Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heimsmarkaðsverð hefur hækkað frá því í desember.
Heimsmarkaðsverð hefur hækkað frá því í desember.
Mynd / ál
Fréttir 27. janúar 2025

Áburðarverð lækkar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í lok síðasta árs kom út verðskrá Sláturfélags Suðurlands á Yara­ áburði. Skeljungur, Lífland, Búvís og Fóðurblandan hafa fylgt því eftir með eigin verðskrám á síðustu dögum.

Úlfur Blandon hjá Fóður­blöndunni segir verðlækkunina vera að meðaltali fimm prósent, en sé misjöfn milli tegunda. Ólíkir þættir skýri verðlækkunina, en þegar samningar voru gerðir við framleiðanda erlendis hafi heimsmarkaðsverð og gengi krónunnar verið hagstætt.

Hann bendir á að áburðarverð hafi nýverið tekið að hækka aftur í Evrópu. Fóðurblandan var búin að gera samninga við sína birgja fyrir þann tíma, en ekki sé hægt að tryggja óbreytt áburðarverð fyrir bændur sem leggja inn pöntun eftir að verðskráin rennur út 1. mars næstkomandi. Aðrir áburðarsalar sem Bændablaðið var í samskiptum við töluðu á sömu nótum og hefur áburðarverð lækkað hjá öllum um fimm til sex prósent í samanburði við verðskrár í fyrra.

Í svari frá Sláturfélagi Suðurlands segir að áburðarverð á erlendum mörkuðum hafi náð hámarki í apríl 2022 eftir að hafa hækkað hratt í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Áburðarverð lækkaði síðan nokkuð hratt fram á vor 2024 og hélst stöðugt fram í desember, en síðan þá hefur það hækkað aftur. Í janúar hafa verðhækkanirnar haldið áfram, sérstaklega á köfnunarefni.

Skylt efni: áburðarverð

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...