Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Útflutningsverðmæti þorsks frá 1981 til 2016 hefur stóraukist
Fréttir 6. október 2017

Útflutningsverðmæti þorsks frá 1981 til 2016 hefur stóraukist

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ef horft er til árangurs Íslendinga í aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi er hún mikil hvað varðar verðmætar tegundir eins og þorsks.

Árið 2016 var útflutningsverðmæti landaðs þorskafla Íslendinga 3,15 dollarar á kíló, 4,6 sinnum meira en árið 1981. Þorskaflinn 2016 skilaði 2,6 sinnum meiri verðmætum en 1981, þótt aflinn 2016 hafi einungis verið 57% af afla ársins 1981. Þetta kom fram í máli Önnu Kristínar Daníelsdóttur, sviðsstjóra rannsókna og nýsköpunar hjá Matís, á ráðherrafundi í tengslum við World Seafood Congress sem haldin var í Hörpu fyrir skömmu.

Verð fremur en magn

Árið 2016 öfluðu Íslendingar alls einnar milljón og 67 þúsund tonna, útfluttar sjávarafurðir námu 576 þúsund tonnum. Fyrir hvert útflutt kíló af sjávarafurðum fékkst 2,5 sinnum meira árið 2016 en árið 2003, en það ár var tekin ákvörðun um að auka verðmæti sjávarfangs með rannsóknum og þróun. Þá var ákveðið að huga fremur að verðmætum afurða en magni hráefna.

Þorskurinn verðmætur

Árangurinn er enn meiri sé litið sérstaklega til verðmætustu tegundarinnar, þorsksins. Árið 2016 var útflutningsverðmæti landaðs þorskafla Íslendinga 3,15 dollarar, 343,59 íslenskar krónur, á kíló sem er 4,6 sinnum meira en árið 1981.

Þorskaflinn 2016 skilaði 2,6 sinnum meiri verðmætum en 1981, þrátt fyrir að þorskaflinn 2016 hafi einungis verið 57% af þorskafla ársins 1981.

Skylt efni: útflutningur | þorskur

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...