Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Útflutningsverðmæti
Mynd / Íslandsstofa
Leiðari 5. mars 2024

Útflutningsverðmæti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri.

Þótt framleiðsla landbúnaðarafurða sé að mestu hugsuð miðað við innlenda þörf er töluverður útflutningur staðreynd.

Útflutningsverðmæti íslenskra búvara reyndust að minnsta kosti átta milljarðar króna í fyrra. Nokkuð stór hluti þeirrar upphæðar tengist íslenska hestinum. Hagstofa Íslands birti í lok janúar vöruviðskiptatölur fyrir desembermánuð í fyrra og er því hægt að glugga í heildartölur viðskipta inn og út úr landi árið 2023. Í gegnum þær er hægt að reikna út útflutningsverðmæti ýmissa vara. Hér eru nokkur dæmi.

Uppgefin heildarverðmæti vegna útflutnings reiðhrossa var um 2,3 milljarðar króna og er mun meiri en síðustu ár þrátt fyrir að hrossafjöldinn sé ekki jafn mikill. Samkvæmt upplýsingum frá líftæknifyrirtækinu Ísteka námu útflutningsverðmæti framleiðslu þeirra um 1,9 milljörðum króna á árinu 2023. Ísteka framleiðir vöru úr blóði fylfullra hryssa hér á landi. Útflutningur hrossakjöts var ríflegur og verðmæti þess hefur stóraukist ef borin eru saman síðustu tvö ár. Um 216 tonn voru flutt út og er uppgefið heildarverðmæti þess í tölum Hagstofunnar nær 240 m.kr.

Kasakstan er nýtt útflutningsland fyrir íslenskt hrossakjöt. Árið 2022 voru fyrst flutt þangað 52 tonn og sama magn fór þangað árið 2023. Það er um 24% af heildarmagni hrossakjöts sem selt var út í fyrra en verðmæti þess er lítil, kílóverðið reyndist 224 krónur. Til samanburðar var verðmæti hrossakjöts sem sent var til Ítalíu metið á um 3.390 kr/kg. Hrossakjöt er með algengustu kjötfæðu íbúa í Kasakstan.

Ein allra dýrasta landbúnaðarafurð Íslands er æðardúnn en talið er að Ísland sé með um 70–80% heimsmarkaðshlutdeild á vörunni. Árið 2023 voru rúm 2.600 kíló flutt út að verðmæti tæplega 700 m.kr.

Útflutningsverðmæti ýmissa mjólkurvara var um 1,2 milljarðar króna en við flytjum út töluvert af skyri og skyrdrykkjum. Verðmæti útflutnings á lamba- og kindakjöti árið 2023 nam um 1,7 milljörðum króna, en flutt voru út ríflega 1.800 tonn af kjöti. Stærsta útflutningslandið á nýju og frosnu lamba- og kindakjöti var Bretland, en þangað fóru um 482 tonn af kjöti. Ríflega 405 tonn fóru til Noregs, 308 tonn til Japans og 285 tonn til Færeyja. Verðmæti útflutnings til Bretlands var þó töluvert lægra en útflutningstekjur til Noregs, Japans og Færeyja. Áhugavert er að sjá að langstærsti hluti útfluttra sviðakjamma fer til Færeyja. Árið 2023 voru ríflega 26 tonn af frystum sviðum flutt þangað og eru uppgefnar útflutningstekjur tæpar 13 m.kr. eða um 489 kr. fyrir kílóið.

Ísland flytur þó nokkuð af grænmeti og ávöxtum út en langstærsti hluti þess fer til Grænlands og uppruni vörunnar ekki alltaf íslenskur. Þó eru þar undantekningar, t.a.m. sendum við þangað reglulega þær vörur sem íslenskir garðyrkjubændur rækta, s.s. gúrkur, tómata, paprikur og kryddjurtir. Heildarverðmætið fer yfir 200 m.kr. en ef litið er til einstakra innlendra tegunda þá voru íslenskar gúrkur fluttar út fyrir um 80 milljónir króna.

Nautakjöt var flutt út í afar litlum mæli og var útflutningsvirði þess uppgefið tæpar 1,5 milljónir króna. Mest fór í janúar til Þýskalands, 485 kíló. Að öðru leyti fer kjötið aðallega til Grænlands. Ýmis önnur landbúnaðarvara er flutt út frá Íslandi, s.s. innmatur og ull ásamt vörum sem innihalda búvörur af ýmsu tagi.

Skylt efni: útflutningur

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 4. desember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Stofnanir og fyrirtæki á þessu landi virðast mörg hver vera orðin þreytt á því a...

Fæðuöryggi og landbúnaður
Leiðari 4. desember 2025

Fæðuöryggi og landbúnaður

Umræðan um fæðuöryggi er alltaf að taka á sig skýrari mynd. Atvinnuvegaráðherra ...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. nóvember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Tregðan til þess að seinka klukkunni hér á landi er sorglegt dæmi um íhaldssemi ...

Mikill vöxtur í landeldi
Leiðari 20. nóvember 2025

Mikill vöxtur í landeldi

Mikill vöxtur er fyrirsjáanlegur í íslensku landeldi á næstu árum, eins og fram ...

Vannýtt tækifæri
Leiðari 6. nóvember 2025

Vannýtt tækifæri

Hlutfall innlendrar búvöruframleiðslu á íslenskum matvörumarkaði hefur dregist s...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. október 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Varla hefur farið fram hjá mörgum að mikill þrýstingur á auknar virkjanaframkvæm...

Út í óvissuna
Leiðari 23. október 2025

Út í óvissuna

Ljóst er að það markmið frumvarps atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögu...

Kraftapólitík og undanbrögð
Leiðari 14. október 2025

Kraftapólitík og undanbrögð

Búvörulög mynda grundvöllinn að starfsskilyrðum bænda í landinu ásamt búvörusamn...