Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ær- og hrossakjöt ekki á bannlista Rússa
Mynd / Bjarni Gunnar Kristinsson
Fréttir 13. ágúst 2015

Ær- og hrossakjöt ekki á bannlista Rússa

Höfundur: Vilmundur Hansen
Á síðasta ári bönnuðu yfirvöld í Rúss­landi innflutning á matvælum frá löndum Evrópusambands­ins og Noregi sem mótvægisaðgerð við refsiaðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins vegna Úkra­ínudeilunnar.
 
Bannið, sem upphafalega átti að vara í ár, hefur verið framlengt og íhuga rússnesk yfirvöld að bæta fleiri lönd­um á listann, þar á meðal Íslandi. 
 
Ágúst Andrésson, ræðismaður Rússlands á Sauðárkróki, hefur ekki trú á að Rússar setji Ísland á bannlistann og þar að auki segir hann að ær- og hrossakjöt sé ekki á núverandi lista Rússa yfir matvæli sem ekki má flytja til landsins. 
 
„Það er ekkert nýtt við það að Ísland styðji refsiaðgerðirnar gegn Rúss­um vegna Úkraínudeilunnar. Rússar settu okkur ekki á bannlistann á síðasta ári og ég á mjög erfitt með að trúa að þeir geri það núna þrátt fyrir framlengingu bannsins. Að mínu viti mun viðskiptasaga Ís­lands og Rússlands og djúp vinátta þjóðanna verða þess valdandi að Ísland verði ekki sett meðal þeirra þjóða sem eru á bannlistanum.“
 
Mikil verðmæti í húfi
 
Verði af banninu gæti það aftur á móti haft verulega slæmar afleið­ing­ar í för með sér fyrir sjávarútvegsfyrirtæki sem flytja afurðir til Rússlands. 
 
Árið 2013 voru flutt úr 742 tonn af sauðfjárafurðum til Rússlands og 510 tonn 2014 en milli 500 og 700 tonn af hrossakjöti þessi sömu ár. Verðmæti þessa útflutnings er um 600 milljónir króna á ári.
Heildarútflutningsverðmæti til Rússlands fyrstu sex mánuði árs­ins 2015 nam um sjö milljörðum ís­lenskra króna en var á sama tímabili í fyrra tæpur 11,5 milljarður. Sam­tök fyrirtækja í sjávarútvegi telja útflutningsverðmæti sjávarafurða nema 37 milljörðum í ár. 

Skylt efni: Rússland | útflutningur

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...