Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hveitimylla Kornax við Korngarða í Reykjavík var tekin í notkun árið 1986.
Hveitimylla Kornax við Korngarða í Reykjavík var tekin í notkun árið 1986.
Mynd / ál
Fréttir 24. janúar 2025

Hveitimylla Kornax hættir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Lífland ehf., sem á og rekur hveitimyllu Kornax við Korngarða í Reykjavík, hyggst ekki halda áfram mölun hveitis eftir að birgðir klárast á næstu vikum eða mánuðum. Leigusamningur á húsnæði fæst ekki endurnýjaður.

Fyrirtækið hefur gert samkomulag við hveitimyllu í Danmörku um að mala hveiti undir merkjum Kornax. Forstjóri Líflands, Arnar Þórisson, segir dönsku aðilana hafa mikla reynslu af framleiðslu og vinnslu hveitis og hefur Lífland átt í samstarfi við þá um árabil. Þaðan verður flutt inn hveiti í neytendapakkningum og stærri einingum fyrir matvælaiðnað.

Faxaflóahafnir eiga húsnæðið

Lífland tók í notkun nýja og fullkomna fóðurverksmiðju á Grundartanga í lok árs 2010 og samkvæmt upplýsingum frá Arnari stóð alltaf til að reisa hveitimyllu við hlið hennar. Húsnæðið í Korngörðum var því selt Faxaflóahöfnum og er ekki vilji hjá þeim til að endurnýja leigusamninginn. Þegar fóðurverksmiðjan var byggð var hveitimyllan í Reykjavík ekki úrelt og ákveðið að nota hana áfram.

Arnar segir að samkvæmt núgildandi reglugerðum sé óheimilt að starfrækja matvælaframleiðslu á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga og hefur umsókn fyrirtækisins um leyfi verið hafnað. Áætlaður kostnaður við byggingu nýrrar myllu er vel á þriðja milljarð króna. Ekki kemur til greina að reisa hveitimyllu á öðrum stað, eins og í Þorlákshöfn, því þar er ekki hægt að framleiða á samkeppnishæfu verði vegna aukins kostnaðar við löndun og birgðahald og skertrar samnýtingar afurða og tækjabúnaðar.

Geymsluþol minnkar við mölun

Þegar hveitimyllan verður lögð niður segir Arnar að dýrmæt þekking tapist sem þurfi að byggja upp aftur ef fyrirtækið ákveður að hefja mölun hveitis að nýju. Hjá Kornaxi eru þrír starfsmenn sem hverfa til annarra starfa hjá Líflandi, enda viðbúið að umsvifin í vöruhúsinu muni aukast.

Arnar bendir á að birgðir landsins á hveiti til manneldis muni minnka með þessum breytingum. Ákveðinn kostur sé í því að mala hveitið hérlendis þar sem ómalað korn geti geymst mjög lengi við réttar aðstæður. Þegar búið er að mala hveiti eykst hættan á skemmdum af völdum hveitibjalla.

Hveitimyllan í Korngörðum var tekin í notkun árið 1986.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...