Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Heimsmarkaðsverð hefur hækkað frá því í desember.
Heimsmarkaðsverð hefur hækkað frá því í desember.
Mynd / ál
Fréttir 27. janúar 2025

Áburðarverð lækkar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í lok síðasta árs kom út verðskrá Sláturfélags Suðurlands á Yara­ áburði. Skeljungur, Lífland, Búvís og Fóðurblandan hafa fylgt því eftir með eigin verðskrám á síðustu dögum.

Úlfur Blandon hjá Fóður­blöndunni segir verðlækkunina vera að meðaltali fimm prósent, en sé misjöfn milli tegunda. Ólíkir þættir skýri verðlækkunina, en þegar samningar voru gerðir við framleiðanda erlendis hafi heimsmarkaðsverð og gengi krónunnar verið hagstætt.

Hann bendir á að áburðarverð hafi nýverið tekið að hækka aftur í Evrópu. Fóðurblandan var búin að gera samninga við sína birgja fyrir þann tíma, en ekki sé hægt að tryggja óbreytt áburðarverð fyrir bændur sem leggja inn pöntun eftir að verðskráin rennur út 1. mars næstkomandi. Aðrir áburðarsalar sem Bændablaðið var í samskiptum við töluðu á sömu nótum og hefur áburðarverð lækkað hjá öllum um fimm til sex prósent í samanburði við verðskrár í fyrra.

Í svari frá Sláturfélagi Suðurlands segir að áburðarverð á erlendum mörkuðum hafi náð hámarki í apríl 2022 eftir að hafa hækkað hratt í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Áburðarverð lækkaði síðan nokkuð hratt fram á vor 2024 og hélst stöðugt fram í desember, en síðan þá hefur það hækkað aftur. Í janúar hafa verðhækkanirnar haldið áfram, sérstaklega á köfnunarefni.

Skylt efni: áburðarverð

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...