Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mögulegur heyútflutningur í skoðun
Mynd / BBL
Fréttir 13. júlí 2018

Mögulegur heyútflutningur í skoðun

Höfundur: Bjarni Rúnars

Mikil þurrkar hafa gert bændum í Noregi og víðar lífið leitt seinustu mánuði. Nú er svo komið að bændur hafa jafnvel neyðst til þess að slátra gripum sökum þurrka.  Unnið er að því þessa dagana að kanna möguleika á að mæta eftirspurn norskra bænda eftir heyi og útfæra með hvaða hætti staðið yrði að slíkum útflutningi. Vegna góðrar tíðar árið 2017 sitja margir bændur á miklum fyrningum sem gætu reynst verðmætir í slíkum viðskiptum.

Verklag í smíðum

Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur hjá RML, segir að verklag varðandi heysölu sé í smíðum á milli  Matvælastofnunar og Norsku Matvælastofnunarinnar. Heyin sem óskað er eftir þurfi að vera af öllum toga og ekki sé útséð um hversu mikið magn verði flutt út, ef til þess kemur yfir höfuð. Þá séu viðræður um verð ekki tímabærar.  Líklegt sé að innflutningsaðili í Noregi muni sjá um framkvæmd viðskiptanna og það eigi eftir að koma í ljós hvert verðið verður fyrir heyið. Hún telur  að hár flutningskostnaður muni  halda aftur af verði á innanlandsmarkaði  þrátt fyrir útflutning og segist treysta bændasamfélaginu til að mæta innanlandsþörf með sanngjörnum hætti. Á þessum tímapunkti telur hún ekki ráðleggt að íslenskir bændur fari út í fjárfestingar í ræktun til að anna þessari eftirspurn, óvissan sé en umtalsverð.

 

Skylt efni: heyskapur | útflutningur | Þurrkar

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...