Skordýr sem fóður og fæða
Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp skordýraræktun hérlendis og skapa með því ný tækifæri í framleiðslu á fóðurhráefnum, áburðarefnum og jafnvel framtíðarfæðu. Verkefnisstjóri er Rúna Þrastardóttir, doktorsnemi við skólann.