Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Heimsmarkaðsverð hefur hækkað frá því í desember.
Heimsmarkaðsverð hefur hækkað frá því í desember.
Mynd / ál
Fréttir 27. janúar 2025

Áburðarverð lækkar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í lok síðasta árs kom út verðskrá Sláturfélags Suðurlands á Yara­ áburði. Skeljungur, Lífland, Búvís og Fóðurblandan hafa fylgt því eftir með eigin verðskrám á síðustu dögum.

Úlfur Blandon hjá Fóður­blöndunni segir verðlækkunina vera að meðaltali fimm prósent, en sé misjöfn milli tegunda. Ólíkir þættir skýri verðlækkunina, en þegar samningar voru gerðir við framleiðanda erlendis hafi heimsmarkaðsverð og gengi krónunnar verið hagstætt.

Hann bendir á að áburðarverð hafi nýverið tekið að hækka aftur í Evrópu. Fóðurblandan var búin að gera samninga við sína birgja fyrir þann tíma, en ekki sé hægt að tryggja óbreytt áburðarverð fyrir bændur sem leggja inn pöntun eftir að verðskráin rennur út 1. mars næstkomandi. Aðrir áburðarsalar sem Bændablaðið var í samskiptum við töluðu á sömu nótum og hefur áburðarverð lækkað hjá öllum um fimm til sex prósent í samanburði við verðskrár í fyrra.

Í svari frá Sláturfélagi Suðurlands segir að áburðarverð á erlendum mörkuðum hafi náð hámarki í apríl 2022 eftir að hafa hækkað hratt í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Áburðarverð lækkaði síðan nokkuð hratt fram á vor 2024 og hélst stöðugt fram í desember, en síðan þá hefur það hækkað aftur. Í janúar hafa verðhækkanirnar haldið áfram, sérstaklega á köfnunarefni.

Skylt efni: áburðarverð

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...