Jarmað, hneggjað, baulað ...
Mynd / Renel Wackett
Leiðari 24. nóvember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Tregðan til þess að seinka klukkunni hér á landi er sorglegt dæmi um íhaldssemi og vantrú á vísindi. Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafnaði því árið 2020 að breyta klukkunni eftir tveggja ára umræðu, samráðsferli þar sem metfjöldi umsagna barst, eða um 1.600 talsins, og ályktun vinnuhóps sérfróðra sem mælti sterklega með því að klukkunni yrði seinkað um klukkutíma. Þremur árum fyrr höfðu þrír vísindamenn fengið Nóbelsverðlaun í læknisfræði fyrir rannsóknir sínar á líkamsklukkunni sem útskýra hvernig plöntur, dýr og manneskjur laga lífshrynjandi sína að snúningi jarðar. Ekkert af þessu dugði. Þáverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tilkynnti að Íslendingar skyldu eftir sem áður lifa með þeirri ákvörðun stjórnmálamanna frá árinu 1968 að búa við vitlaust stillta klukku. Erla Björnsdóttir, svefnsérfræðingur sem sat í vinnuhópnum, hefur kallað þetta „stöðutöku gegn vísindum“.

Erla hefur nú hafið undirskriftasöfnun til þess að ýta við málinu einu sinni enn. Hún hefur bent á að áhrif rangt stilltrar klukku séu neikvæð á heilsu fólks, einkum barna og unglinga. Alma Möller, heilbrigðisráðherra og fyrrverandi landlæknir, hefur tekið undir það og sagt að „líklegt sé“ að misræmið á milli stillingar klukku hérlendis og hnattstöðu skerði svefn. Hún studdi tillöguna árið 2020 en segir að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu ef til kæmi nú. Það mun örugglega skila jákvæðri niðurstöðu því að samkvæmt skoðanakönnun Gallup er meirihluti þjóðarinnar breytingunni hlynntur.

Rökin gegn breytingu klukkunnar eru enda ekki stórvægileg og snúast aðallega um það hvernig viðskipti voru stunduð fyrir daga tölvupósts og nets. Einnig hefur verið talað um að það myndi dimma fyrr síðdegis sem gæti latt fólk til útivistar og haft áhrif á íþróttaiðkun barna. Hérlendis er útivist fyrst og fremst stunduð yfir bjartasta tíma ársins og því mun breytingin ekki hafa mikil áhrif á hana. Yfir dimmasta tíma skammdegisins stunda börn umfram allt íþróttir innanhúss og breytingin hefur engin áhrif á ljósin í íþróttahúsum landsins. Golfarar hafa haft hátt í þessari umræðu en áhugamál þeirra gengur ekki fyrir heilsu landsmanna þótt göfugt sé.

Þegar tveir þriðju þjóðarinnar, sem búa á suðvesturhorni landsins, vakna klukkan sjö að morgni, þá er klukkan í raun og veru hálf sex. Heili okkar segir okkur þá ítrekað að það sé enn nótt og að fara að sofa aftur. Hvernig væri að hlusta á heilann?

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 4. desember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Stofnanir og fyrirtæki á þessu landi virðast mörg hver vera orðin þreytt á því a...

Fæðuöryggi og landbúnaður
Leiðari 4. desember 2025

Fæðuöryggi og landbúnaður

Umræðan um fæðuöryggi er alltaf að taka á sig skýrari mynd. Atvinnuvegaráðherra ...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. nóvember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Tregðan til þess að seinka klukkunni hér á landi er sorglegt dæmi um íhaldssemi ...

Mikill vöxtur í landeldi
Leiðari 20. nóvember 2025

Mikill vöxtur í landeldi

Mikill vöxtur er fyrirsjáanlegur í íslensku landeldi á næstu árum, eins og fram ...

Vannýtt tækifæri
Leiðari 6. nóvember 2025

Vannýtt tækifæri

Hlutfall innlendrar búvöruframleiðslu á íslenskum matvörumarkaði hefur dregist s...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. október 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Varla hefur farið fram hjá mörgum að mikill þrýstingur á auknar virkjanaframkvæm...

Út í óvissuna
Leiðari 23. október 2025

Út í óvissuna

Ljóst er að það markmið frumvarps atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögu...

Kraftapólitík og undanbrögð
Leiðari 14. október 2025

Kraftapólitík og undanbrögð

Búvörulög mynda grundvöllinn að starfsskilyrðum bænda í landinu ásamt búvörusamn...