Mikill vöxtur í landeldi
Leiðari 20. nóvember 2025

Mikill vöxtur í landeldi

Höfundur: Þröstur Helgason, ritstjóri

Mikill vöxtur er fyrirsjáanlegur í íslensku landeldi á næstu árum, eins og fram kom í síðasta blaði. Kannski kemur á óvart að starfandi eru 37 fyrirtæki í landeldi en þau sem stefna á mesta framleiðslu eru fimm, Laxey, First Water, Samherji, Thor Landeldi og Matorka. Þar starfa nú um 320 manns en í greininni í heild um 4–500. Séu afleidd störf og störf sem koma til af uppbyggingarframkvæmdum fyrirtækjanna þá er talan um 1.300. Mest áhersla er á lax og bleikju og er áætlað að framleiðslan árið 2032 verði orðin 140 þúsund tonn á ári. Framleiðsluverðmæti þeirra eru áætluð 200 milljarðar króna. Til viðmiðunar má líta til talna Hagstofunnar um útflutningsverðmæti þorsks árið 2024 en þetta er tæpum 60 milljörðum meira. Þegar þarna verður komið sögu árið 2032 er áætlað að um 2.300 manns starfi með beinum eða óbeinum hætti við rekstur og framkvæmdir fyrirtækjanna fimm.

Ljóst er að hér er að verða til mikilvæg stoð undir þann „útflutningsvöxt“ sem stjórnvöld kalla nú mikið eftir. Ef marka má orð Lárusar Ásgeirssonar, formanns búgreinadeildar landeldis í Bændasamtökum Íslands, vantar þó talsvert upp á viðbragðið hjá stjórnvöldum. Lárus segir að lagaumhverfið í kringum atvinnugreinina þurfi að styrkja: „Tryggja þarf gegnsæi og skilvirkni í leyfisveitingum. Fasteignagjöld eldismannvirkja þarf að endurskoða og sérlega mikilvægt er að skoða ívilnanir meðan fyrirtæki eru í uppbyggingarfasa,“ segir hann í viðtali við blaðið og enn fremur: „Mikilvægt er að styrkja lagaumhverfi og reglugerðir þar sem áhersla er lögð á sérstöðu landeldis. Að lög og reglur endurspegli þann umhverfisvæna og sjálfbæra rekstur sem þessi fyrirtæki standa fyrir.“

Taka verður undir þetta, ekki einungis í ljósi þeirra efnahagslegu verðmæta sem landeldið stefnir í að skapa þjóðarbúinu heldur einnig í ljósi þess að hér er um að ræða sjálfbæra og umhverfisvæna starfsemi þar sem athyglisverður árangur hefur að auki náðst í heilnæmi fisksins sem verið er að ala. Í blaðinu hefur svo nýlega verið sagt frá metnaðarfullu tilraunaverkefni á vegum landeldisfyrirtækja og Bændasamtakanna, Terraforming LIFE, sem miðar að ábyrgri og sjálfbærri meðhöndlun úrgangsstrauma frá landeldi. Unnið er að því að þróa leið til þess að umbreyta landeldismykju og búfjármykju í lífrænan áburð og lífgas. Verkefnið gæti annað innlendri eftirspurn eftir áburði sem væri mikilvægur stuðningur við hringrásarhagkerfi landsins.

Einnig er mikilvægt að hugað verði að orkuþörf landeldis til næstu ára og áratuga. Hér er komin atvinnustarfsemi sem mun skila arðinum öllum til landsmanna og leiða til atvinnuuppbyggingar víða um landið. Landeldi réttlætir að því leyti aukna orkuframleiðslu.

Aftur og enn skal hér brýna stjórnvöld til þess að hafa augun opin fyrir nýsköpun og tækifærum í íslenskum landbúnaði.

Skylt efni: landeldi

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 4. desember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Stofnanir og fyrirtæki á þessu landi virðast mörg hver vera orðin þreytt á því a...

Fæðuöryggi og landbúnaður
Leiðari 4. desember 2025

Fæðuöryggi og landbúnaður

Umræðan um fæðuöryggi er alltaf að taka á sig skýrari mynd. Atvinnuvegaráðherra ...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. nóvember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Tregðan til þess að seinka klukkunni hér á landi er sorglegt dæmi um íhaldssemi ...

Mikill vöxtur í landeldi
Leiðari 20. nóvember 2025

Mikill vöxtur í landeldi

Mikill vöxtur er fyrirsjáanlegur í íslensku landeldi á næstu árum, eins og fram ...

Vannýtt tækifæri
Leiðari 6. nóvember 2025

Vannýtt tækifæri

Hlutfall innlendrar búvöruframleiðslu á íslenskum matvörumarkaði hefur dregist s...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. október 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Varla hefur farið fram hjá mörgum að mikill þrýstingur á auknar virkjanaframkvæm...

Út í óvissuna
Leiðari 23. október 2025

Út í óvissuna

Ljóst er að það markmið frumvarps atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögu...

Kraftapólitík og undanbrögð
Leiðari 14. október 2025

Kraftapólitík og undanbrögð

Búvörulög mynda grundvöllinn að starfsskilyrðum bænda í landinu ásamt búvörusamn...