Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Heimsmarkaðsverð hefur hækkað frá því í desember.
Heimsmarkaðsverð hefur hækkað frá því í desember.
Mynd / ál
Fréttir 27. janúar 2025

Áburðarverð lækkar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í lok síðasta árs kom út verðskrá Sláturfélags Suðurlands á Yara­ áburði. Skeljungur, Lífland, Búvís og Fóðurblandan hafa fylgt því eftir með eigin verðskrám á síðustu dögum.

Úlfur Blandon hjá Fóður­blöndunni segir verðlækkunina vera að meðaltali fimm prósent, en sé misjöfn milli tegunda. Ólíkir þættir skýri verðlækkunina, en þegar samningar voru gerðir við framleiðanda erlendis hafi heimsmarkaðsverð og gengi krónunnar verið hagstætt.

Hann bendir á að áburðarverð hafi nýverið tekið að hækka aftur í Evrópu. Fóðurblandan var búin að gera samninga við sína birgja fyrir þann tíma, en ekki sé hægt að tryggja óbreytt áburðarverð fyrir bændur sem leggja inn pöntun eftir að verðskráin rennur út 1. mars næstkomandi. Aðrir áburðarsalar sem Bændablaðið var í samskiptum við töluðu á sömu nótum og hefur áburðarverð lækkað hjá öllum um fimm til sex prósent í samanburði við verðskrár í fyrra.

Í svari frá Sláturfélagi Suðurlands segir að áburðarverð á erlendum mörkuðum hafi náð hámarki í apríl 2022 eftir að hafa hækkað hratt í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Áburðarverð lækkaði síðan nokkuð hratt fram á vor 2024 og hélst stöðugt fram í desember, en síðan þá hefur það hækkað aftur. Í janúar hafa verðhækkanirnar haldið áfram, sérstaklega á köfnunarefni.

Skylt efni: áburðarverð

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...