Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samkvæmt heimildum Bændasamtaka Íslands, Matvæla­stofnunar og Landssambandi sláturleyfishafa, sem fáanlegar eru á vefsíðu Hagstofunnar, hefur hrossakjötsframleiðslan verið í kringum 1.000 tonn í tæp 40 ár með einhverjum undantekningum.
Samkvæmt heimildum Bændasamtaka Íslands, Matvæla­stofnunar og Landssambandi sláturleyfishafa, sem fáanlegar eru á vefsíðu Hagstofunnar, hefur hrossakjötsframleiðslan verið í kringum 1.000 tonn í tæp 40 ár með einhverjum undantekningum.
Fréttir 28. desember 2021

Allt að 68% selt á innanlandsmarkaði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hrossakjötsframleiðsla er í einhvers konar mýflugumynd miðað við aðra kjötframleiðslu hér á landi. Það eru þá helst blóðmerabændur sem leggja til folöld til slíkrar framleiðslu. Þá fellur ávallt eitthvað til af hrossakjöti vegna grisjunar reiðhestastofnsins.

Samkvæmt heimildum Bændasamtaka Íslands, Matvæla­stofnunar og Landssambandi sláturleyfishafa, sem fáanlegar eru á vefsíðu Hagstofunnar, hefur hrossakjötsframleiðslan verið í kringum 1.000 tonn í tæp 40 ár með einhverjum undantekningum. Til að mynda var hún eingöngu 515 tonn árið 1988 og hefur farið mest í 1.503 tonn árið 2012, en þá varð mikil aukning á framleiðslu í þrjú ár. Meðalfallþungi síðustu tíu ára hefur verið um 124 kg.

Alla jafna er mest af kjötinu selt hér innanlands, um 60–68% á allra síðustu árum. Hlutfallið minnkaði þó á þeim þremur árum sem framleiðsla kjötsins var meiri og fór sala innanlands niður í 41% árið 2012. Tölurnar gefa til kynna að vel gangi að selja kjötið hvort sem það er hér innanlands eða erlendis því lítið hefur verið til af birgðum í lok hvers árs.

Mest flutt til Evrópu

Þjóðverjar eru stærstu kaupendur hrossakjöts frá Íslandi, en um 40–45% af öllu útfluttu kjöti hefur farið þangað á síðustu 3 árum samkvæmt heimildum Hagstofunnar. Auk Þýskalands fer hrossakjöt reglulega til Sviss, Hollands, Rússlands og Japans, en einnig hefur eitthvert magn ratað til Ítalíu, Belgíu og Kína. Mikill meirihluti kjötsins fer til Evrópu, eða um 87%.

Mismunandi kílóverð

Hrossakjöt er alla jafna talin lúxusmatvara en verðlagning á því endurspeglar það tæplega. Ef rýnt er í útflutningstölur Hagstofunnar má sjá að FOB kílóverð af kjöti er afar misjafnt eftir löndum. Þannig hefur kjöt verið selt á 175 kr. á kíló til Rússlands meðan kílóaverðið til Sviss er 1.254 kr. Með FOB verði (free on board) er átt við verð vörunnar komið um borð í flutningsfar í útflutningslandi.

Þó er mikill fyrirvari á tölunum. Tollskrárnúmer hrossakjöts ná yfir bæði nýtt og fryst hrossakjöt og ekki er hægt að tiltaka hvaða hlutar skrokks fara hvert.

Vandi gæti skapast ef framleiðslan eykst

Sláturfélag Suðurlands er með um 40% hlutdeild í slátrun hrossa í landinu. Samkvæmt upplýsingum frá Steinþóri Skúlasyni, forstjóra fyrirtækisins, er innlendur markaður fyrir vörurnar takmarkaður.

„Það gengur vel að selja vöðva úr lærinu en erfiðara er að koma frampörtum í sölu. Ekki er mikill markaður fyrir saltað og reykt folaldakjöt og hann fer minnkandi. Folaldahakk selst vel á mjög lágu verði en hluti af folaldakjötinu er úrbeinaður og seldur með hrossaafskurði úr landi í gæludýrafóður. Það sem fellur til í dag selst, en vandi væri ef ætti að auka framleiðslu verulega.“

Búpeningur sem tryggir fæðuöryggi

Í skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi sem kom út fyrr á árinu er fjallað eilítið um hrossakjötsframleiðslu. Þar segir meðal annars:

„Hross eru þó að því leyti ágæt kjötframleiðsludýr miðað við íslenskar aðstæður að þau geta lifað á landsins gæðum ef svo má segja, það er á grasi; hvar af hóflegt hlutfall er vetrargjöf en stór hluti beit, a.m.k. í lágsveitum. Hrossastofninn í landinu getur haft hlutverk sem um munar í fæðuöryggi landsmanna. Stofninn hefur oft verið talinn óþarflega stór, svo nemur jafnvel tugum þúsunda gripa. Tíu þúsund hross með meðalfallþunga 200 kg eru 2.000 tonn af kjöti. Ef kemur til þess að skortur verði á mataraðföngum getur hrossastofninn í landinu skipt máli. Það væri þá ekki í fyrsta skipti.“

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður
Fréttir 17. mars 2023

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður

Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðn...

Fagþing sauðfjárræktarinnar
Fréttir 17. mars 2023

Fagþing sauðfjárræktarinnar

Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudagin...

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því...

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun ...

Jarfi frá Helgavatni besta nautið
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta nau...

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum
Fréttir 15. mars 2023

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum

Á þingi búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn d...