Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Inn- og útflutningur á kjöti: Miðað er við nettóvigt í öllum tilvikum
Mynd / TB
Fréttir 17. janúar 2019

Inn- og útflutningur á kjöti: Miðað er við nettóvigt í öllum tilvikum

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Nokkur styr hefur staðið um umreikning á tollkvótum þegar rætt er um „ígildi kjöts með beini“ eða beinlausa vöðva. Það hefur þótt skjóta skökku við að innflutningur hingað til lands hefur verið reiknaður án beina en útflutningur á kindakjöti með beini. Í bréfi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sem sent var Félagi atvinnurekenda um áramótin, kemur fram að hér eftir verði miðað við nettóvigt af öllu kjöti við útreikning tollkvóta.   
 
Í tillögum starfshóps sem þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði og hafði það hlutverk að kanna áhrif tollasamnings við ESB kom meðal annars fram „ … að við útreikning á magni tollkvóta við innflutning verði miðað við ígildi kjöts með beini, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar“. Þessum áformum mótmælti Félag atvinnurekenda (FA) í bréfi til ráðuneytisins þann 7. maí á síðasta ári. Vísaði félagið í að hvergi væri kveðið á um að tollfrjálsir innflutningskvótar fyrir kjötvörur skuli miðaðir við kjöt á beini. Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu á sínum tíma var fullyrt að ef þessi reikniregla yrði ofan á þýddi það að tollkvótarnir myndu nýtast ver og þriðjungi minna kjöt flutt inn án tolls en ella hefði orðið. Í bréfi FA var því spurt hvaða reiknireglum ráðuneytið hygðist beita við umreikning tollkvóta og á hvaða grunni þær voru byggðar. 
 
Íslenskt kindakjöt reiknað með beini inn á innri markað ESB 
 
Svar barst frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 28. desember sl., eða tæpum 8 mánuðum eftir að bréf FA var sent til ráðuneytisins. Á svarinu má skilja að hér eftir verði miðað við nettóvigt á kjöti en ekki umreiknað í „ígildi kjöts með beini“. Ráðuneytið bendir á að í eldri tollasamningi, sem nýi samningurinn hafi leyst af hólmi, hafi ávallt verið miðað við nettóvigt kjöts. Þar segir: „Ekki voru gerðar athugasemdir við það af Íslands hálfu en bent á mikilvægi þess að samræmis væri gætt í útreikningi einstaka afurðategunda í kvóta og að ekki væri mismunað milli kjöttegunda. Framkvæmd ESB við innflutning á kindakjöti hafði hins vegar verið með þeim hætti að reiknistuðli (1,67) var beitt þannig að bein voru reiknuð inn í vigtina og þar með gekk hraðar á kvótann.“ 
 
ESB búið að breyta reglunni
 
Í bréfi ráðuneytisins til FA segir að íslenskir embættismenn hafi á sínum tíma vakið athygli á því að þessi framkvæmd hafi orðið til þess að íslenskir útflutningsaðilar hafi þurft að taka til baka sendingar með tilkostnaði. Í bréfinu segir orðrétt: „Málið hafði því verið til skoðunar vegna þessa en nú nýlega fengust þær upplýsingar að þessari framkvæmd hefur verið breytt og er nú miðað við nettóvigt í öllum tilvikum. Þar af leiðandi gerir ráðuneytið ekki ráð fyrir því að svo stöddu að framkvæmdinni verði breytt frá því sem verið hefur hvað varðar ofangreint.“ 
 
Kom útflytjendum á óvart
 
Samkvæmt heimildum Bændablaðsins kom þessi breyting útflytjendum spánskt fyrir sjónir. Sláturleyfishafar hættu nokkrir útflutningi á kindakjöti í nóvember þar sem útflutningskvótinn var fullnýttur. Dæmi eru um að útflytjendur hafi þurft að koma íslensku kjöti fyrir í frystigeymslum erlendis, til að bíða nýs kvótaárs, með ærnum tilkostnaði. Það hefði ekki þurft hefði kjötið verið reiknað með sambærilegri reglu og hefur gilt um annað kjöt en íslenskt kindakjöt hingað til.
 
Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...