536 hross úr landi á fyrsta ársfjórðungi
Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Alls 536 hross voru flutt úr landi á fyrsta fjórðungi ársins. Er þetta yfir meðalútflutningi síðustu fimm ára samkvæmt upplýsingum úr WorldFeng, upprunaættbók Íslenska hestsins. Á sama tíma í fyrra höfðu 564 yfirgefið landið, 492 árið 2015 og 464 árið 2014.
Hrossin voru flutt til fjórtán landa. Flest fóru til Þýskalands, 274 talsins. Þá fóru 114 hross til Svíþjóðar og önnur 107 til Sviss, 79 til Danmerkur og 43 til Austurríkis.
Útflutt fyrstu verðlaunahross eru þrjátíu talsins, tólf stóðhestar og átján hryssur. Hæst dæmdu hrossin eru Freyr frá Vindhóli (8,43), Stefnir frá Ketilsstöðum (8,38), Sökkull frá Dalbæ (8,38), Flygill frá Horni I (8,37), Duld frá Ytra-Dalsgerði (8,25) og Katla frá Blönduósi (8,25)