ae. 8,55).

Útflutningslöndin voru 21 talsins. Langflest hrossanna, 757 þeirra, fóru til Þýskalands. Þá fóru 193 til Danmerkur, Spánar, Finnlands, Færeyja, Frakklands, Bretlands, Ungverjalands, Írlands, Ítalíu, Lúxemborg, 144 til Svíþjóðar, 101 til Austurríkis og 101 til Bandaríkjanna. Önnur hross fóru til Belgíu, Kanada, Sviss, Lettlands, Hollands, Noregs og Póllands.

Meðalverð um milljón

Í tölum Hagstofu Íslands má finna uppgefið útflutningsverð hrossa gegnum tollskrárnúmer. Í þeim eru skráð 1.969 útflutningshross á fyrstu tíu mánuðum ársins 2023 sem eru mun fleiri en útgefnir hrossapassar fyrir árið, en slíkur passi er forsenda útflutnings. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands sækir stofnunin tölur sínar frá Tollinum, en slík gögn geta borist seint. Þannig mun töluvert af uppgefnum útflutningi árið 2023 hafa farið fram árið 2022.

En samkvæmt uppgefnum útflutningstekjum hjá Hagstofu Íslands námu þær ríflega 2 milljörðum á fyrstu tíu mánuðum ársins 2023 og er það töluvert hærra en fyrir sama tímabil í fyrra þegar tekjurnar námu 1,3 milljörðum króna. Meðalverð hests samkvæmt uppgefnum tölum nú er rúmlega milljón krónur. Meðalverðin voru allt frá tæpum sextíu þúsund krónum upp í 2,5 milljónir króna fyrir eitt hross. Hæst er meðalverð fyrir hross sem fara til Sviss um 2,6 milljón kr. Uppgefið meðalverð er yfir 2 milljónum króna fyrir hross sem hafa farið til Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Sviss og Ítalíu.

Ekki eru nema tvö ár síðan meðalverð útfluttra hrossa var um 690.000 krónur samkvæmt Hagstofunni en í fyrra var meðalverðið um 916.000 krónur.

Skylt efni: útflutningur

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...